Haukar í átta liða úrslitin Haukar úr Hafnarfirði urðu í gærkvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Powerade bikarsins í körfubolta þegar liðið lagði ÍR 76-65 í Seljaskóla. Hreggviður Magnússon skoraði 19 stig fyrir ÍR og Rodney Blackstock setti 16, en Roni Leimu skoraði 22 stig fyrir Hauka og Kevin Smith setti 19 stig. Körfubolti 30. september 2006 17:03
ÍR mætir Haukum í kvöld Í kvöld klukkan 19:15 kemur í ljós hvort það verða ÍR-ingar eða Haukar sem verða síðasta liðið til að tryggja sér sæti 8-liða úrslitunum í Powerade bikarnum í körfubolta, en keppnin hófst í gær með þremur leikjum. Keppt var með breyttu sniði í ár og aðeins tólf lið tóku þátt. Átta liða úrslitin í keppninni hefjast svo með látum á morgun þegar Njarðvíkingar taka á móti Hamri/Selfoss í Njarðvík klukkan 19:15. Körfubolti 29. september 2006 18:15
Níels Dungal í Fjölni Bakvörðurinn Níels Páll Dungal hefur ákveðið að ganga í raðir Fjölnis í Iceland Express deild karla í körfubolta. Níels er 23 ára gamall og var lykilmaður hjá KR-ingum á síðustu leiktíð. Hann spilaði 26 mínútur að meðaltali í leik og skoraði um 9 stig að meðaltali. Þetta kemur fram á heimasíðu Fjölnis. Körfubolti 20. september 2006 18:30
Snæfell ræður bandarískan þjálfara Úrvalsdeildarlið Snæfells í körfubolta hefur ráðið til starfa bandarískan þjálfara að nafni Geof Kotila, sem kemur hingað til lands síðar í sumar og mun stýra liðinu næsta vetur. Kotila þessi hefur áður getið sér gott orð meðal annars í Danmörku, þar sem hann stýrði liði Bakken Bears. Þetta kemur fram á heimasíðu Snæfells. Sport 9. maí 2006 16:39
Benedikt tekur við KR Körfuknattleiksdeild KR gekk í dag frá þriggja ára samningi við Benedikt Guðmundsson sem mun taka við þjálfun karlaliðs félagsins af Herberti Guðmundssyni. Benedikt var áður hjá Fjölni í Grafarvogi, en hann er öllum hnútum kunnugur í vesturbænum. Sport 27. apríl 2006 14:28
Ivey verður áfram hjá Íslandsmeisturnum Leikstjórnandinn knái Jeb Ivey mun spila áfram með Njarðvíkingum næsta vetur en hann hefur gengið frá eins árs framlengingu á samningi sínum. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta í dag. Ivey hefur um árabil verið einn allra besti leikmaður Iceland Express deildarinnar og eru þetta því góð tíðindi fyrir Íslandsmeistarana. Sport 25. apríl 2006 15:40
Sigurður áfram í Keflavík Keflvíkingar hafa framlengt samning við þjálfara sinn Sigurð Ingimundarson og mun hann því stýra liðinu áfram næsta vetur. Lið Keflavíkur olli nokkrum vonbrigðum í vor þegar það féll úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins, en þar á bæ þykir það ekki góður árangur. Keflvíkingar hafa þó ákveðið að blása til sóknar undir stjórn Sigurðar næsta vetur og ætla sér eflaust að endurheimta titilinn af grönnum sínum í Njarðvík. Sport 21. apríl 2006 14:11
Bárður tekur við ÍR Bárður Eyþórsson hefur gert fjögurra ára samning við körfuknattleiksdeild ÍR og mun sjá um þjálfun liðsins frá og með næsta vetri. Bárður hefur stýrt liði Snæfells undanfarin fimm ár með góðum árangri en er nú kominn í Breiðholtið og ætlar liðinu að vera í toppbaráttunni næsta vetur. Sport 21. apríl 2006 11:49
Njarðvíkingar Íslandsmeistarar Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla þegar liðið lagði Skallagrím í Borgarnesi í fjórðu viðureign liðanna 81-60. Njarðvíkingar eru vel að titlinum komnir eftir að frábær varnarleikur var lykillinn að fyrsta sigri félagsins á Íslandsmótinu síðan árið 2002. Brenton Birmingham hjá Njarðvík var kjörinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígisins. Sport 17. apríl 2006 21:40
Öruggur sigur Njarðvíkinga Njarðvíkingar burstuðu Skallagrím 107-76 í dag og hafa því náð 2-1 forystu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Brenton Birmingham var stigahæsti leikmaður vallarins og skoraði 32 stig fyrir Njarðvíkinga, þar af 8 þriggja stiga körfur, og Jeb Ivey kom næstur með 24 stig. Hjá Skallagrími var Jovan Zdravevski stigahæstur með 17 stig og George Byrd skoraði 16 stig. Næsti leikur er í Borgarnesi á mánudagskvöldið, en sá leikur verður einnig sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Sport 15. apríl 2006 17:30
Miklir yfirburðir Njarðvíkinga Njarðvíkingar eru að valta yfir Borgnesinga í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, en staðan í Njarðvík eftir þrjá leikhluta er 87-64. Það má því væntanlega fara að slá því föstu að Njarðvíkingar fari með sigur af hólmi í dag og geti því tryggt sér titilinn í Borgarnesi á mánudagskvöldið. Sport 15. apríl 2006 17:14
Njarðvík með örugga forystu Njarðvíkingar eru heldur betur í stuði á heimavelli sínum gegn Skallagrími í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Njarðvík hefur yfir 60-37 í hálfleik og fram að þessu er eins og aðeins eitt lið sé á vellinum. Þeir Brenton Birmingham (23 stig) og Jeb Ivey hafa til að mynda skorað samtals 10 þriggja stiga körfur í hálfleiknum og fátt í stöðunni sem bendir til annars en að Njarðvíkingar séu að ná yfirhöndinni í einvíginu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Sport 15. apríl 2006 16:38
Skallagrímur jafnaði metin Skallagrímur jafnaði í kvöld metin í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla þegar liði skellti Njarðvík á heimavelli sínum í Borgarnesi 87-77. Heimamenn voru skrefinu á undan allan leikinn og eru vel að sigrinum komnir. Næsti leikur fer fram í Njarðvík. Sport 10. apríl 2006 21:31
Skallagrímur yfir í hálfleik Skallagrímur hefur yfir 42-38 gegn Njarðvík þegar flautað hefur verið til leikhlés í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn, en leikurinn fer fram í Borgarnesi. Heimamenn náðu mest 17 stiga forystu í fyrri hálfleiknum og hittu mjög vel úr langskotum sínum. Gestirnir hafa síðan vaknað til lífsins og náð að minnka mun heimamanna niður í aðeins 4 stig. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Sport 10. apríl 2006 20:38
Viðsnúningur í Njarðvík Njarðvíkingar hafa snúið dæminu við í fyrsta leiknum við Skallagrím í úrslitum Iceland Express deildarinnar, því þeir hafa nú 11 stiga forystu þegar flautað hefur verið til hálfleiks 43-32. Skallagrímur skoraði aðeins 9 stig í öðrum leikhluta. Jeb Ivey er stigahæstur heimamanna með 11 stig, en Axel Kárason og George Byrd hafa skorað 8 stig hvor fyrir gestina úr Borgarnesi. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 8. apríl 2006 16:38
Skallagrímur yfir eftir fyrsta leikhluta Skallagrímur hefur yfir 23-19 eftir fyrsta leikhluta í fyrsta leik úrslitaeinvígisins við Njarðvík í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn þar sem Svali Björgvinsson og Friðrik Ingi Rúnarsson lýsa leiknum af mikilli innlifun, dýpt og þunga. Sport 8. apríl 2006 16:18
Skallagrímur í úrslit Skallagrímur er kominn í úrslit Iceland Express-deild karla í körfubolta eftir frækinn sigur á Keflvíkingum í oddaleik í Keflavík í kvöld 84-80. Þetta er sannarlega sögulegur sigur fyrir Val Ingimundarson þjálfara Skallagríms, sem bar þarna sigurorð af yngri bróður sínum Sigurði Ingimundarsyni, þjálfara Keflavíkur. Leikurinn var æsispennandi í lokin, en Keflvíkingar gerðu dýr mistök á lokasprettinum og voru í raun langt frá sínu besta þegar allt var undir í oddaleiknum í kvöld. Sport 6. apríl 2006 20:56
Rafmögnuð spenna í Keflavík Staðan í leik Keflavíkur og Skallagríms að loknum þriðja leikhluta er 61-60 fyrir gestina úr Borgarnesi, en heimamenn hafa heldur betur spýtt í lófana í síðari hálfleik eftir að hafa verið 14 stigum undir í hálfleik. Þær verða því væntanlega æsilegar síðustu tíu mínúturnar í leiknum, þar sem ræðst hvort liðið mætir Njarðvíkingum í úrslitum. Sport 6. apríl 2006 20:31
Skallagrímur leiðir í hálfleik Skallagrímur hefur nokkuð óvænta forystu í Keflavík í oddaleik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfubolta. Staðan í hálfleik er 42-28 gestunum í vil, en heimamenn hafa verið langt frá sínu besta það sem af er leiks. AJ Moye hefur skorað 12 stig fyrir Keflavík, en Hafþór Gunnarsson er kominn með 14 stig hjá Skallagrími - öll í fyrsta leikhlutanum og Pétur Guðmundsson hefur skorað 9 stig. Þá er George Byrd búinn að hirða 15 fráköst. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Sport 6. apríl 2006 19:56
Þór í úrvalsdeild Körfuknattleikslið Þórs frá Þorlákshöfn vann sér í gærkvöldi sæti í Iceland-Express deildinni á næstu leiktíð þegar liðið bar öðru sinni sigurorð af Breiðablik í umspili um laust sæti á meðal þeirra bestu. Lokatölur í gær urðu 65-60 fyrir gestina úr Þorlákshöfn sem fögnuðu gríðarlega í leikslok. Sport 5. apríl 2006 07:00
Samningur Herberts ekki endurnýjaður Nú er ljóst að KRingar munu ráða nýjan þjálfara til að taka við úrvalsdeildarliði félagsins næsta vetur því í dag tilkynnti félagið að samningur Herberts Arnarssonar yrði ekki endurnýjaður. Herbert hefur stýrt KR í tvö ár en liðið hefur ekki náð að komast í úrslitin undir hans stjórn. Sport 4. apríl 2006 16:30
Njarðvíkingar komnir í úrslit Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik þegar liðið lagði KR-inga í vesturbænum 90-85 í sveiflukenndum leik. Njarðvíkingar höfðu yfir í hálfleik 45-42. Njarðvík vann því einvígið 3-1 og mætir annað hvort Keflvíkingum eða Skallagrími í úrslitum. Sport 3. apríl 2006 21:49
Skallagrímur knúði fram oddaleik Skallagrímur vann í kvöld frækinn sigur á Keflavík á heimavelli sínum Fjósinu í Borgarnesi 94-85 og því verður hreinn úrslitaleikur í Keflavík. Heimamenn voru fimm stigum undir fyrir lokaleikhlutann en tóku öll völd á síðustu tíu mínútunum, þar sem Keflvíkingar skoruðu aðeins átta stig. Sport 3. apríl 2006 21:40
Keflvíkingar yfir eftir þriðja leikhluta Keflvíkingar hafa fimm stiga forystu gegn Skallagrími í Borgarnesi þegar þriðji leikhluta er lokið og eru því tíu mínútum frá því að tryggja sér sæti í úrslitunum. Í vesturbænum eru Njarðvíkingar í góðri stöðu gegn KR og hafa yfir fyrir lokaleikhlutann. Sport 3. apríl 2006 21:16
Keflavík yfir í hálfleik Keflvíkingar hafa yfir 50-48 í hálfleik gegn Skallagrími í fjórða leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu á Íslandsmótinu í körfuknattleik. Í vesturbænum hafa KRingar yfir 45-42 gegn Njarðvík í hálfleik. Sport 3. apríl 2006 20:45
Skallagrímur yfir eftir fyrsta leikhluta Skallagrímur hefur yfir 23-22 eftir fyrsta leikhluta í fjórða leik liðanna í Borgarnesi í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta en leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn. Þá hafa Njarðvíkingar yfir 19-16 gegn KR eftir fyrsta leikhlutann í leik þeirra í DHL-höllinni. Sport 3. apríl 2006 20:22
Skallagrímur - Keflavík í beinni á Sýn Fjórða viðureign Skallagríms og Keflavíkur í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfubolta verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19:50. Keflvíkingar hafa yfir 2-1 í einvíginu og geta því tryggt sér sæti í úrslitunum með sigri í kvöld. Þess má geta að fylgst verður með gangi mála í leik KR og Njarðvíkur í útsendingu Sýnar, en sá leikur hefst á sama tíma. Sport 3. apríl 2006 15:53
Njarðvík lagði KR Njarðvíkingar eru komnir með forystu í einvígi sínu við KR í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik eftir 91-80 sigur í þriðja leik liðanna í Njarðvík í kvöld. Njarðvíkingar geta því tryggt sér farseðilinn í úrslitin með sigri í fjórða leiknum sem fer fram á heimavelli KR. Sport 31. mars 2006 21:47
Þriðji leikur Njarðvíkur og KR í kvöld Njarðvík og KR eigast við í Njarðvík í kvöld í undanúrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Liðin hafa unnið hvort sinn leikinn og munu KRingar eflaust vilja velgja heimamönnum undir uggum í Njarðvík í kvöld eftir góðan sigur á heimavelli sínum í síðasta leik. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Sport 31. mars 2006 17:45
Íslandsmeistarabragur á Keflavík Keflvíkingar settu upp sannkallaða sýningu á heimavelli sínum í Sláturhúsinu í gær þegar Skallagrímur var í heimsókn. Heimamenn fóru á kostum og unnu mjög sannfærandi 129-79 sigur og leiða einvígið 2-1. Sport 31. mars 2006 10:05
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti