Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Verða Suðurnesjalaus lokaúrslit í fyrsta sinn í sögunni?

    KR-ingar eiga möguleika á því að sópa út öðrum Reykjanesbæjarrisanum í röð með sigri í þriðja leik sínum á móti Keflavík í undanúrslitum Iceland Express deild karla í kvöld. Með því að slá út Keflavík myndu KR-ingar líka sjá til þess að lokaúrslitin yrðu í fyrsta sinn í sögunni án Suðurnesjaliðs en Stjörnumenn hafa þegar tryggt sér sæti í lokaúrslitunum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Nonni Mæju: Þetta er alveg ömurlegt

    "Þetta er alveg ömurlegt. Sérstaklega eftir síðasta tímabil og hvernig það gekk og hvernig þetta tímabil er búið að spilast. Það er búið að vera skemmtilegt og að enda þetta svona - það er þetta alveg ömurlegt,“ sagði súr og svekktur Nonni Mæju, leikmaður Snæfells, eftir leik Snæfells og Stjörnunnar í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hrafn: Lögðum mikla áherslu á það að keyra upp hraðann

    Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, gat verið mjög ánægður með sitt lið eftir frábæran 18 stiga sigur á Keflavík í Toyota-höllinni í kvöld. KR-liðið hefur þar með unnið fjóra fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni og getur sópað út öðru Reykjanesbæjarliðinu í röð með sigri í þriðja leiknum á föstudagskvöldið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Guðjón: Veturinn undir í næsta leik

    "Þetta var bara ömurlegt og við klúðrum leiknum í fjórða leikhluta," sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur eftir 18 stiga tap á móti KR á heimavelli í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi þeirra í Iceland Express deildinni. KR gerði út um leikinn með því að vinna lokaleikhlutann 32-17 en liðið vann leikinn 105-87.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Walker: Vil að mótherjarnir hræðist mig

    Marcus Walker átti enn einn stórleikinn með KR þegar liðið vann 18 stiga sigur á Keflavík í Toyota-höllinni í kvöld en KR er komið í 2-0 í einvíginu og getur tryggt sér sæti lokaúrslituum með sigri á heimavelli á föstudagskvöldið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pavel: Við erum mjög sterkir andlega

    Pavel Ermolinskij átti flottan leik í kvöld þegar KR komst í 2-0 í undanúrslitaeinvíginu á móti Keflavík eftir sannfærandi 18 stiga sigur í Keflavík í gærkvöldi. Pavel endaði leikinn með 17 stig, 15 fráköst, 8 stoðsendingar og 5 stolna bolta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Sannfærandi hjá KR sem er komið í 2-0

    KR-ingar eru einum sigurleik frá úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir sannfærandi 18 stiga sigur á Keflavík, 87-105, í Toyota-höllinni í kvöld. KR varð þar með fyrsta liðið til að vinna Keflvíkinga á heimavelli á árinu 2011.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Marcus Walker með 21,7 stig að meðaltali í seinni hálfleik

    KR-ingurinn Marcus Walker hefur farið á kostum í úrslitakeppninni til þessa og á mikinn þátt í því að bikarmeistararnir hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína. Walker er með 29,0 stig að meðaltali í leik í þessum þremur leikjum en það er þó fyrst í seinni hálfleikjum leikjanna þar sem að hann fer fyrst á flug. KR heimsækir Keflavík í kvöld og getur þar komist í 2-0 í undanúrslitaeinvígi liðanna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fannar: Við getum unnið titilinn

    Stjörnumaðurinn Fannar Helgason frá Ósi segir að það sé mikið sjálfstraust í liði Stjörnunnar og hann segir liðið geta farið alla leið á þessu tímabili. Stjarnan vann Snæfell í kvöld og er komið í 2-0 í undanúrslitarimmu liðanna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn meisturunum

    Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Stjarnan sigraði Snæfell 93-87 í Ásgarði í kvöld og er staðan 2-0 fyrir Stjörnuna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Jovan Zdravevski fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði hann 38 stig og tók að auki 10 fráköst.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Teitur: Amoroso öskraði "fuck you" á mig

    Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, þvertekur fyrir að hafa skipt sér af leikmönnum Snæfells í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar. Þjálfari Snæfells, Ingi Þór Steinþórsson, sakaði hann um það í viðtali við Vísi fyrr í dag en Teitur segir Inga fara með staflausa stafi. Hann segist ekki hafa hreytt neinum ónótum í Ryan Amoroso, leikmann Snæfells, né aðra.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    1-0 fyrir KR - myndir

    KR vann fyrsta bardagann gegn Keflavík í undanúrslitum Iceland Express-deildar í gær. Óhætt er að segja að leikurinn hafi verið afar skrautlegur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Guðjón Skúlason: Menn vita hvað þarf að laga

    Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, telur að það hafi ekki farið of mikil orka í frábæra byrjun sinna manna í DHL-höllinni í kvöld. Skýringin sé önnur. Keflvíkinga léku á alls oddi í fyrsta leikhluta gegn KR en í þeim öðrum vöknuðu heimamenn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ingi Þór: Þroskastigið hjá sumum er ekki mjög hátt

    "Við vorum of afslappaðir í stöðunni 16-1 og hættum að gera það sem við ætluðum að gera,“ sagið Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells eftir 75-73 tap liðsins gegn Stjörnunni í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla í kvöld. Ingi telur að Snæfell geti gert mun betur og hann er ekki svartsýnn þrátt fyrir að vera 1-0 undir gegn Stjörnunni í fimm leikja seríu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fannar Helgason var ánægður með sigurinn

    "Við byrjuðum rosalega illa en um leið og við fórum að spila góða vörn þá koma þetta,“ sagði Fannar Helgason leikmaður Stjörnunnar eftir 75-73 sigur liðsins gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells í kvöld í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Fannar er ánægður með að stuðningsmenn Snæfells eru búnir að búa til lag sem þeir syngja um örvhenta miðherjann frá Ósi og hvetur hann Stjörnumenn að að svara fyrir sig á þriðjudaginn þegar liðin mætast að nýju.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Stjörnumenn fyrstir til að vinna í Hólminum í vetur

    Stjarnan sýndi mikinn styrk í kvöld þegar liðið lagði Íslandsmeistaralið Snæfells á útivelli í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik. Lokakafli leiksins var æsispennandi en tvær þriggja stiga körfur frá Justin Shouse á lokamínútu leiksins tryggður Stjörnunni 75-73 sigur. Ryan Amaroso miðherji Snæfells fékk tækifæri til þess að jafna metin þegar hann náði sóknarfrákasti einni sekúndu fyrir leikslok en skotið misheppnaðist.

    Körfubolti