Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Jón Ísak Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. nóvember 2024 18:57 Tæplega helmingi kjósenda líst vel á mögulegt ríkisstjórnarsamstarf Viðreisnar og Samfylkingar. Vísir Tæplega helmingi kjósenda líst vel á að Samfylking og Viðreisn leiði næstu ríkisstjórn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Langflestir kjósendur Samfylkingarinnar vilja slíka ríkisstjórn. Óvinsælasta samsetningin sem spurt var um er ríkisstjórn Miðflokks og Samfylkingar, en aðeins um 9 prósent líst vel á slíka stjórn. Spurt er í nýrri könnun Maskínu, sem fram fór dagana 22. til 29. nóvember og rúmlega 2.700 svöruðu, hvort fólki lítist vel eða illa á mismunandi möguleika á samstarfi flokkanna Samfylkingar, Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í ríkisstjórn eftir kosningar. 46 prósentum líst vel á samstarf Samfylkingar og Viðreisnar, 18 prósentum í meðallagi og 36 prósentum illa. MaskínaMaskína 22 prósentum líst vel á samstarf Miðflokks og Sjálfstæðisflokks, 21 prósenti líst vel á samstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks, 16 prósentum á Viðreisn og Miðflokk, 12 prósentum á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk og 9 prósentum á Samfylkingu og Miðflokk. Kjósendur Viðreisnar vilja ekki í stjórn með Miðflokki Athygli vekur að 79 prósent kjósenda Viðreisnar líst vel á mögulegt ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Viðreisnar. Aðeins um 13 prósent kjósenda Viðreisnar líst vel á samstarf við Miðflokkinn. Um þriðjungi kjósenda Viðreisnar, 29 prósent, líst vel á mögulegt samstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins. Kjósendur Viðreisnar vilja helst samstarf með Samfylkingunni. Þeim hugnast ekki Miðflokkurinn.Maskína Kjósendum Sjálfstæðisflokksins líst hins vegar nokkuð vel á hugsanlegt samstarf með Viðreisn, en 73 prósent þeirra sögðu slíkt samstarf hljóma vel. Um 66 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins líst vel samstarf með Miðflokknum. Kjósendur Miðflokksins vilja helst samstarf með Sjálfstæðisflokki, en 68 prósent hugnast slíkt samstarf vel. Þeim hugnast einnig ágætlega samstarf við Viðreisn, en 56 prósent þeirra sögðu það hljóma vel. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins vilja helst samstarf með Viðreisn. Miðflokkurinn er næstvinsælastur.Maskína Kjósendur Miðflokksins vilja helst stjórn með Sjálfstæðisflokki. Þeim líst ágætlega á Viðreisn, en Viðreisn virðist ekki bera sama hlýhug til þeirra.Maskína Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Spurt er í nýrri könnun Maskínu, sem fram fór dagana 22. til 29. nóvember og rúmlega 2.700 svöruðu, hvort fólki lítist vel eða illa á mismunandi möguleika á samstarfi flokkanna Samfylkingar, Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks í ríkisstjórn eftir kosningar. 46 prósentum líst vel á samstarf Samfylkingar og Viðreisnar, 18 prósentum í meðallagi og 36 prósentum illa. MaskínaMaskína 22 prósentum líst vel á samstarf Miðflokks og Sjálfstæðisflokks, 21 prósenti líst vel á samstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks, 16 prósentum á Viðreisn og Miðflokk, 12 prósentum á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk og 9 prósentum á Samfylkingu og Miðflokk. Kjósendur Viðreisnar vilja ekki í stjórn með Miðflokki Athygli vekur að 79 prósent kjósenda Viðreisnar líst vel á mögulegt ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Viðreisnar. Aðeins um 13 prósent kjósenda Viðreisnar líst vel á samstarf við Miðflokkinn. Um þriðjungi kjósenda Viðreisnar, 29 prósent, líst vel á mögulegt samstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins. Kjósendur Viðreisnar vilja helst samstarf með Samfylkingunni. Þeim hugnast ekki Miðflokkurinn.Maskína Kjósendum Sjálfstæðisflokksins líst hins vegar nokkuð vel á hugsanlegt samstarf með Viðreisn, en 73 prósent þeirra sögðu slíkt samstarf hljóma vel. Um 66 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins líst vel samstarf með Miðflokknum. Kjósendur Miðflokksins vilja helst samstarf með Sjálfstæðisflokki, en 68 prósent hugnast slíkt samstarf vel. Þeim hugnast einnig ágætlega samstarf við Viðreisn, en 56 prósent þeirra sögðu það hljóma vel. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins vilja helst samstarf með Viðreisn. Miðflokkurinn er næstvinsælastur.Maskína Kjósendur Miðflokksins vilja helst stjórn með Sjálfstæðisflokki. Þeim líst ágætlega á Viðreisn, en Viðreisn virðist ekki bera sama hlýhug til þeirra.Maskína
Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira