Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Einn vin­sælasti rappari Sví­þjóðar skotinn til bana

Sænski rapparinn Einár var skotinn til bana í Hammarby sjöstad í Stokkhólmi í gærkvöldi. Sænskir fjölmiðlar greina frá því að heimildarmenn segi Einár hafa ítrekað verið hótað. Morðið er talið tengjast átökum glæpagengja í sænsku höfuðborginni.

Erlent
Fréttamynd

Barnaleikritið Ávaxtakarfan snýr aftur á svið

Ávaxtakarfan verður sett aftur á svið snemma á næsta ári í nýrri uppfærslu í Silfurbergi Hörpu. Leikritið þekkja flestir en árið 1998 var það sýnt fyrst Íslensku Óperunni með þjóðþekktum einstaklingum. 

Lífið
Fréttamynd

Söngleikur til minningar um Rúnar Júlíusson

Andi Rúnars Júlíussonar heitins svífur yfir vötnum í Keflavík þessa dagana því nú er verið að setja upp söngleikinn „fyrsti kossinn“ honum til heiðurs hjá Leikfélagi Keflavíkur. Sýningin verður sú hundraðasta í sögu félagsins, sem fagnar nú sextíu ára afmæli.

Innlent
Fréttamynd

Björn Salvador er plötusnúður mánaðarins

Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri "mixteip" með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega.

Tónlist
Fréttamynd

Þekktur slagara­smiður fallinn frá

Breski lagasmiðurinn og leikskáldið Leslie Bricusse, sem kom að gerð ótal þekktra laga úr heimi kvikmynda og söngleikja, er látinn. Hann lést í Saint-Paul-de-Vence í Frakklandi í gær.

Menning
Fréttamynd

Erlendir fagaðilar mæta á Bransaveislu ÚTÓN í Reykjavík

ÚTÓN stendur fyrir Bransaveislu fyrstu vikuna í nóvember. Um er að ræða viðburðarseríu sem unnið hefur verið að með samstarfsaðilum: STEF, Tónlistarborginni Reykjavík, INNI, Listaháskóla Íslands, SÍK, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Íslandsstofu og RIFF.

Lífið
Fréttamynd

Birkir Blær kominn í tíu manna úr­slit í sænska Idol

Hinn 21 árs gamli tónlistarmaður, Birkir Blær Óðinsson, er að slá í gegn í Svíþjóð þar sem hann er kominn í tíu manna úrslit í sænsku söngvakeppninni Idol. Birkir flutti til Svíþjóðar til þess að elta kærustuna út í nám en það vatt fljótlega upp á sig.

Lífið
Fréttamynd

Útförin reynist vera aftaka nafnlauss manns

Svertuskotna-mulningskjarnahljómsveitin Grafnár gefur í dag út myndband við lagið Ómennsk. Grafnár er orð yfir kviksetta manneskju, þ.e. grafna lifandi, og lætur tónlistarmyndbandið sveitina sannlega standa undir nafni.

Tónlist
Fréttamynd

Heim­sókn í ó­þekkjan­legt Kola­port

Kolaportið hefur tekið stakkaskiptum síðustu vikurnar. Illa þefjandi fiskmarkaður innan um óteljandi sölubása með misgeðslegum klæðum hefur vikið fyrir nútímalegum bar, götumatsölustöðum og breytist síðan í veislusal á kvöldin þegar svo ber undir. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ein­lægur flutningur GDRN snerti hjarta­strengi

Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, vakti athygli með einlægum og fallegum tónlistarflutningi sínum í söfnunarþætti Píeta samtakanna sem sýndur var á föstudag.

Lífið
Fréttamynd

Svala setur kærleikann í fyrsta sæti

Svala Björgvins lifir lífi sínu í kærleikanum og gaf hún út lag ásamt myndbandi á föstudaginn 15 okt, sem að heitir Birtunnar Brú og fjallar lagið um um að elska alla þá sem að þú elskar skilyrðislaust og taka þeim eins og þau eru, og öllu sem þeim fylgir. 

Albumm
Fréttamynd

„Þörfin fyrir að standa á sviði hefur alltaf verið mikil“

Popp Tónlistarmaðurinn Benedikt gaf út sitt annað lag, With My Girls, föstudaginn 15. október. Lagið er óður til allra frábæru vinkvenna hans, er hreint og grípandi popp sem er skemmtilegt að syngja hátt með í bílnum eða dansa við. Benedikt hefur verið sagður minna á Troye Sivan. 

Albumm
Fréttamynd

Sonur Emm­sjé Gauta stal senunni og hljóð­nemanum

Emmsjé Gauti flutti lagið Tossi af plötunni Mold af mikilli innlifun í söfnunarþætti Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin, á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir góðan flutning Gauta Þeys var það rétt rúmlega tveggja ára gamall sonur hans sem stal senunni.

Lífið
Fréttamynd

Sannar dætur kaldrar vetrar­nætur

Kælan Mikla gefur í dag út sína fjórðu breiðskífu, Undir köldum norðurljósum. Sveitin, sem nefnd er eftir holdgervingi vetrarins í Múmínálfunum, hefur átt góðu gengi að fagna erlendis með sínum myrku og köldu rafpönktónum.

Tónlist
Fréttamynd

Vinkonurnar vita alltaf hvað er best að segja og gera

Popptónlistarmaðurinn Benedikt gefur í dag út sitt annað lag, With My Girls. Söngvarinn heitir fullu nafni Benedikt Gylfason og var hann eina einstaklingsatriðið sem komst áfram á úrslitakvöld Músíktilrauna fyrr á þessu ári.

Tónlist
Fréttamynd

Á fimmtíu gítara og spilar á fullt af hljóðfærum

Það er með ólíkindum hvað Sigurjón Matthíasson, sem er nýorðin 70 ára getur spilað á mörg hljóðfæri því hann er alveg lamaður öðrum megin í líkamanum og getur því aðeins notað aðra höndina við spilamennskuna. Sigurjón á meðal annars fimmtíu gítara.

Innlent
Fréttamynd

Smutty Smiff fær sögu­frægan bassa í hendur eftir 40 ár

„Þetta er alveg klikkað!“ Þannig eru fyrstu viðbrögð rokkabíllímeistarans og útvarpsmannsins Smutty Smiff þegar hann kemst að því að hann er að fara að fá í hendurnar forláta kontrabassa sem stolið var af honum árið 1982, ásamt öðrum búnaði frá félögum hans í sveitinni Rockats.

Lífið
Fréttamynd

Fékk lag frá Hildi Guðnadóttur í stuttmyndina sína

Eydís Eir Brynju- og Björnsdóttir gaf nýlega út stuttmyndina Chrysalis. Myndin fjallar um Tourette heilkennið og í aðalhlutverki er 13 ára stúlka. Lag eftir margverðlaunaða tónskáldið Hildi Guðnadóttur er notað í myndinni.

Lífið