Subway-deild kvenna

Subway-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Stórleikur í Keflavík í kvöld

    Í kvöld fara fram tveir leikir í Iceland Express deild kvenna í körfubolta og hefjast þeir báðir klukkan 19:15. Fjölnir og Hamar eigast við í Grafarvogi og í Keflavík mætast topplið heimamanna og Íslandsmeistarar Hauka.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Naumur sigur hjá Haukastúlkum

    Íslandsmeistarar Hauka lentu í kröppum dansi í Grafarvoginum í kvöld þegar liðið lagði Fjölni 73-71 eftir framlengdan leik í Iceland Express deild kvenna. Staðan var jöfn 63-63 að loknum venjulegum leiktíma, en Haukaliðið hélt sjó í framlengingunni og vann nauman sigur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Enn sigrar Keflavík

    Keflavík vann í kvöld sinn áttunda leik í röð í Iceland Express deild-kvenna og er liðið enn taplaust á leiktíðinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR vann Hauka

    Í dag fóru fram þrír leikir í Iceland Express deild kvenna. Íslandsmeistarar Hauka töpuðu á útivelli fyrir KR, 88-81.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sigurganga Keflavíkur heldur áfram

    Keflavíkurstúlkur halda áfram óslitinni sigurgöngu sinni í Icelan Express deild kvenna og í kvöld lagði liðið Hamar í Hveragerði 81-70 þar sem góður endasprettur tryggði Keflavík sigurinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fyrsti sigur Valsstúlkna

    Kvennalið Vals vann í dag sinn fyrsta sigur í Iceland Express deildinni þegar liðið skellti Fjölni í Grafarvogi 78-58. Liðin eru á botni deildarinnar með eitt stig hvort.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Fyrsti sigur Vals

    Valur og Hamar mættust í botnslag Iceland Express deildar kvenna í kvöld. Bæði lið voru án sigurs fyrir leikinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukasigur í framlengingu

    Haukar unnu tveggja stiga sigur á Grindavík, 88-90, í æsispennandi framlengdum leik í Grindavík í gær. Joanna Skiba fékk tækifæri til þess að tryggja Grindavík sigur á vítalínunni fimm sekúndum fyrir leikslok en klikkaði á báðum vítum sínum og það varð að framlengja.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Áfall fyrir Keflavík

    Kvennalið Keflavíkur hefur orðið fyrir miklu áfalli eftir Bryndís Guðmundsdóttir sleit krossbönd í hné í leik með unglingaflokki félagsins í gær. Bryndís hefur verið lykilmaður í sterku toppliði Keflavíkur á leiktíðinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukar og Grindavík með fullt hús

    Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild kvenna í kvöld. Haukar, Grindavík og KR unnu sína leiki en Haukar og Grindavík eru á toppnum með fullt hús stiga eftir þrjá leiki.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Þrír leikir í kvennakörfunni í kvöld

    Í kvöld fara fram þrír leikir í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. Grindavík tekur á móti Val í Grindavík klukkan 19:15 og á sama tíma mæta Haukar Fjölni á Ásvöllum. Klukkan 20 taka svo KR-ingar á móti Hamri í DHL-höllinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukar lögðu Hamar

    Einn leikur fór fram í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld. Íslandsmeistarar Hauka gerðu góða fer í Hveragerði og lögðu Hamar 85-76 eftir að hafa verið einu stigi undir í hálfleik 42-41. Haukar hafa unnið báða leiki sína í deildinni til þessa en Hamarsstúlkur eru án sigurs.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Naumur sigur hjá meisturunum

    Íslandsmeistarar Hauka unnu nauman sigur á nýliðum KR 74-71 í kvöld þegar þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. Keflvíkingar burstuðu Fjölni 88-51 og Grindavík vann auðveldan sigur á Hamri 94-65.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Handalögmál á verðlaunaafhendingu

    Til handalögmála kom milli tveggja landsliðskvenna í körfubolta eftir úrslitaleik Keflavíkur og Hauka í Meistarakeppninni í gær. Keflavík vann öruggan sigur í leiknum en nokkur hiti var í leikmönnum eftir að flautað var.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflavíkurstúlkur deildarbikarmeistarar

    Keflavíkurstúlkur tryggðu sér sigur í Powerade bikarnum í körfubolta í dag þegar þær lögðu lið Hauka í úrslitaleik 95-80. Haukaliðið vann alla titla sem í boði voru á síðustu leiktíð, en Keflvíkingar sáu til þess að þær endurtaka það ekki í ár.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Undanúrslitin í kvennaflokki í kvöld

    Í kvöld fara fram undanúrslitaleikirnir í Powerade bikarkeppni kvenna í körfubolta og fara báðir leikirnir fram í Laugardalshöllinni líkt og karlaleikirnir í gær. Haukar og Valur eigast við klukkan 19 og Keflavík og Grindavík klukkan 21. Úrslitaleikurinn er svo á laugardaginn klukkan 14.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sjö lið í IE-deild kvenna

    Nú er ljóst að aðens sjö lið munu leika í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í vetur, en keppni þar hefst þann 13. október næstkomandi. Leikin verður fjórföld umferð eða 24 leikir á lið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    A-deildin úr sögunni hjá stelpunum

    Íslenska kvenna­landsliðið á ekki lengur möguleika á að vinna riðilinn sinn í B-deild Evrópukeppninnar eftir 52-73 tap á móti Hollandi á Ásvöllum í gær en sigurvegarinn í riðlinum fer í umspil um sæti meðal A-þjóða. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa og lenti strax 4-18 undir og eftir það var á brattann að sækja. Holland var 16 stigum yfir í hálf­leik, 20-36, en munurinn var kominn niður í 13 stig, 36-49, fyrir loka­leikhlutann.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Komin aftur í KR

    Landsliðskonan Hildur Sigurðardóttir hefur ákveðið að spila með nýliðum KR í Iceland Express-deild kvenna næsta vetur en hún hefur spilað með Grindavík undanfarin tvö tímabil.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Yngvi tekur við Haukastúlkum

    Yngvi Gunnlaugsson mun í kvöld skrifa undir samning við körfuknattleiksdeild Hauka og gerast þjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu. Yngvi er öllum hnútum kunnugur hjá Haukaliðinu eftir sex ára starf með kvennaliðinu, en hann stýrði kvennaliði Breiðabliks í Iceland Express deildinni síðasta vetur. Yngvi tekur við af Ágústi Björgvinssyni.

    Sport
    Fréttamynd

    Pálína farin í Keflavík

    Besti varnarmaður Iceland Express deildar kvenna síðustu þrjú ár er farin frá Haukum og hefur því meistaraliðið misst báða fyrirliða sína fyrir næsta vetur.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ágúst að hætta með Hauka?

    Enn er óvíst hvort Ágúst Björgvinsson þjálfari Íslandsmeistara Hauka í Iceland Exress deild kvenna í körfubolta verði áfram við stjórnvölinn hjá Hafnarfjarðarliðinu. Haukar urðu í gær Íslandsmeistarar annað árið í röð þegar liðið vann seiglusigur á Keflavík en Haukastúlkur unnu einvígið 3-1. Haukar hirtu þrjá stærstu titlana, Íslandsmeistaratitilinn, deildarmeistaratitilinn og bikarmeistaratitilinn.

    Körfubolti