Þjóðadeild UEFA

Þjóðadeild UEFA

Þjóðadeildin er keppni á vegum Knattspyrnusambands Evrópu sem fer fram á haustin á tveggja ára fresti, áður en undankeppnir Evrópu- og Heimsmeistaramóta hefjast.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Bella­my skammaði blaða­menn eftir leik

    Craig Bellamy þjálfari landsliðs Wales var ekki alls kostar sáttur með þá bresku blaðamenn sem mættir voru á blaðamannfund eftir jafntefli Íslands og Wales í gær. Bellamy hrósaði íslenska liðinu í hástert á fundinum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Við munum læra margt af þessu“

    „Þið pressuðuð bara hærra,“ sagði Craig Bellamy, þjálfari Wales, aðspurður hverju íslenska liðið hefði breytt í hálfleik til að snúa leiknum sér í vil. Wales var tveimur mörkum yfir og hafði verið mun hættulegri aðilinn þegar flautað var til hálfleiks, en Ísland jafnaði leikinn og komst grátlega nálægt því að setja sigurmarkið undir lokin.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Við hefðum átt að skora fleiri mörk í seinni hálf­leik“

    „Svart og hvítt hjá okkur þessir tveir hálfleikar. Í fyrri hálfleik ná þeir að spila sig út úr pressunni, við náðum ekki að klukka þá og okkur vantaði kraft í pressuna. Töluðum um það í hálfleik og gerðum töluvert betur í seinni hálfleik, allt annað að sjá liðið,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson eftir 2-2 endurkomujafntefli gegn Wales á Laugardalsvelli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Van Dijk fékk rautt spjald í kvöld

    Virgil van Dijk var rekinn af velli í kvöld þegar Holland og Ungverjaland gerðu 1-1 jafntefli í Þjóðadeildinni. Þjóðverjar unnu Bosníumenn á sama tíma og Svíar gerðu 2-2 jafntefli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hareide: „Við gerðum skelfi­leg mis­tök“

    „Ég er mjög vonsvikinn því við spiluðum ekki eins og til stóð í fyrri hálfleiknum. Við gerðum skelfileg mistök sem eiga ekki að sjást í alþjóðlegum fótbolta,“ sagði Åge Hareide, þjálfari Íslands, eftir 2-2 jafnteflið við Wales í Þjóðadeildinni í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ben Davies: Synd að hafa ekki spilað með Gylfa

    „Við reiknum með erfiðum leik. Það eru margir erfiðir útivellir í Evrópu og þetta er einn af þeim,“ segir Tottenham-maðurinn Ben Davies sem verður fyrirliði Wales gegn Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld, í Þjóðadeildinni í fótbolta.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Bella­my: Jói lykla­kippan en kann al­veg að tuða

    „Því meira sem ég sé af íslenska landsliðinu því hrifnari er ég,“ segir Craig Bellamy, þjálfari velska landsliðsins í fótbolta, sem ætlar með þrjú stig heim af Laugardalsvelli í kvöld. Hann þekkir fyrirliða íslenska liðsins, Jóhann Berg Guðmundsson, ansi vel.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Heiglar sem ráðast á vina­lega Ís­lendinginn

    „Þessi sigur sýnir það hljóða starf sem Heimir Hallgrímsson hefur unnið fyrir Írland á bakvið tjöldin,“ skrifar Írinn Pat Dolan, fyrrverandi leikmaður og knattspyrnustjóri, í pistli í Irish Mirror eftir fyrsta sigur Heimis sem landsliðsþjálfari Íra. Heimir sé ekki vandamál írsks fótbolta en gæti verið lausnin.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Vonandi getum við nýtt okkur mína kunn­áttu“

    „Hann er frá­bær þjálfari sem veit ná­kvæm­lega hvernig hann vill spila fót­bolta," segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrir­liði ís­lenska lands­liðsins, sem þekkir vel til þjálfara Wa­les sem Ís­land mætir í Þjóða­deild UEFA í kvöld. Hann vonast til að fólk fjölmenni á leik kvöldsins og að Laugardalsvöllur verði aftur að því vígi sem hann var á sínum tíma.

    Fótbolti