Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Barnvænt hús í Belgíu

DmvA arkítektar hönnuðu húsið sem skoða má í meðfylgjandi myndasafni. Húsið, sem er í Belgíu, var teiknað fyrir fjölskyldufólk sem lagði ríka áherslu að húsið væri barnvænt og að umferðin fyrir utan húsið hyrfi um leið og stigið væri inn í það. Garðurinn snýr ekki að götunni og það á einnig við um svefnherbergin og stofuna.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Litaðar gallabuxur rokka

Meðfylgjandi má m.a. sjá myndir af Hollywoodstjörnum eins og Kylie Minogue, Siennu Miller, Hayden Panettiere, Hilary Duff og Khloe Kardashian sem allar eiga það sameiginlegt að ganga í lituðum gallabuxum í sumar. Skoða buxurnar betur í meðfylgjandi myndskeiði.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Gaman að byrja svona vel

Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður hlaut gullverðlaun á stærstu húsgagnasýningu Bandaríkjanna, NeoCon, sem haldin er árlega í Chicago. Verðlaunin þykja mikill heiður og reynist mörgum stökkpallur í fremstu línu hönnuða á heimsvísu. Emilía fékk verðlaun í flokki sófaborða en sérstaka athygli vekur ytra að fyrsta vara hönnuðar, eins og raunin er með borð hennar, hljóti svo stóra viðurkenningu.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Þetta er almennileg lofthæð

Meðfylgjandi má skoða myndir af húsi í Tokyo í Japan hannað af Ikimono arkitektum. Við hönnun hússins, sem líkist helst skemmu, var lögð áhersla á mikla lofthæð og endalaust rými sem lætur íbúum hússins líða eins og þeir séu staddir úti en ekki inni. Ryðfrítt stál er aðaluppistaða hússins eins og sjá má á myndunum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Lela Rose - haust 2011

Fatahönnuðurinn Lela Rose fékk hugmyndina að munstrinu sem hún notar í haustlínunni sinni fyrir árið 2011, sem skoða má í myndasafni, á listasýningu þýska listamannins Gerhard Richter í Chicago. Sjá haustlínu Lelu í meðfylgjandi myndasafni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Kalt hús í steikjandi hitanum

Meðfylgjandi má sjá glæsilegt hús í Aigina í Grikklandi hannað af arkitektinum Helen Sfakianaki. Eins og sjá má í myndasafni kjósa íbúar hússins að kæla sig niður í miðhlutanum, eða öllu heldur í skugganum þar sem gluggar hússins eru færanlegir. Bæði lag og útlit hússins harmonerar afskaplega vel við hlýtt loftslagið og fagurblátt hafið. Sjá myndir hér.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hrá steypan nýtur sín þarna

Meðfylgjandi má skoða hús í Schliersee í Þýskalandi. Við byggingu hússins var lögð rík áhersla á einfaldleikann. Eins og sjá má er flæðið gott í húsnæðinu þar sem viðurinn mætir steypunni á ljómandi fallegan hátt.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Mjúkar og léttar línur að sunnan

Tískuvikan í Ástralíu var haldin hátíðleg fyrstu vikuna í maí og var margt fallegt að sjá á tískupöllunum þar eins og myndirnar bera vitni um. Forvitnilegt er að fylgjast með tískustraumunum sem þar ríkja og eru ástralskir hönnuðir engir eftirbátar þeirra frönsku eða ítölsku.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Klikkað kaffihús

Mocha – Mojo er kaffihús í Chennai á Indlandi eftir Mancini arkítekta þar sem húsgögn staðarins eru að mestu dýnur og púðar. Kaffihúsið er ævintýralegt, eins og sjá má í myndasafni, nánast í líkingu við Legoland. Áhersla var lögð á að skapa þrívíddar umhverfi á staðnum sem heppnaðist líka svona afburða vel.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Stórar og ýktar augabrúnir eru málið

Stúlkur, fleygið plokkaranum og leyfið augabrúnunum að vaxa villtum. Á tískupöllunum í haust mátti víða sjá fyrirsætur bera ýktar og dökkar augabrúnir með sóma og eiga augabrúnirnar því að taka vaxtarkipp með gróðrinum í vor.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Gamlir gimsteinar í Nostalgíu

Verslunin Nostalgía við Laugaveg hefur fyrst verslana tekið til sölu "vintage“ hönnunarflíkur og geta tískuunnendur nú fest kaup á kjólum frá Pucci og Yves Saint Laurent, skóm frá Prada, tösku frá Moschino og ýmsu öðru girnilegu.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Egglaga hús

Veggirnir í egglaga húsi, sem skoða má í meðfylgjandi myndasafni, eftir dmvA arkítekta, eru afskaplega vel nýttir. Sofa má í hliðum hússins, elda, vaska upp sem og geyma ýmsa hluti. Þá er einnig klósett í öðrum enda hússins. Húsið, sem er á stærð við hjólhýsi, má nota sem gestaherbergi, vinnustofu eða móttöku. Það er færanlegt hvert sem er.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hvítt, hið nýja svart

Þrátt fyrir yfirvofandi litadýrð í sumartískunni verður hvíti liturinn einnig áberandi og hafa rómantískir kjólar, hvítar blúndur og gegnsæ pils sjaldan verið heitari.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fjölskylduvænt hús þar sem sólin skín

Arkitektinn Bernando Rodrigues lagði ríka áherslu á að öllum fjölskyldumeðlimum liði vel í húsinu eftir hann sem skoða má í meðfylgjandi myndasafni. Húsið, sem er staðsett á Azore, eyjaklasa í Atlantshafi vestur af strönd Portúgals þar sem hlý sólin kemur upp í suðri og kaldur vindurinn blæs úr norðri, er skemmtilega hannað með tilliti til veðráttunnar þar sem börnin geta svo sannarlega unað sér vel á þakinu.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sælureitur neðanjarðar

Meðfylgjandi má sjá myndir af einstöku húsi sem er staðsett í svissnesku Ölpunum. Húsið þykir merkilegt fyrir þær sakir að það er grafið ofan í jörðina í fjallshlíð. Eins og sjá má á myndunum er útsýnið mikilfenglegt, dagsbirtan fær að njóta sín og rýmið vel nýtt.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Gulur, rauður, grænn og blár

Dökkir litir hafa verið ríkjandi í snyrtivörum í vetur en nú taka bjartari tímar við. Pastellitir, appelsínugulir tónar og fallegir fjólubláir litir munu leysa af dökka varaliti og svört naglökk.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Brilljant hönnun skemmtilegra hluta

Í meðfylgjandi myndasafni má finna myndir af hlutum þar sem ýmsir ungir hönnuðir hafa skemmtanagildið að leiðarljósi við hönnun hluta með hversdagleg notagildi. Það er skemmtilegt að krydda upp á tilveruna með fallegum hlutum og á það ekki síst við þegar hugmyndin á bak við hlutinn er jafn brilljant og margar af þeim sem sjá má í þessu skemmtilega myndasafni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fékk tíu fyrir barnalínu

Herdís Björk Þórðardóttir útskrifaðist með einkunnina 10 í grafískri hönnun við Myndlistaskólann á Akureyri síðastliðinn þriðjudag. Hún hannaði vörulínu fyrir börn sem nefnist Bimbi.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Flott fyrir sumarið - Hrafnhildur Hólmgeirs

Sé einhver í vafa um hvað sé heitt í tískunni í sumar þarf ekki að örvænta mikið lengur því Föstudagur leitaði til þriggja landsþekktra stílista og fékk þá til að deila því með lesendum hvað þarf að eignast fyrir sumarið.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Flott fyrir sumarið - Alda Guðjóns

Í síðustu viku fengu landsmenn loks svolítið sumarveður og vakti það upp þrána eftir betri tíð með blóm í haga. Borgarbúar tóku sólinni fagnandi og dregið fram stuttbuxur, sandala og ermalausa kjóla henni til heiðurs.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Rómantískt goth frá Karli Lagerfeld

Línur tískuhússins Chanel fyrir þetta ár eru unglegri og frjálslegri en oft áður og vaknar því upp sú spurning hvort Lagerfeld sé að reyna að ná til yngri markhóps. Vor- og sumarlína Chanel var nokkuð einstök. Línan er eins og draumkennd blanda af Chanel-klassík og fáguðu „gothi" og ef vel er rýnt má sjá svolítið af tíunda áratugnum þarna líka (í formi þykksóla sandala).

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Mjúkur ævintýraheimur

Stórir ruggusvanir, klæddir mjúkri gæru og prjóni, með goggum úr roði eru hluti af nýrri vörulínu Bryndísar Bolladóttur textílhönnuðar sem kallast Lokkandi. Línan er sérstaklega ætluð börnum.

Tíska og hönnun