Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Mjúkt vald Ís­lands út um allan heim

Hundrað og fjörutíu ræðismenn Íslands í sjötíu og einu landi eru nú staddir í Reykjavík til skrafs og ráðagerða. Utanríkisráðherra segir ómetanlegt fyrir fámennt ríki eins og Ísland að eiga ræðismennina að.

Innlent
Fréttamynd

Úti­lokar ekki að bjóða sig aftur fram

Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segist hafa þykkan skráp og að hún hafi aldrei tekið gagnrýni persónulega þegar hún var í stjórnmálum. Sigríður, sem er gestur í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir að það sem gerðist í Covid-faraldrinum megi ekki endurtaka sig, hún segist sjálf hafa verið með „underground“ ræktaraðstöðu á þeim tíma og óttast lögreglu. Þá útilokar hún ekki að bjóða sig aftur fram til þings.

Lífið
Fréttamynd

Kennarasambandið hlynnt nýjum matsferli

Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir sambandið styðja nýjan matsferil stjórnvalda heilshugar. Það sé mikil þörf á bæta bæði innra og ytra mat skólakerfisins. Námsmatið verði að vera byggt á námsskrá og endurspegla að skólinn er án aðgreiningar, og fyrir alla.

Innlent
Fréttamynd

Hvernig þing­menn yrðu Arnar Þór, Jón Gnarr og Þórður Snær?

Stjórnmálaflokkar setja sig nú í stellingar fyrir alþingiskosningar, sem þó eru ekki formlega á dagskrá fyrr en næsta haust. Pólitíkin verður í öndvegi í Pallborðinu í dag, þar sem Arnar Þór Jónsson, Jón Gnarr og Þórður Snær Júlíusson hafa boðað komu sína. Pallborðinu verður streymt í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 13.

Innlent
Fréttamynd

Segir komið í veg fyrir að einkabíll fái eðli­legt pláss í Reykja­vík

Ásgeir Sveinsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, segir áríðandi að farið verði strax í framkvæmdir nýs samgöngusáttmála. Ekki hafi verið farið í neinar stórar framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu síðan 2011. Það sé farið að hafa áhrif. Ásgeir fór yfir stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 

Innlent
Fréttamynd

For­eldrar marg­oft kvartað undan hættu­legum gatna­mótum

Íbúar í Vogahverfi hafa ítrekað gert athugasemdir við hættuleg gatnamót við Sæbraut þar sem banaslys varð seint í gærkvöldi. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sem sækja skóla og frístundir yfir götuna og skora á borgarstjórn að kynna sér aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

„Ég vil auð­vitað klára kjör­tíma­bilið“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir að kjörtímabil sé fjögur ár, og hún vilji klára tímabilið áður en gengið verði til kosninga. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir að pólitísk óvissa ríki á meðan sitjandi ríkisstjórn er við völd og vill kosningar fyrir áramót. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna gefur engin skýr svör um það hvort hún vilji halda áfram í ríkisstjórnarsamstarfinu, eða þá hversu lengi.

Innlent
Fréttamynd

Bæjar­stjórinn óttast ekki fólks­flótta úr Ár­borg

Bæjarstjóri Árborgar óttast ekki flótta úr sveitarfélaginu eftir að samþykkt var að hækka útsvar á íbúa tímabundið, sem mun skila sveitarfélaginu um einum milljarði króna í tekjur. Eftir að meirihluti Sjálfstæðismanna tók við völdum í Árborg 2022 hefur stöðugildum hjá sveitarfélaginu verið fækkað um eitt hundrað, sem hluti af aðhaldsaðgerðum bæjaryfirvalda.

Innlent
Fréttamynd

Arnar Þór stofnar Lýðræðisflokkinn

Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður hefur stofnað nýjan stjórnmálaflokk, sem hefur fengið nafnið Lýðræðisflokkurinn - samtök um sjálfsákvörðunarrétt. Í tilkynningu segir að markmið hans sé að vinna gegn þróun í átt til ofstjórnar og óstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Bankar gegn þjóð

Mörgum var brugðið þegar Arion banki tilkynnti að eigendur bankans hefðu ákveðið að hækka ávöxtunarkröfu sína og því yrði bankinn að hækka vexti íbúðalána, þrátt fyrir óbreytta stýrivexti. Með öðrum orðum, sækja meira fé í vasa viðskiptavina sinna. Sama gerði Íslandsbanki og nú Landsbankinn sem er í eigu þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Á­skorun til hæst­virts fjár­mála­ráð­herra Sigurðar Inga Jóhanns­sonar frá sér­fræðingum í klínískri sál­fræði

Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi þann 24. september síðastliðinn fór fram umræða um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Fyrirspurnir beindust að hæstvirtum fjármálaráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni. Við undirrituð fögnum því að skýr vilji sé fyrir hendi hjá núverandi fjármálaráðherra að niðurgreiða sálfræðiþjónustu eins og aðra heilbrigðisþjónustu enda kominn tími til.

Skoðun
Fréttamynd

Takk, Gísli Marteinn

Það er alltaf gott þegar mál sem skipta samfélagið máli fá umræðu í fjölmiðlum, í dægurmenningu og á kaffistofum landsins. Það var því gleðilegt að þingsályktunartillaga mín og fleiri þingmanna um bann við auglýsingum á jarðefnaeldsneyti var umræðuefni í síðasta þætti af Vikunni með Gísla Marteini.

Skoðun
Fréttamynd

„Við vitum ekki neitt og höldum bara á­fram að bíða“

Fólk bíður í örvæntingu, íbúðir standa tómar og húsnæðisverð hækkar á meðan beðið er eftir því að afgreiðsla hlutdeildarlána hefjist að nýju að sögn fasteignasala. Fjölskylda sem hefur beðið í næstum hálft ár með undirritaðan kaupsamning kallar eftir svörum og telja sig heppin að hafa húsnæði á meðan.

Innlent
Fréttamynd

Skyn­semis­hyggja Mið­flokksins hvarf hratt

Það er gaman fyrir okkur unga Sjálfstæðismenn að loksins heyrist eitthvað í öðrum ungliðahreyfingum í íslenskum stjórnmálum. Það kemur þó úr óvæntri átt en nýlega var stofnuð ungliðahreyfing í Suðvesturkjördæmi hjá Miðflokknum undir formennsku Antons Sveins McKee. Eins og góður maður sagði eitt sinn við mig þá þarf gott fólk í alla flokka. Anton er gæðablóð og hefur verið landi og þjóð til sóma á alþjóðlegum vettvangi. Við gengum saman í Verzlunarskólann og ég hafði hlakkað til að sjá hann, sem stjórnarmann í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, láta til sín taka á milliþingi ungra Sjálfstæðismanna í október. Allt kom þó fyrir ekki.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég hitti ungt fjöl­skyldu­fólk sem er gjör­sam­lega að kikna“

„Engum, sem beitir aðra manneskju ofbeldi, líður vel. Við vitum sem er að aukin vanlíðan ungmenna, samfélagsmiðlanotkun, einmanaleiki, tilgangsleysi, félagsleg einangrun, fíknisjúkdómar og ofbeldi – allt eru þetta hlutir sem tengjast á einn eða annan hátt. Vanlíðan ungs fólks er eitt mikilvægasta málið í okkar samfélagi. Og hún tekur á sig ólíkar myndir, í sumum tilfellum þær dimmustu og sorglegustu hliðar lífsins sjálfs.“

Innlent
Fréttamynd

Að­gengi að hús­næði fyrir ungt fólk – ekki lúxus heldur grundvallarréttur

Það er staðreynd sem við getum ekki litið fram hjá að ungt fólk á Íslandi stendur frammi fyrir verulegum áskorunum þegar kemur að því að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Há fasteignaverð, lág laun og skortur á viðeigandi húsnæði gerir það að verkum að mörg ungmenni sjá sér ekki fært að stofna til heimilis eða hefja fjölskyldulíf.

Skoðun
Fréttamynd

Brott­hvarf Katrínar hafði mikil á­hrif

Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar.

Innlent
Fréttamynd

Líf segir söguna um stóla­dans Mörtu og Hildar dags­anna

Upp er komið hið undarlegasta mál í tengslum við borgarstjórnina í Reykjavík. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vg staðfestir sögu Ólafar Skaftadóttur um stóladans Mörtu Guðjónsdóttur og Hildar Björnsdóttur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Hólm­fríður ætlar í ritara VG

Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, ætlar að bjóða sig fram til ritaraembættis hreyfingarinnar. Frá þessu greindi hún á Facebook á dögunum.

Innlent