Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingi og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Banninu verður ekki flýtt

Ráðherra orkumála segir að banni við nýskráningum á bílum sem ganga á jarðefnaeldsneyti verði ekki flýtt. Það sé þó mikilvægt fyrir Íslendinga að átta sig á því að hagkvæmast sé að keyra um á rafbílum. 

Bílar
Fréttamynd

Vest­firðingar segja í­trekuð svik í vegamálum óboðleg

„Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri.

Innlent
Fréttamynd

Gamla fólkið þarf að greiða fyrir sundferðina

Samkvæmt tillögu menningar,- íþrótta- og tómstundaráðs, sem samþykkt var í morgun og tekin verður fyrir í borgarráði, munu sundgestir sem náð hafa 67 ára aldri greiða stakt gjald fullorðinna og gjaldflokkurinn „eldri borgarar“ verður tekinn úr gjaldskránni. Stakt gjald fullorðinna í sundlaugar Reykjavíkurborgar er 1.330 krónur. Breytingin tekur gildi frá og með 1. ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Hart tekist á um öldunga­ráð borgarinnar

Óvænt tillaga leit dagsins ljós í öldungaráði Reykjavíkurborgar þess efnis að Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrennis fengi aðeins einn fulltrúa í sjö manna öldungaráði borgarinnar í stað þriggja eins og verið hefur.

Innlent
Fréttamynd

Af málathöfnum

Orð eru til alls fyrst segir máltækið, en þau eru ekki bara orð heldur fela í sér tiltekna athöfn eða gjörð málnotandans hverju sinni. Málathafnakenningar (e. speech act theory), líka kallaðar talgjörðakenningar, fela í sér að við reynum að skilja hvað fólk vill í raun og veru þegar það talar eða skrifar

Skoðun
Fréttamynd

Væru með helmingi færri þing­menn

Flokkarnir sem mynda núverandi meirihluta í Reykjavík gætu myndað ríkisstjórn með ríflegum meirihluta samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. Stjórnmálafræðingur segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa að gera upp við sig hvert hann sækir tapað fylgi. Formaðurinn tekur fylgistapinu alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Kæri Jón Kal­dal

Jón Kaldal skrifar skoðanagrein í fyrradag, þar sem hann fagnar því að frumvarp um lagareldi hafi ekki náð fram að ganga. Það er skiljanlegt að Jón, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, sé gagnrýninn á lagareldisfrumvarpið.

Skoðun
Fréttamynd

Sanna stefnir á þing

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hyggst bjóða sig fram til þings fyrir hönd flokksins hljóti hún stuðning félaga sinna.

Innlent
Fréttamynd

Semja um 27 milljarða króna Tækni­skóla í Hafnar­firði

Nýr tækniskóli rís við Flensborgarhöfn í Hafnarfirði. Stjórnvöld, Hafnarfjarðarbær og Tækniskólinn undirrituðu skuldbindandi samkomulag þess efnis í dag. Næstu skref eru undirbúningur hönnunar og framkvæmdar með áætluð verklok haustið 2029. Heildarkostnaður er áætlaður 27 milljarðar króna.

Innlent
Fréttamynd

Guð­rún boðar lokuð bú­setu­úr­ræði strax í haust

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra gefur ekki þumlung eftir í útlendingamálunum en hún boðaðar breytingar: Fingrafaraskannar á landamærum, lokuð búsetuúrræði og að umsóknum um hæli á Íslandi verði komið niður í tvö til þrjú hundruð.

Innlent
Fréttamynd

Stór skref í átt að rétt­læti

Nýsamþykkt frumvarp félags- og vinnumarkaðsherra um breytingar á lífeyriskerfinu mun bæta stöðu fatlaðs fólks á Íslandi. Einföldun lífeyriskerfisins, sem ÖBÍ hefur lengi barist fyrir, skiptir nefnilega verulegu máli og stuðlar að enn sterkari hagsmunabaráttu.

Skoðun
Fréttamynd

Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vega­gerðinni

Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum.

Innlent
Fréttamynd

Borgin kynnir þéttingu byggðar í út­hverfum

Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna.

Innlent
Fréttamynd

„Ör­vænting í Val­höll“ færi Mið­flokkurinn fram úr Sjálf­stæðis­flokknum

Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu, en fylgi hans hefur aldrei mælst minna. Þá hefur samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna aldrei verið minna, og stendur í þrjátíu prósentum. Stjórnmálafræðiprófessor segir núliðið þing síðasta vinnuþingið að sinni, í haust verði þingmenn komnir í kosningaham. 

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkur aldrei mælst með minna fylgi

Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með minna fylgi en nú í nýrri könnun Maskínu. Þingflokksformaður Miðflokksins þakkar staðfestu flokksins í útlendingamálum, orkumálum og ríkisfjármálum að hann hefur fest sig í sessi sem þriðji stærsti flokkurinn á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn líði fyrir að hafa verið í vinstristjórn í sjö ár.

Innlent
Fréttamynd

Sjókvíeldi: að­för gegn náttúrunni

Ímyndið ykkur læk á íslandi, með sínum fallegum láa gróðri kringum hann, hrossagaukur syngjandi sitt fallegasta eða kannski lóa. Maður standandi í miðjuni með sína veiðistöng í sínum vaðbuxum, fylgjandi íslenskri hefð sem hefur verið stunduð í áratugi í samlyndi við náttúruna, kynslóðum saman.

Skoðun
Fréttamynd

Mið­flokkurinn nartar í hæla Sjálf­stæðis­flokksins

Sjálfstæðisflokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu mælingu Maskínu en Sósíalistaflokkurinn bætir við sig tveimur. Marktækur munur er á fylgi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins sextánda mánuðinn í röð. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna er nú 30 prósent og hefur aldrei verið lægra.

Innlent
Fréttamynd

Grá­sleppu­sjó­menn hafi lengi kallað eftir kvóta­setningu

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, segir tilgang grásleppukvótasetningarinnar fyrst og fremst vera að búa til fyrirsjáanleika fyrir þá sem veiðarnar stunda. Grásleppusjómenn hafi lengi kallað eftir því að þetta verði gert. Bátum við grásleppuveiðar hafi fækkað mikið á stuttum tíma undanfarin ár, og nýliðun í greininni sé ekki mikil.

Innlent