Subway-deild karla

Subway-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Lárus: Tekur á að spila gegn Ronny

    „Við spiluðum betri vörn og hittum úr sniðskotum,“ sagði Lárus Jónsson þegar hann var spurður að því hvað hans menn í Þór hefðu gert betur undir lokin í leiknum gegn Grindavík en góður lokafjórðungur gerði gæfumuninn fyrir heimamenn í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík 99-90 KR | Deildarmeistararnir náðu loks að leggja KR

    Deildarmeistarar Njarðvíkur tóku á móti KR-ingum í Ljónagryfjunni í kvöld þar sem hart var tekist á. Alvöru úrslitakeppnisleikur hér í kvöld og rífandi stemming í húsinu. KR-ingar hafa haft gott tak á Njarðvíkingum í vetur og völtuðu yfir þá síðast þegar liðin mættust, svo það má segja það hafi verið smá pressa á deildarmeisturunum fyrir þennan leik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bara slagur og stál í stál og svona verður þetta

    Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, hefur ekki riðið sérlega feitum hesti frá viðureignum sínum gegn uppeldisfélaginu KR, en fyrir leikinn í kvöld hafði hann tapað 13 af 14 síðustu leikjum gegn þeim, þar af báðum leikjunum í deildinni í vetur og seinni leiknum ansi illa. Það var annað uppi á teningnum í kvöld og því lá beinast við að spyrja hvort Benni væri loksins búinn að ná að kveða niður KR-grýluna.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Kári Jónsson: Gott að geta verndað heimavöllinn

    Kári Jónsson skoraði 21 stig fyrr í kvöld þegar Valsmenn náðu forystu í einvíginu við Stjörnuna í átta liða úrslitum Subway deildarinnar í körfuknattleik. Leikið var að Hlíðarenda og unnu Valsmenn 90-85 sigur í hörkuleik. Kári var m.a. ánægður með sóknarleik sinna manna í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Njarð­vík – Kefla­vík 98-93| Njarðvík deildarmeistari og Keflavík missti heimavallarréttinn

    Njarðvík er deildarmeistari eftir fimm stiga sigur á Keflavík í 22. umferð Subway-deildar karla. Önnur úrslit voru Keflavík óhagstæð sem þýddi að Keflavík missti heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.Hörður Axel Vilhjálmsson gat þó glaðst yfir því að hann bætti met Justin Shouse og er Hörður orðinn stoðsendingahæsti leikmaður í sögu úrvalsdeildar karla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Lárus: Þurfum að horfa á stóru myndina

    Lárus Jónsson sagði lítið að marka úrslitin í leiknum gegn Grindavík í kvöld enda heimaliðið án tveggja sterkra leikmmanna. Hann sagði Þórsara ekki geta verið alltof ósátta þó deildarmeistaratitillinn hafi runnið úr þeirra greipum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Erfiðast að vinna deildarmeistaratitilinn“

    Njarðvík tryggði sér deildarmeistaratitilinn með sigri á Keflavík 98-93. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með árangurinn í deildarkeppninni sem skilaði efsta sætinu.

    Sport
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Breiða­blik – Stjarnan 105-107 | Gríðarleg dramatík þegar Blikar misstu af sæti í úrslitakeppninni

    Breiðablik þarf að bíta í hið margfræaga súra epli að sitja eftir með sárt ennið og fara ekki í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta karla þetta árið. Þetta varð ljóst eftir 105-107 tap Blika gegn Stjörnunni en liðin áttust við í lokaumferð deildarkeppninnar í Smáranum í Kópavogi í kvöld.

    Körfubolti