Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Litrík hausttíska að mati Dana - myndir

Kaupmannahöfn fylltist af tískuunnendum um helgina þegar tískuvikan fór fram hjá frændum okkar í Danmörku. Dönsk merki á borð við Malene Birger, Bruuns Bazaar og Henrik Vibskov sýndu komandi hausttísku, sem var litríkari í ár en oft áður. Litir á borð við appelsínugulan, gulan, grænan og bláan voru áberandi í annars einföldum og víðum sniðum. Jakkafatabuxur, litríkar skyrtur og þykkar prjónapeysur verða haustflíkurnar í ár ef marka má Danina, sem oftast eru með puttana á púlsinum þegar kemur að fatatískunni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Gull og glamúr

Tískurisarnir keppast nú við að leggja línurnar fyrir sumarið og er óhætt að segja að gullið verði áfram áberandi í skartinu.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Átta hönnuðir af nýrri kynslóð

Ný kynslóð bandarískra hönnuða hefur stigið fram á sjónarsviðið og vekur athygli að stór hluti þeirra er ættaður frá Asíu. Alexander Wang er til dæmis rísandi stjarna innan tískuheimsins sem og Richard Chai og Jason Wu.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Þungavigtarmaður í fagráði fyrir RFF

Í ár fer tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival fram dagana 30. mars til 1. apríl og verða tískusýningar bæði í Hörpunni og í Gamla bíói en Þórey Eva Einarsdóttir er framkvæmdastjóri RFF. Umsóknarfrestur fyrir hönnuði rann út í síðustu viku og var aðsóknin framar vonum. „Alls sóttu 35 hönnuðir um og í raun öll stærstu nöfnin í íslenska fatahönnunarbransanum í dag. Það verður mjög erfitt fyrir fagráðið að sía út,“ segir Ellen Loftsdóttir, stílisti og listrænn stjórnandi RFF en mörg þekkt nöfn sitja í fagráðinu í ár.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Litadýrð og loðkragar fyrir herrana

Herratískan í Mílanó var sýnd í síðustu viku en þar kenndi ýmissa grasa í herratískunni fyrir komandi haust og vetur. Loðfóðraðir gallajakkar og úlpur voru áberandi, síðir ullarfrakkar með loðkraga og munstraðar prjónapeysur voru áberandi.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Margmenni á opnun Stellu McCartney

Fatahönnuðurinn Stella McCartney er áhrifamikil innan tískuheimsins og fatnaður hennar í uppáhaldi hjá mörgum. Það kom því engum á óvart að stjörnurnar flykktust á búðaropnun hjá dömunni sem opnaði sínu fyrstu búð í Sohohverfinu í New York í vikunni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fatnaður sem vex með börnum

Íris Bjarnadóttir fatahönnuður hannar skemmtileg föt á börn undir heitinu Pjakkar auk kvenfatnaðs undir eigin nafni. Flíkurnar sem hún hannar eru fallegar, þægilegar en umfram allt notadrjúgar.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Tíu vinsælustu fyrirsætur ársins

Tískutímaritið Vogue útnefndi nýverið tíu vinsælustu fyrirsætur ársins. Athygli vakti að fyrirsæturnar eru flestar komnar vel á þrítugsaldurinn og ekki á barnsaldri eins og oft hefur verið. Efsta sætið hreppti fyrirsætan Arizona Muse.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Mæðgur skulu ekki deila fötum

Carine Roitfeld, fyrrverandi ritstjóri franska Vogue, ræddi tísku og blaðaútgáfu við The Guardian um síðustu helgi og ráðlagði mæðrum að fá aldrei lánuð föt dætra sinna.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Blæs á samstarf við H&M

Fatahönnuðateymið Stefano Gabbana og Domenico Dolce segist aldrei ætla að fara í samstarf við verslanakeðjur á borð við sænska verslanarisann Hennes & Mauritz.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Jólaförðunin: Glæsileiki & jólagleði

Jólaboð eru fram undan hjá mörgum og gaman getur verið að klæðast sínu fínasta pússi og setja svolítinn lit á kinnarnar. Björg Alfreðsdóttir hjá MAC sýnir fallega jólaförðun sem allir ættu að geta leikið eftir áður en haldið er á jólaball.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Brasilískur trommari nýtt andlit Chanel

Fyrirsætan og trommarinn Alice Dellal er nýtt andlit Chanel-tískuhússins. Það er sjálfur Karl Lagerfeld sem stendur bak við linsuna í auglýsingaherferðinni sem sýnir nýja töskulínu Chanel. Í tilkynningu frá tískumerkinu segir eftirfarandi: „Lagerfeld hitti Alice Dellal fyrst í myndatöku fyrir nokkrum mánuðum og hreifst strax af einstakri og heillandi framkomu fyrirsætunnar og tónlistarkonunnar.“

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Þær best klæddu árið 2011

Árið er senn á enda og nú keppast fjölmiðlar um að gera það upp á ýmsa vegu. Tískublöð á borð við Vogue, Vanity Fair og Glamour hafa þannig birt lista yfir best klæddu konur, og systur, ársins 2011. Listarnir eru nokkuð ólíkir og á lista Vanity Fair má sjá nöfn ýmissa framakvenna á meðan söng- og leikkonur verma efstu sæti lista Glamour. Föstudagur bar saman konurnar á þessum listum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Boðið að sýna á New York Fashion Week

"Jú, þetta var hálf ótrúlegt allt saman,“ segir Halldóra Eydís Jónsdóttir skóhönnuður, sem er nýkomin heim frá New York þar sem hún sýndi sína fyrstu skólínu á skósýningu The Fashion Footwear Association of New York, líkt og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Hönnun Halldóru vakti mikla athygli og hún er kampakát með viðbrögðin. "Fólk var mjög hrifið af básnum okkar. Það er ekki auðvelt að vera eitt af nýju merkjunum þarna, en ég skar mig úr og sumir göptu af undrun þegar þeir sáu hráefnið í skónum.“

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Auðvelda útrás hönnunar

"Við höfum lengi verið með þessa hugmynd i kollinum og ákváðum svo að flytja til Berlínar og kýla á þetta í haust,“ segir Tinna Pétursdóttir ein af eigendum fyrirtækisins Boxer Nation, sem er dreifingarþjónusta fyrir hönnuði.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Blogga um hugmyndir og hönnun

Systurnar Anna Kristrún og Björg Gunnarsdætur halda úti blogginu Overonecoffee.com en þar er að finna fallega hönnun og sniðugar lausnir í hversdeginum. Bloggið er mjög vinsælt og fær um þrjú þúsund flettingar daglega. „Nafnið kom til vegna þess að bloggið er eitthvað sem maður dundar sér við að skoða yfir einum kaffibolla,“ segir Anna Kristrún Gunnarsdóttir verkefnastjóri sem heldur úti blogginu Overonecoffee.com ásamt systur sinni Björgu Gunnarsdóttur, margmiðlunarhönnuði.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Setja á markað handgerða fylgihluti með karakter

Mariko Margrét Ragnarsdóttir og Ólöf María Ólafsdóttir, betur þekkt sem Marý, eru hönnuðirnir á bak við merkið MARYMARIKO. Þær hanna fylgihluti úr endurnýttum efniviði. "Við höfum alltaf haft gaman af því að hanna og skapa með höndunum,“ segja Mariko Margrét Ragnarsdóttir sem hefur stofnað merkið MARYMARIKO ásamt vöruhönnuðinum Ólöfu Maríu Ólafsdóttur, betur þekkt sem Marý.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ást við fyrstu sýn hjá ritstjóra

"Jú, þetta er frábær auglýsing," segir vöruhönnuðurinn Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir. Fyrir helgi birtist umfjöllun um Not Knot-púða Ragnheiðar á einu af vinsælustu hönnunarbloggum Bandaríkjanna, Design Milk, en daglega sjá á bilinu hálf milljón til tveggja milljóna lesenda efnið sem birtist á síðunni. Það var sjálfur ritstjóri síðunnar sem skrifaði um púðana og sagði það hafa verið ást við fyrstu sýn þegar hún rak aukun í þá. Púðana gerir Ragnheiður úr íslensku einbandi.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Barnvæn vinnustofa

Vala Magnúsdóttir hefur drifið óvenjulegt verkefni af stað. Ólátagarður er hönnunarverslun með barna- og barnatengda vöru sem býður auk þess upp á opna vinnustofu. Þar geta foreldrar og börn föndrað vörur sem Vala framleiðir undir heitinu Ólátagarðshönnun

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Að fara ekki í jólaköttinn

Jólakötturinn er nýr spilastokkur eftir Stefán Pétur Sólveigarson vöruhönnuð. Spilið miðast við yngstu spilamennina og gengur út á að safna samstæðum jólasveinum og lenda ekki í jólakettinum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fyrirsætunnar Loulou de la Falaise minnst

Tískuíkonið Loulou de la Falaise lést í byrjun mánaðarins aðeins 63 ára að aldri. Falaise var músa, samstarfskona og ein besta vinkona hönnuðarins Yves Saint Laurent, sem hannaði Le Smoking-kvenjakkafötin fyrir áhrif frá henni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Innlit til Lukku - Huggulegt hverfi með skuggahlið

Lukka Sigurðardóttir býr ásamt fjölskyldu og gæludýrum í Bústaðahverfinu. Lukka er nemandi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Hún var í hópi myndlistarmanna sem tók þátt í listasýningunni InterMost "Elusive Intimacy" í Gallery K4 í Prag.

Tíska og hönnun