Matthías Orri verður áfram í Breiðholtinu
Leikstjórnandinn bráðefnilegi samdi aftur við ÍR og leikur með liðinu í Dominos-deild karla í körfubolta næsta vetur þrátt fyrir mikinn áhuga nær allra liða deildarinnar.
Leikstjórnandinn bráðefnilegi samdi aftur við ÍR og leikur með liðinu í Dominos-deild karla í körfubolta næsta vetur þrátt fyrir mikinn áhuga nær allra liða deildarinnar.
KR-ingurinn Martin Hermannsson var í kvöld kosinn besti leikmaður Dominos-deildar karla í körfubolta en þessi 19 ára strákur átti frábært tímabil með Íslandsmeistaraliði KR.
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari kvennaliðs Snæfells, var í kvöld valinn besti þjálfari Dominos-deildar kvenna í körfubolta á tímabilinu en hann stýrði Snæfellsliðinu til síns fyrsta Íslandsmeistaratitils í vetur.
Martin Hermannson úr KR og Hildur Sigurðardóttir úr Snæfelli voru í kvöld valin bestu leikmenn Domnios-deilda karla og kvenna í körfubolta á þessu tímabili en þau fengu verðlaun sín á lokahófi KKÍ.
Hinn stórefnilegi Jón Axel Guðmundsson er að leita sér að skóla í Bandaríkjunum.
Jóhann Árni Ólafsson og Ómar Sævarsson hafa báðir framlengt samninga sína við Grindavík en þeir voru lykilhlutverkum hjá liðinu í vetur. Þetta kemur fram á karfan.is.
Hinn 19 ára gamli Martin Hermannsson stóð sig frábærlega með KR-liðinu í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla í körfubolta og var kosinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins fyrstur táninga.
Darri Hilmarsson átti frábært úrslitaeinvígi með KR og var einn af lykilmönnunum á bak við það að KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í ár.
Finnur Freyr Stefánsson, yngsti þjálfarinn í Dominos-deild karla, gerði KR-liðið að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í efstu deild. Aðeins einn þjálfari yfir fertugu hefur unnið titilinn í sögu úrslitakeppni karla 1984 til 2014.
Íslandsmeistarar KR ættu ekki að verða svangir á næstunni því Íslandsmeistaratitlinum fylgdi stór inneign hjá Dominos.
KR-ingar eru Íslandsmeistarar í körfubolta karla í þrettánda sinn eftir 87-79 sigur á Grindavík. Martin Hermannsson var frábær og var valinn bestur.
KR varð Íslandsmeistari í körfubolta í kvöld er liðið vann sætan sigur í Grindavík.
"Við vissum að þeir hittu á lélegan leik á móti okkur síðast eða við á frábæran. Við vissum að þeir kæmu grimmir inn í þennan leik og við þurftum bara að mæta því. Við náðum að standast stóru áhlaupin hjá þeim, náðum alltaf að koma til baka og sýndum þvílíkan karakter í lokin með því að setja þessi stóru skot niður," sagði KR-ingurinn Martin Hermannsson eftir leikinn en hann var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna.
Það var mikil stemning í Röstinni í Grindavík í kvöld er Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, lyfti sjálfum Íslandsbikarnum á loft.
"Við erum fokking Íslandsmeistarar," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, skömmu eftir að hans menn tryggðu sér titilinn í Röstinni. Finnur réð sér vart fyrir kæti.
Grindavík tekur á móti KR í kvöld í fjórða leiknum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild karla í körfubolta. KR verður Íslandsmeistari með sigri en Grindvíkingar geta tryggt sér oddaleik vinni þeir leikinn.
KR-ingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Grindavík í kvöld með sigri á heimavelli Íslandsmeistara síðustu tveggja ára.
KR getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í Röstinni í kvöld. Benedikt Guðmundsson segir gæðin vissulega hjá KR og sigurlíkurnar þeim megin. Risahjarta og karakter Grindavíkur hafi fleytt liðinu langt en ekkert lið geti sigrað Vesturbæinga í fimm leikja hrinu.
KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Dominos deild karla eftir átta stiga sigur, 79-87, á Grindavík í Röstinni í kvöld.
Teitur Örlygsson, fráfarandi þjálfari Stjörnunnar, verður áfram í baráttunni í Dominos-deild karla í körfubolta næsta vetur því Njarðvíkingar tilkynntu það á lokahófi sínu í kvöld að Teitur verði aðstoðarmaður Friðriks Inga Rúnarssonar næsta vetur. Þetta kemur fram á karfan.is
Pétur Ingvarsson verður næsti þjálfari Skallagríms í Dominos-deild karla í körfubolta en þetta kemur fram á heimasíðu Skallagríms sem og það að Pétur hafi skrifað undir tveggja ára samning.
Aga- og úrskurðarnefnd gaf Grindvíkingnum Ólafi Ólafssyni aðeins áminningu vegna ummæla hans eftir þriðja leik KR og Grindavíkur í lokaúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta.
Risinn Ragnar Nathanaelsson, miðherji Þórs í Þorlákshöfn, er genginn í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Sundsvall Dragons en hann fyrst símtal frá þjálfara liðsins á fimmtudaginn.
Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra ummæla sem Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta í gærkvöldi.
Síminn hefur vart stoppað hjá formanni KKÍ, Hannesi S. Jónssyni, síðan Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét ósmekkleg ummæli falla í sjónvarpsviðtali eftir leik Grindavíkur og KR í gær.
Ummæli Grindvíkingsins Ólafs Ólafssonar í viðtali á Stöð 2 Sport í gær hafa verið mikið á milli tannanna á fólki í dag.
Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, sér eftir ummælum sem hann lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Íslandsmótsins í kvöld.
Ragnar Nathanaelsson verður fjórði Íslendingurinn í röðum Íslendingaliðsins Sundsvall Dragons í Svíþjóð en hann gekk frá samningi við liðið í kvöld.
Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var bálreiður eftir 29 stiga tap Íslands- og bikarmeistaranna gegn KR í þriðja leik lokaúrslita Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld.