Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Vill alls ekki léttast

Tíska Alber Elbaz, yfirhönnuður Lanvin, segist ekki hafa neitt á móti því að tískukeðjur á borð við Topshop og H&M hermi eftir hönnun hans.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Rokkuð Miley

Söngkonan Miley Cyrus, 19 ára, var mynduð með nýju hárgreiðsluna, sem fer henni bara mjög vel, að versla í New York í gærdag. Hún keypti notaðan fatnað í kílóavís áður en hún stökk í leigubíl. Útlit söngkonunnar hefur breyst töluvert síðan hún aflitaði og klippti hárið stutt úr saklausu syngjandi Disney-stúlkunni yfir í skvísu með drengjakoll klædd í grófa skó með keðjur um hálsinn.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Bæ bæ ljóska - halló brúnetta

"Ljóskan var kvödd í dag woohhaa!!," skrifar Marín Manda Magnúsdóttir athafnakona á Facebooksíðuna sína í gær ásamt mynd sem hún póstaði af sér með nýja háralitinn sem er ljósbrúnn...

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Dallas hópurinn í sparifötunum í London

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá leikara Dallas þáttanna í frumsýningarpartýi sem fram fór í London í gær en þar hafa leikararnir dvalið undanfarna daga til að kynna þættina. Eins og sjá má voru leikararnir prúðbúnir og flottir. Þættirnir hafa fengið góðar viðtökur hér á landi en þeir eru sýndir á stöð 2.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Skemmtilega skrýtnir skór

Söngkonan Rihanna, 24 ára, var í skemmtilega skrýtnum skóm í gær í Los Angeles. Rihanna, sem er vissulega leiðandi í tísku á heimsvísu, var á leiðinni á fund en hún hefur eflaust í mörgu að snúast fyrir utan það að syngja og skemmta eins og henni einni er lagið. Eins og sjá má á mynd voru skórnir hennar allsérstakir - þá sér í lagi hællinn.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Eftirlíking af Fuzzy skýtur upp kollinum í Danmörku

Dönsk hönnunarstofa sem nefnist Lop Furniture framleiðir kolla sem þykja furðu líkir Fuzzy-kollinum sem hannaður var árið 1970 af Sigurði Má Helgasyni. Vöruhönnuðurinn Svana Lovísa Kristjánsdóttir heldur úti blogginu Svartáhvítu og vakti hún fyrst athygli á málinu á síðu sinni á miðvikudag.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Litríkt tískutákn

Blaðakonan og tískutáknið Anna Piaggi lést þann 7. ágúst síðastliðinn. Piaggi átti að baki langan feril sem blaðamaður hjá ítalska Vogue og var þekkt fyrir litríkan og sérstæðan fatastíl sinn.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Dýramyndir skreyta fatnaðinn í haust

Nú streyma haustvörur í verslanir mörgum til mikillar gleði. Eitt af þeim tískutrendum sem sjá má þetta haustið eru prentaðar dýramyndir á boli, peysur og kjóla. Hægt er að blanda flottum ljónabol með vinnudragtinni sem dæmi og taka þátt í þessu skemmtiega trendi.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Er toppurinn málið?

Leikkonan Jessica Biel, 30 ára, var glæsileg þegar hún stillti sér upp á rauða dreglinum á frumsýningu kvikmyndarinnar Total Recall sem haldin var í Lundúnum í gærkvöldi. Eins og sjá má á myndunum var leikkonan klædd í hvítt pils með fjaðrabelti um sig miðja og bleika Christian Louboutin skó sem toppuðu útlitið heldur betur. En spurningin er hvort stuttur toppurinn fari Jessicu eins vel og þegar hún var með skipt í miðju. Hvað finnst þér?

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Það þarf kjark í svona breytingu

Fyrrverandi ofurfyrirsætan Yasmin Le Bon nálgast bráðum fimmtugt. Eins og sjá má á myndinni er hún búin að láta klippa á sig drengjakoll sem fer henni vel. Sumir segja hana of djarfa en Lífið segir hana líta stórkostlega út. Yasmin sem eiginkona Duran Duran söngvarans Simon LeBon er 47 ára gömul er djörf þegar kemur að því að breyta til.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sóðaleg með nýja klippingu

Söng- og leikkonan Miley Cyrus hefur verið dugleg að setja inn myndir af sér með nýju klippinguna á Twitter. Klippingin fer stúlkunni mjög vel og hún hefur vakið athygli fyrir flotta útlitsbreytingu en hún gleymdi hinsvegar að taka til...

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Mischa Barton opnar verslun í London

Leikkonan Mischa Barton opnaði tískuvöruverslun með pompi og prakt í London um helgina. Að því tilfefni bauð hún upp á rokktónlist og fría drykki. Fyrrum "OC" stjarnan hefur lengi haft áhuga á tísku og kom það því fáum á óvart að hún skyldi opna verslun. Búðin ber nafn leikkonunnar.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Kannastu við kjólinn?

Stórstjörnurnar vestanhafs hafa varla undan að koma fram á opnunum, frumsýningum og fleiri uppákomum og eitt er víst að þær láta aldrei nappa sig í sama kjólnum oftar en einu sinni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ítalía að missa tökin

Muiccia Prada, listrænn stjórnandi Prada-tískuhússins, segir að Ítalía eigi á hættu að missa stöðu sína sem eitt af leiðandi löndum í tískuheiminum. Að undanförnu hefur sala á ítölskum fatamerkjum til annarra landa aukist og þannig eru Ítalir að missa yfirhöndina í tískuheiminum. Upprennandi tískuhönnuðir frá Ítalíu yfirgefa landið í von um að getað byrjað ferilinn annars staðar. Þekktasta dæmið er hönnuðurinn Raf Simons hjá Jil Sander sem færði sig yfir til Dior vegna þess að þá jókst virði hönnunarinnar.

Tíska og hönnun