„Ætla að byrja á því að sofa aðeins og svo er það sumarfrí“ ,,Tilfinningin er hrikalega góð, það sveif einhvern veginn á mig þessi sæluvíma eftir leik, þetta er geggjað,“ sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, aðalþjálfari Vals, eftir sigur á Haukum sem tryggði Íslandsmeistarartitilinn. Strax í kjölfarið hellti Kiana Johnson, leikmaður Vals, vatni úr brúsa sínum yfir Ólaf. Körfubolti 2. júní 2021 22:45
„Ábyggilega það besta í heimi“ „Þetta er geggjuð tilfinning, þetta er ábyggilega eitt það besta í heimi,“ sagði Guðbjörg Sverrisdóttir, leikmaður Íslandmeistara Vals eftir þriðja sigurinn gegn Haukum. Körfubolti 2. júní 2021 22:26
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 74-65 | Sópurinn á lofti og Valur Íslandsmeistari Valur er Íslandsmeistari í körfubolta! Til hamingju Valskonur! Körfubolti 2. júní 2021 21:48
Hafa ekki tapað í 130 daga með Helenu og Hildi og geta orðið meistarar í kvöld Valur verður Íslandsmeistari í Domino's deild kvenna í körfubolta vinni liðið Hauka á heimavelli sínum í kvöld. Valsliðið hefur ekki tapað í 130 daga með tvo bestu íslensku leikmennina sína í búning. Körfubolti 2. júní 2021 16:00
Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr Domino's deildinni Snæfell verður ekki með lið í Domino's deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð en stjórn körfuknattleiksdeildar Snæfells hefur ákveðið að gefa eftir sæti sitt í deildinni. Körfubolti 2. júní 2021 15:46
„Þegar maður eignast barn og missir af öllu undirbúningstímabilinu þá finnur líkaminn auðvitað fyrir því“ „Ég er ótrúlega stolt af liðinu. Mér fannst við gera ótrúlega vel,“ sagði Helena Sverrisdóttir þegar hún mætti í spjall við Pálínu Gunnlaugsdóttir og sérfræðinga Dominos Körfuboltakvölds eftir annan sigur Vals á Haukum. Körfubolti 31. maí 2021 16:00
„Þegar ég sá viðhorfið hennar vissi ég að þær myndu ekki vinna þennan leik“ Sérfræðingar Domino's Körfuboltakvölds voru ekki sáttir með viðhorf Alyeshu Lovett í leik Hauka og Vals í úrslitum Domino's deildar kvenna í gær. Valskonur unnu, 65-71, og eru nú einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum. Körfubolti 31. maí 2021 14:00
Helena tók bæði stigametið og frákastametið af Önnu Maríu í gærkvöldi Helena Sverrisdóttir er eftir gærkvöldið sá leikmaður sem hefur skorað mest, tekið flest fráköst og gefið flestar stoðsendingar í lokaúrslitum kvenna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Körfubolti 31. maí 2021 13:00
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 65-71 | Risaþristar réðu úrslitum í stórskemmtilegum leik Valskonur eru komnar í 2-0 í úrslitaeinvíginu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Annar sigur Valskvenna kom í Hafnarfirði í kvöld, 65-71 urðu lokatölur en stórir þristar á lokamínútunum tryggðu gestunum sigurinn. Körfubolti 30. maí 2021 23:22
Bjarni Magnússon: Þessi þrjú litlu atriði spila stóran þátt í þessu tapi Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var eðlilega svekktur eftir tap liðsins gegn Val í úrslitaeinvígi Domino's deildar kvenna. Hann segir að liðið hafi gert vel í 37 mínútur í kvöld, en seinustu þrjár mínúturnar hafi farið með leikinn. Körfubolti 30. maí 2021 23:13
Má alveg velta fyrir sér hversu gáfuleg ákvörðun það var að láta hana sitja út af á þessum tímapunkti Valur vann Hauka í fyrsta leik úrslitaeinvígis Domino´s deildar kvenna á fimmtudagskvöld. Ákvörðun þjálfara Hauka að kippa Alyeshu Lovett af velli í síðari hálfleik vakti athygli Domino´s Körfuboltakvölds. Körfubolti 29. maí 2021 13:31
„Það var rosalegur hrollur í þeim“ Það er líklega ekki hægt að finna lið sem hefur byrjað úrslitaeinvígi verr en Haukakonur í lokaúrslitum Domino's deild kvenna í körfubolta í gær. Haukar töpuðu fyrsta leikhlutanum 18-2 og náðu aldrei að vinna það upp það sem eftir lifði leiks. Körfubolti 28. maí 2021 12:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 58-45 | Haukar byrjuðu einum leikhluta of seint Valskonur tóku í kvöld forystu í einvíginu við Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta, með 58-45 sigri á Hlíðarenda í fyrsta leik. Körfubolti 27. maí 2021 23:05
„Þykir auðvitað vænt um þær innst inni en þegar leikurinn er í gangi þá gleymum við því“ „Við vildum gefa þeim fyrsta kjaftshöggið en vorum náttúrulega ekki alveg búnar undir að þær myndu bara skora eina körfu,“ sagði Helena Sverrisdóttir um ótrúlegan fyrsta leikhluta einvígis Vals og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn. Körfubolti 27. maí 2021 22:40
Allar nokkrum prósentum betri eftir komu Söru og von á æsilegu einvígi „Þetta einvígi verður æsispennandi og býður upp á gæðakörfubolta,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir um úrslitaeinvígi Vals og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna. Körfubolti 27. maí 2021 10:00
„Geta ekki leyft sér að mæta svona í úrslitaeinvígið“ Ljóst varð á föstudag að Valur og Haukar munu etja kappi í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Einvígið hefst á fimmtudagskvöld en rýnt var í það sem framundan er í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöld. Körfubolti 23. maí 2021 09:00
Umdeildur dómur hafði mikið að segja á Hlíðarenda Valskonur unnu 78-74 sigur á Fjölni í undanúrslitaeinvígi liðanna í Domino's deild kvenna í körfubolta í gær. Valur fékk tvö vítaköst undir lok leiks, í stöðunni 74-74, sem réðu miklu um úrslitin. Rýnt var í dóminn í Domino's körfuboltakvöldi í gærkvöld. Körfubolti 22. maí 2021 12:45
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 80-50 | Haukar sópuðu Keflavík og mæta Val í úrslitum Haukar eru komnir í úrslitaeinvígi Domino´s deildar kvenna þar sem þær mæta liði Vals. Haukar sópuðu Keflavík í sumarfrí í kvöld með stórsigri á heimavelli. Körfubolti 21. maí 2021 23:00
Sara Rún: Við gerðum þetta saman „Ég er virkilega ánægð. Við mættum tilbúnar, Keflavíkurstelpurnar voru flottar í þessari seríu og þetta voru skemmtilegir leikir, “ sagði Sara Rún Hinriksdóttir leikmaður Hauka eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi Domino´s deildar kvenna. Körfubolti 21. maí 2021 22:20
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fjölnir 78-74 | Deildarmeistarar Vals sópuðu Fjölni úr leik og eru komnar í úrslitaeinvígið Valur tryggði sér farseðilinn í úrslitaviðureign Domino´s deildar kvenna þetta árið eftir að hafa sópað út Fjölni 3-0. Fjölnir byrjaði leikinn betur en eftir að Valur þétti raðirnar varnarlega fór þetta að ganga betur hjá þeim. Körfubolti 21. maí 2021 20:30
Þetta einvígi skyggir á frábært tímabil hjá okkur sem nýliðar Nýliðar Fjölnis eru úr leik eftir að hafa tapað einvíginu á móti Val 3-0. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi en Valur vann að lokum 78-74 og var þjálfari Fjölnis Halldór Karl Þórsson svekktur að leiks lokum Körfubolti 21. maí 2021 20:15
Tvöfalt fleiri áhorfendur leyfðir á þriðjudag Frá og með næsta þriðjudegi mega 300 áhorfendur vera í hverju sóttvarnahólfi, í stað 150 áður, á íþróttakappleikjum á Íslandi. Sport 21. maí 2021 13:36
„Ruslakonan“ Ásta Júlía fékk mikið hrós í Domino´s Körfuboltakvöldi Ásta Júlía Grímsdóttir átti mjög flottan leik þegar Valskonur komust í 2-0 á móti Fjölni í undanúrslitum Domino´s deildar kvenna en frammistaða hennar var tekin sérstaklega fyrir í Domino´s Körfuboltakvöldi eftir leikinn. Körfubolti 18. maí 2021 11:01
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Haukar 68-80 | Útlitið dökkt fyrir Keflvíkinga Haukar eru í afar vænlegri stöðu í undanúrslita einvíginu eftir 68-80 sigur í Keflavík í kvöld. Körfubolti 17. maí 2021 23:55
„Maður hefur nokkru sinnum skotið á þessar körfur í gegnum alla yngri flokkana“ Haukar eru komnar í 2-0 forystu í undanúrslita einvígi sínu við Keflavík eftir 68-80 sigur á Reykjanesinu í kvöld. Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í liði gestanna í kvöld en Sara Rún er uppalin Keflvíkingur. Körfubolti 17. maí 2021 22:59
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Valur | Deildarmeistararnir komnar í 2-0 eftir sigur í Dalhúsum Valur tók 2-0 forystu í einvíginu við Fjölni eftir sigur í Dalhúsum. Leikurinn var spennandi framan af leik en Valskonur voru betri í 4. leikhluta og unnu að lokum 7 stiga sigur 76 - 83. Körfubolti 17. maí 2021 21:16
Dagbjört Dögg: Þetta var harka frá upphafi leiks Deildarmeistarar Vals unnu annan leikinn í seríunni á móti Fjölni í kvöld. Leikurinn var jafn framan af leik en góður endasprettur Vals varð til þess að þær unnu 76 - 83. Dagbjört Dögg Karlsdóttir leikmaður Vals gerði 8 stig í leiknum og var kát með sigurinn. Sport 17. maí 2021 20:37
Fyrsti leikur í úrslitakeppni í Dalhúsum í meira en fimmtán ár Fjölniskonur taka í kvöld á móti deildarmeisturum Vals í Íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna í körfubolta. Körfubolti 17. maí 2021 15:45
Körfuboltakvöld kvenna: Keflavík fann engin svör við vörn Hauka Í Körfuboltakvöldi kvenna í gærkvöldi var farið yfir fyrsta leik Hauka og Keflavíkur í úrslitakeppni Domino's deildarinnar. Sérfræðingar kvöldsins voru sammála um það að Keflvíkingar hafi átt í erfiðleikum með að finna svör við þéttri vörn Hauka. Körfubolti 15. maí 2021 10:00
Heimaslátrun á Hlíðarenda Valskonur tóku á móti Fjölni í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Domino's deildar kvenna í kvöld. Yfirburðir Vals voru algjörir, og þær lönduðu að lokum 41 stigs sigri, 90-49. Körfubolti 14. maí 2021 21:49