Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Minningartónleikar á afmælisdegi Sjonna

"Nú styttist óðum í minningartónleikana hans Sjonna okkar, þar sem tónlist þessa frábæra og hjartahlýja tónlistarmanns og gleðigjafa verður flutt,“ sagði Þórunn Erna Clausen á facebook síðu sinni á dögunum.

Tónlist
Fréttamynd

Ólafur Arnalds semur lag fyrir Emmu Watson

Leikkonan Emma Watson hefur ekki setið auðum höndum á milli þess sem hún er í fríi frá tökum á myndinni Noah því síðustu daga hefur hún verið í hljóðveri að taka upp lag með tónlistarmanninum Ólafi Arnalds.

Tónlist
Fréttamynd

Undir hvers annars áhrifum

Systkinin Margrét Kristín, Sölvi og Elsa María Blöndal eru líkari inn við beinið en kann að virðast við fyrstu sýn. Þessu komst Hólmfríður Helga Sigurðardóttir að þegar hún saup á kaffi með þeim á einu heitasta síðkvöldi sumarsins 2012.

Tónlist
Fréttamynd

Hrærð yfir viðbrögðum fólks

Steinunn Camilla Sigurðardóttir, söngkona í The Charlies, hóf nýverið að hanna skartgripi undir nafninu Carma Camilla. Henni var boðin þátttaka á sölusýningu í Los Angeles í síðustu viku auk þess sem hún sérhannaði skartgrip fyrir söngkonuna Natöshu Bedingfield.

Tónlist
Fréttamynd

Elabórat á Jazzhátíð

Guðmundur Pétursson heldur tónleika á Jazzhátíð Reykjavíkur þriðjudagskvöldið 21. ágúst á Faktorý kl. 22. Þar mun hann leika tónlist af plötunni Elabórat og fleira efni. Tónleikarnir eru ferðalag þar sem ægir saman ströngum útsetningum, frjálsum spuna, elektrónísku rokki, glam-jazzi og kraut-blús, segir í tilkynningu Jazzhátiðar.

Tónlist
Fréttamynd

Patti Smith syngur í Reykjavík - myndband

Meðfylgjandi myndskeið var tekið á Menningarnæturtónleikum X-977 þar sem Russell Crowe hélt tónleika í portinu á vak við Ellefuna. Söngkonan Patti Smith mætti á sviðið öllum að óvörum og söng lagið Because the night. Eins og sjá má var henni mjög vel tekið.

Tónlist
Fréttamynd

Patti Smith tróð upp með Russell Crowe

Russell Crowe hélt tónleika í portinu á vak við Ellefuna ásamt hljómsveit á Menningarnæturtónleikum X-977 í kvöld. Ekki nóg með að leikarinn dásamaði land og þjóð heldur birtist vinkona hans, söngkonan Patti Smith á sviðinu öllum að óvörum og söng lagið Because the night við gríðarlegan fögnuð viðstaddra.

Tónlist
Fréttamynd

Sölvi og Tiny gefa út fyrsta lagið undir merkjum Halleluwah

Nú í vikunni kom lagið K2R með Halleluwah út þar sem fyrrum Quarashi-félagarnir Sölvi Blöndal og Tiny leiða saman hesta sína. Lagið mælist afar vel fyrir en í því mætir hljóðheimur sjöunda áratugarins hip hopinu. Henrik Björnsson úr Singapore Sling kemur einnig fram í laginu.

Tónlist
Fréttamynd

Dikta frumsýnir glæsilegt myndband á Vísi

Leikararnir Alexander Briem og Gunnar Hansson fara á kostum í glænýju myndbandi hljómsveitarinnar Diktu við lagið What Are You Waiting For? Myndbandið er frumsýnt hér á Vísi í dag. Alexander og Gunnar leika kappakstursbílstjórana Benzino og Dynamo Joe og fjallar myndbandið um baráttu þeirra á brautinni. Benzino er ósigraður til margra ára en Dynamo Joe kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti og sigrar allt sem hægt er að sigra. Þá leitar Benzino hefnda og neyðir hann í lokakappakstur.

Tónlist
Fréttamynd

Tónleikaferðalag um Tyrkland

Danssveitin Sometime gaf út sína aðra hljómplötu nú í sumar. Platan nefnist Acid Make-Out: Music from the Motion Picture og hefur sveitin þegar gert samning við tvö útgáfufyrirtæki sem munu annast útgáfu plötunnar í Bandaríkjunum og Tyrklandi.

Tónlist
Fréttamynd

Fjórar nýjar stafrænar

Stafræna útgáfan Ching Ching Bling Bling hefur gefið út fjórar plötur sem fást allar ókeypis til niðurhals á heimasíðu fyrirtækisins.

Tónlist
Fréttamynd

Geiri Sæm tekur Froðuna aftur

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Sæmundsson, betur þekktur sem Geiri Sæm, tekur meðal annars gamla smellinn sinn Froðuna með hljómsveitinni Kiriyama Family á menningarnótt.

Tónlist
Fréttamynd

Sömdu lag á innan við klukkutíma

Tónlistarhátíðin Pönk á Patró var haldin á Patreksfirði í gær. Hljómsveitin Prinspóló hélt tvenna tónleika, aðra fyrir börn og unglinga en hinir síðari voru fyrir fullorðna fólkið. Þá stóð hljómsveitin fyrir frábærri tónlistarsmiðju með börnum og unglingum. Þar var meðal annars samið nýtt lag, æft og frumflutt á 53 mínútum. Að sögn viðstaddra er lagið verulega líklegt til vinsælda enda mjög grípandi en vinnuheitið er "Nei sjáðu, þarna er fugl“!

Tónlist
Fréttamynd

Sumir eru hræddir við risann

Margar af ferskustu hljómsveitum landsins eiga það sameiginlegt að vera á mála hjá einyrkjanum Haraldi Leví Gunnarssyni, sem starfrækir plötuútgáfuna Record Records. Hann segir Stíg Helgasyni að það sé ekki á döfinni að leyfa stærri útgáfu að gleypa sig.

Tónlist
Fréttamynd

Viggó og Víóletta syngja á Gay Pride í New York

"Hann þekkti lagið en upprunalega er þetta Don‘t Rain on my Parade með Barbra Streisand og hann vildi að við myndum flytja lagið á ensku með sama boðskap og við gerum á íslensku,“ segir Bjarni Snæbjörnsson leikari sem skipar hið konunglega söngleikjapar Viggó og Víólettu ásamt leikkonunni Sigríði Eyrúnu Friðriksdóttur. Þau eru flytjendur lags Hinsegin daga í ár, Rönd í regnboga, og hefur nú verið boðið að flytja það og bregða á leik á næstu Gay Pride-hátíð í New York í júní að ári liðnu.

Tónlist
Fréttamynd

Glæsilegur afmælispakki

Þeir Kenneth Gamble og Leon Huff stofnuðu Philadelphia International plötufyrirtækið árið 1971 í Fíladelfíuborg. Fyrir nokkrum vikum gaf Harmless-útgáfan út veglegan 40 ára afmælispakka með tónlist Philadelphia International. Harmless er þekktust fyrir ódýrar endurútgáfur af fönki og grúvi, en hér hafa forsvarsmenn hennar ákveðið að leggja allt undir.

Lífið
Fréttamynd

Dj Equal á Vegamótum

Plötusnúðurinn Dj Equal er á Evróputúr og spilar á Íslandi í kvöld. Hann kemur fram á Vegamótum ásamt Dj B-ruff og Jay-O. Equal er funheitur í bransanum, spilar meðal annars með Beyonce og systur hennar Solange, Snoop Dogg og og N.E.R.D. Hann spilar vikulega á heitustu stöðunum í New York, LA, Miami og víðar. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá Equal spila í Chicago fyrr í sumar. Kvöldið hefst kl 23 og er frítt inn. Nánar um atburðinn á Facebook.

Tónlist
Fréttamynd

Stuðmenn verða með aukatónleika

Klukkan tíu í morgun hófst sala á stórtónleika Stuðmanna í Hörpu. Innan 15 mínútna frá því að miðasala hófst varð ljóst að uppselt yrði á tónleikana og var þegar hafist handa við skipulagningu annarra tónleika klukkan ellefu sama kvöld. Gert er ráð fyrir að sala á þá geti hafist um hádegisbil.

Tónlist
Fréttamynd

Engar skorður settar í nýju popprokklagi

"Ég samdi lag og texta, syng aðalröddina og bakraddirnar og spila alla strengi, svo ég held að það sé óhætt að segja að þetta lag sé svolítið ég,“ segir Eurovision-farinn Greta Salóme Stefánsdóttir hlæjandi.

Tónlist
Fréttamynd

Björk söng í Noregi í gær

Söngkonan Björk fær ágæta einkunn í norska blaðinu Aftenposten eftir tónleika sem hún hélt þar í landi í gær. Gagnrýnandi bendir á að söngkonan hafi ávallt þótt óvenjuleg og engin breyting hafi verið á því í gærkvöld. Hún sé jafnvel enn furðulegri nú í ár, en áður. Gagnrýnandi blaðsins minnist líka tónleikanna sem Björk hélt á Hróarskeldu í júlí og segir að margir hafi orðið fyrir vonbrigðum. Tónleikarnir þá hafi þó verið með því besta sem hann hefur séð í langan tíma. Hann hafi kunnað að meta tónlist Bjarkar enn betur í gær þegar hann heyrði hana að nýju.

Tónlist
Fréttamynd

Glimmerskreytt geðveiki

Rafpoppararnir í Passion Pit sendu frá sér aðra breiðskífu sína á dögunum en hafa þurft að aflýsa tónleikum vegna slæmrar geðheilsu söngvarans.

Tónlist
Fréttamynd

Védís hefur sólóferilinn að nýju

„Þetta er svo ríkt í mér og það sem gerir mig hamingjusamasta og það liggur beinast við að rækta garðinn sinn,“ segir söngkonan Védís Hervör Árnadóttir. Hún flytur eigin tónsmíðar í fyrsta sinn í langan tíma annað kvöld sem gestur Ragnheiðar Gröndal í tónleikaröð hennar á Café Haiti klukkan hálf tíu.

Tónlist
Fréttamynd

Voffinn verður ljón

Rapparinn Snoop Dogg kom öllum á óvart á dögunum þegar hann sagðist vera búinn að breyta nafni sínu í Snoop Lion. Ekki nóg með það, þá er hann hættur í rappinu og hyggst senda frá sér reggíplötu.

Tónlist
Fréttamynd

Friðrik Dór syngur um Al Thani

"Þetta er öðruvísi en allt sem ég hef gert áður og það er eiginlega það sem gerir þetta skemmtilegt fyrir mér,“ segir söngvarinn Friðrik Dór sem frumflutti nýtt lag í gær. Lagið verður á nýrri plötu sem hann stefnir á að gefa út í haust.

Tónlist
Fréttamynd

Hæggeng sveimtónlist í djassstíl

"Um er að ræða hæggenga og stemningsfulla sveimtónlist í aflöppuðum djassstíl,“ segir Pan Thorarensen, eða raftónlistarmaðurinn Beatmakin Troopa, inntur eftir lýsingu á tónlistinni á nýjustu plötu sinni, If You Fall You Fly. Fjögur ár eru liðin frá útgáfu breiðskífu hans, Search for Peace, en hún fékk verðskuldaða athygli í raftónlistarheiminum hér og erlendis.

Tónlist