Talin ólíklegust til að komast áfram Veðbankar telja framlag Íslands til Eurovision í ár, Scared of heights í flutningi Heru Bjarkar, aðeins eiga nítján prósent möguleika á að komast áfram í aðalkeppnina. Það eru minnstu líkur allra laga sem keppa á fyrra undankvöldinu. Lífið 18. apríl 2024 22:07
Nýbökuðu hjónin kíktu í kaffi til Guðna Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari og Edgar Antonio eiginmaður hans fengu sér kaffi með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. Hjónin þakka Guðna góða gestrisni. Lífið 17. apríl 2024 20:19
Sest við flygilinn og setur íslenska tónlist í nýjan búning Tónlistarmaðurinn og píanóleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson er með marga bolta á lofti. Hann var að senda frá sér EP plötuna Concrete Box og stendur fyrir nýrri tónleikaröð í Hannesarholti undir nafninu Á inniskónum. Tónlist 17. apríl 2024 14:01
Laufey í Vogue ásamt Rihönnu Tónlistarkonan Laufey fer mikinn í nýjasta myndaröð kínverska Vogue þar sem kollegi hennar Rihanna prýðir forsíðuna. Ljósmyndarinn Arseny Jabiev tók myndirnar af Laufey sem tónlistarkonan deildi á Instagram í gærkvöldi. Lífið 17. apríl 2024 10:08
Þjóðarópera - stórt skref til framtíðar Árið 1957 talaði Ragnhildur Helgadóttir, alþingiskona, fyrir því á þingi að stofnaður yrði „íslenzkur óperuflokkur“. Nú, tæpum 70 árum síðar, liggur fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um sviðslistir, þar sem lögð er til stofnun Þjóðaróperu. Þetta er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Íslands frá 2021. Skoðun 17. apríl 2024 07:01
Eyfi flutti Nínu með Hinsegin kórnum Í síðasta þætti af Öll þessi ár á Stöð 2 var fjallað um árið 1991. Lífið 16. apríl 2024 20:01
Systkinin í Celebs frumfluttu lag Barnamenningarhátíðar Suðureyrska systkinahljómsveitin Celebs frumfluttu lag sitt Spyrja eftir þér í Hlíðskóla í dag við mikla kátínu gesta. Texti lagsins er byggður á svörum barna í verkefni um lýðræði. Lífið 16. apríl 2024 16:17
Galvaskar á Gugguvaktinni Skemmtistaðurinn AUTO stóð fyrir skvísukvöldi síðastliðinn föstudag undir heitinu Gugguvaktin. Margt var um skvísurnar sem fylltu staðinn og skvísusmellir ómuðu um dansgólfið. Lífið 16. apríl 2024 15:44
Stórstjarnan Bríet fagnaði 25 árum með stæl Tónlistarkonan og Idol dómarinn Bríet Isis Elfar fagnaði 25 ára afmæli sínu á veitingastaðnum Kaffi Flóru á föstudagskvöldið. Öllu var tjaldað til í veislunni sem var hin glæsilegasta þar sem stórstjörnur, vindlabar og tónlistargleði einkenndi kvöldið. Lífið 16. apríl 2024 11:00
Biðst afsökunar á brösuglegum Coachella-flutningi Kanadíska tónlistarkonan Grimes bað aðdáendur sína afsökunar eftir að tæknilegir örðugleikar komu upp á tónleikum hennar á tónlistarhátíðinni Coachella í Kaliforníu á laugardag. Tónlist 16. apríl 2024 00:04
Eyþór Ingi og Andrea Gylfa nelgdu eitt vinsælasta lag Grafík Skemmtiþátturinn Kvöldstund með Eyþóri Inga var á dagskrá á föstudagskvöldið á Stöð 2. Lífið 15. apríl 2024 12:32
„Eina sem maður getur virkilega bætt í lífinu er maður sjálfur“ „Innblástur minn til að skapa tónlist hefur alltaf komið frá tilfinningalegum stað,“ segir tónlistarmaðurinn Trausti. Hann frumsýnir hér tónlistarmyndband við lagið Gömul tár. Tónlist 15. apríl 2024 11:31
Sister Sledge á leið til Íslands Goðsagnakennda diskó-soul bandið Sister Sledge kemur fram á tónleikum í Eldborg í Hörpu föstudaginn 9. ágúst, daginn fyrir Gleðigönguna. Lífið 15. apríl 2024 11:09
„Umkringdu þig fólki sem leitar af sannleikanum“ Tónlistarmaðurinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, hefur undanfarið óvænt haslað sér völl sem uppistandari. Hann segir Sögu Garðars hafi spottað sig og Björn Bragi að endingu fengið hann á uppistandssýningu á afmælisdaginn hans í nóvember. Lífið 15. apríl 2024 07:01
„Sumt er ekki í boði fyrir fólk að hafa skoðun á“ „Það eru margir sem eru búnir að hlusta á plötuna og segja vá ég var ekki að búast við þessu frá þér. Ég veit ekki hvort að það sé jákvætt eða neikvætt,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, sem er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 14. apríl 2024 07:01
Nýr söngleikur byggður á lögum Unu Torfa: „Ég kolféll fyrir henni“ Nýr íslenskur söngleikur, byggður á tónlist Unu Torfadóttur, verður frumsýndur í Þjóðleikhúsinu í febrúar á næsta ári. Ásamt Unu mun Unnur Ösp Stefánsdóttir semja söngleikinn sem mun fjalla um ungt fólk á tímamótum menntaskólaáranna. Unnur Ösp segir spennandi að semja verk um raunir og áskoranir ungs fólks sem mun tala beint inn í íslenskt samfélag. Lífið 13. apríl 2024 19:23
„Ég hef aldrei fylgt reglunum“ „Mér finnst þetta mjög spennandi tími núna en maður segir það alltaf held ég. Lífið á að vera síbreytilegt og það á að vera krefjandi. Þegar það skýtur manni úr kanónunni þá er betra að kunna að lenda,“ segir tónlistarkonan Emilíana Torrini. Blaðamaður ræddi við hana um viðburðaríkan feril hennar, tilveruna, væntanlega plötu hennar, samstarfið við Kylie Minogue og margt fleira. Tónlist 13. apríl 2024 07:01
Forsetinn í alls konar stellingum á Nesinu Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetahjón fögnuðu með íbúum Seltjarnarnesbæjar á fimmtíu ára kaupstaðarafmæli bæjarins á dögunum. Hjónin vörðu öllum deginum á Nesinu enda um stór tímamót að ræða og frábær stemning í bænum. Lífið 12. apríl 2024 13:28
Uppselt í þriðja sinn á augabragði Uppselt er á þrenna tónleika Nick Cave í Eldborgarsal Hörpu hér á landi. Miðasala á tvo aukatónleika fór fram í morgun. Ekki verður bætt við tónleikum. Tónlist 12. apríl 2024 11:20
Lést kornungur og ótryggður frá fjölskyldunni Bjarki Gylfason lést ótryggður í faðmi fjölskyldu sinnar í lok mars aðeins 36 ára gamall eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Honum var ókleift að tryggja sig fyrir alvarlegum áföllum vegna þess að hann var með sáraristilbólgu. Söfnun hefur verið komið af stað fyrir fjölskyldu hans og verða haldnir minningar-og styrktartónleikar á Sviðinu Selfossi 17 apríl næstkomandi. Lífið 12. apríl 2024 07:01
Lofar heljarinnar partý með Ryan James Ford Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ryan James Ford kemur fram í fyrsta skipti á Íslandi á næturklúbbnum Radar 4. maí næstkomandi. Ford er fyrsti erlendi tónlistarmaðurinn sem kemur fram á mánaðarlegu klúbbakvöldunum UNME. Lífið 11. apríl 2024 13:11
Uppselt á augabragði og bætt við tónleikum Forsala á tónleikana með Nick Cave hófst í morgun klukkan 10 og var barist um hvert sæti sem í boði var. Nú er orðið uppselt á tónleikana þriðjudagskvöldið 2. júlí og þurftu fjölmargir frá að hverfa tómhentir. Lífið 11. apríl 2024 11:52
Metum hvort við viljum breyta góðri sögu með sannleika Nýlega hóf útvarpsþátturinn Djúpið göngu sína á X977 en þar fara þeir félagar Sigurjón Kjartansson og Addi Tryggvason á dýptina í fróðlegri og skemmtilegri umfjöllun um tónlist. Lífið samstarf 11. apríl 2024 08:51
„Ég fór bara að gráta, þetta var of mikið“ „Ef einhver hefði á sínum tíma sagt mér hvað ég væri að gera í dag, ég held að ég hefði örugglega bara hlegið. Ég var svo ótrúlega feimin,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN. Hún er viðmælandi í Einkalífinu þar sem hún ræðir mjög svo einstaka vegferð sína, nýju plötuna, ástina, móðurhlutverkið, tilveruna og margt fleira. Lífið 11. apríl 2024 07:00
„Rödd ársins“ kemur úr Borgarnesi Hanna Ágústa Olgeirsdóttur, Borgnesingur með meiru var valin “Rödd ársins” söngkeppninnar VOX DOMINI 2024, sem fór fram nýlega í Salnum í Kópavogi. Hanna Ágústa lenti einnig í fyrsta sæti í opnum flokki keppninnar. Lífið 10. apríl 2024 19:20
„Doctor Victor kveikti í kofanum“ Tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson hélt sína fyrstu tónleika, Í fyrsta skipti, fyrir fullu húsi í Iðnó á föstudagskvöldið. Viðtökurnar fóru fram úr hans björtustu vonum og komust færri að en vildu. Lífið 10. apríl 2024 09:17
Íslandsvinurinn Yung Lean setur stefnuna á risatónleika í Hörpu Sænski stórrapparinn Yung Lean verður með tónleika í Eldborg, Hörpu þann 25. október. Tónlist 9. apríl 2024 12:00
Mun túlka Springsteen Bandaríski leikarinn Jeremy Allen White, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Bear, mun túlka Bruce Springsteen í væntanlegri kvikmynd um stórsöngvarann. Bíó og sjónvarp 9. apríl 2024 08:49
Plötusnúðurinn Friction á leið til Íslands Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Ed Keeley sem er betur þekktur sem Friction kemur fram á Radar föstudaginn 10. maí. Hann þeytir skífum á vegum plötusnúðahópsins Hausa. Lífið 9. apríl 2024 08:00
Fólk leggi of oft eins og Tjokkó Deildarstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir það gerast of oft að ökumenn leggi bílum í sérstakt neyðarstæði fyrir viðbragðsaðila. Hver mínúta skipti sköpum í bráðaflutningum og því nauðsynlegt að stæðin séu auð. Innlent 8. apríl 2024 22:44