Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Böðvar um Helga og Brynjar: Kunna allt upp á tíu

    Landsliðsmennirnir Helgi Már Magnússon og Brynjar Þór Björnsson hafa ákveðið að koma heim og spila með KR í Dominos-deildinni í körfubolta á næstu leiktíð. Þetta er gríðarlegur liðstyrkur fyrir KR-liðið en báðir þessir leikmenn eru uppaldir KR-ingar og því á leiðinni heim í Vesturbæinn. Helgi Már er 30 ára framherji en Brynjar er 24 ára skotbakvörður.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Helgi Már og Brynjar komnir heim í KR - eiga bara eftir að skrifa undir

    Landsliðsmennirnir Helgi Már Magnússon og Brynjar Þór Björnsson hafa ákveðið að spila með KR í í Domino´s deildinni í körfubolta á næstu leiktíð en þetta staðfesti Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR við Íþróttadeild Vísis og Fréttablaðsins. Böðvar segir að Helgi og Brynjar eigi bara eftir að skrifa undir.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Shouse áfram hjá Stjörnunni

    Justin Shouse hefur samið við Stjörnuna á ný og mun því leika með liðinu á næsta keppnistímabili. Það verður hans fjórða tímabil í Garðabænum og sjöunda á Íslandi.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Njarðvík semur við tvo Bandaríkjamenn

    Körfuknattleiksdeild UMFN hefur samið við tvo Bandaríkjamenn um að leika með karlaliði félagsins á komandi tímabili í Domino´s deildinni. Þeir Cameron Echols og Travis Holmes sem léku með liðinu síðasta vetur munu ekki snúa aftur í haust en Jonathan Jones og Marcus Van koma í þeirra stað og eru hugsaðir fyrir baráttuna í teignum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Darrel Lewis til Keflavíkur: Hefur saknað Nonnabita

    Darrel Lewis spilar með Keflavík í Dominosdeildinni á næsta tímabili en Lewis er íslenskur ríkisborgari sem getur spilað bæði skotbakvörð og lítinn framherja. Hann var frábær með Grindvíkingum á árunum 2002 til 2005 en hefur síðan spilað á Ítalíu og í Grikklandi. Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KKÍ kynnti Domino's-deildirnar í dag

    Nýtt nafn á Úrvalsdeildir karla og kvenna í körfuknattleik var kynnt til sögunnar í dag en þær hafa heitið Iceland Express deildirnar undanfarin sjö ár eða frá og með 2005-06 tímabilinu. Næstu þrjú árin munu efstu deildir karla og kvenna hinsvegar bera nafn Domino's og heita Domino's deild karla og Domino's deild kvenna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Kaninn frá Þór kominn til ÍR

    Eric James Palm, sem spilaði með Þór í næstefstu deild karla á síðustu leiktíð, hefur gengið frá samningum við ÍR. Breiðhyltingar halda áfram að styrkja lið sitt fyrir átökin í Iceland Express-deildinni á næstu leiktíð.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þór verður án Govens á næstu leiktíð

    Bandaríkjamaðurinn Darrin Govens, sem lék með Þór Þorlákshöfn við góðan orðstír á síðustu leiktíð, hefur samið við félagið Elitzur Ramla í Ísrael en félagið leikur í næstefstu deild í Ísrael. Þetta kemur fram á Karfan.is.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hreggviður snýr heim í Breiðholtið

    Körfuknattleikskappinn Hreggviður Magnússon er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt ÍR. Breiðhyltingurinn hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍR-inga en hann hefur spilað með KR undanfarin tvö tímabil.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Falur hættir með Keflavíkurkonur - Sigurður þjálfar bæði liðin

    Sigurður Ingimundarson mun þjálfa bæði karla- og kvennalið Keflavíkur Iceland Express deildunum í körfubolta á næsta tímabili en þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur. Falur Harðarson ákvað að hætta þjálfun kvennaliðsins eftir aðeins eitt ár með liðið en hann stígur til hliðar sökum anna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sverrir Þór tekur við Grindavíkurliðinu

    Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistara kvenna hjá Njarðvík og íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, verður næsti þjálfari Íslandsmeistara Grindavíkur. Grindvikingar voru fljótir að ganga frá eftirmanni Helga Jónasar Guðfinnssonar sem hætti með liðið í gær. Þetta kemur fram á karfan.is í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindvíkingar vilja ganga frá þjálfaramálum sínum sem fyrst

    "Ég vissi það ekki fyrr en á mánudagskvöldið að Helgi ætlaði sér að hætta. Þá hringdi hann í mig og bað um fund. Mig grunaði strax um hvað sá fundur ætti að vera," sagði Magnús Andri Hjaltason, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, en Grindvíkingar eru þjálfaralausir þar sem Helgi Jónas Guðfinnsson er hættur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Helgi Jónas hættur með Grindavík

    Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Íslandsmeistara Grindavíkur, mun ekki þjálfa liðið áfram en hann hefur tilkynnt stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur að hann ætli að hætta með liðið. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindavíkur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Benedikt: Bullock er sóðalegur

    "Við gátum aldrei fundið leiðina til að stöðva Bullock í þessum leik. Hann bara nánast gerði það sem hann vildi. Ekki það að við vorum lélegir varnarlega, hann er bara ógeðslega góður!" sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari Þórs.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Myndir frá ótrúlegum sigri Þórs í Grindavík

    Þórsara unnu í kvöld óvæntan sigur á Grindavík í Röstinni 98-91. Hart var barist suður með sjó en Þórsarar, með bakið upp við vegg, unnu sanngjarnan sjö stiga sigur. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á svæðinu og festi augnablikið á filmu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Örvar ráðinn til Njarðvíkur

    Örvar Þór Kristjánsson hefur verið ráðinn til síns gamla félags, Njarðvíkur, og mun hann verða aðstoðarþjálfari Einars Árna Jóhannessyni næstu tvö árin hið minnsta.

    Körfubolti