Veður

Veður


Fréttamynd

Hlýnar um helgina

Áfram verður svalt í dag og á morgun en um helgina fer að hlýna. Grunnar lægðir fara nú austur með suðurströndinni. Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að þeim fylgi lítilsháttar úrkoma öðru hverju og frekar hægur vindur.

Veður
Fréttamynd

Hríðar­veður og erfitt yfir­ferðar á Norður­landi í dag

Varað er við hríðarveðri og allhvössum vindi yfir miðjan daginn á Norðurlandi. Búast má því að það verði víða blint og erfitt yfirferðar norðanlands. Einkum í Húnaþingi og Skagafirði, en einnig við utanverðan Eyjafjörð og austur með ströndinni.

Veður
Fréttamynd

Norðan­átt og víða él á landinu

Dálítil lægð er nú stödd fyrir norðan land og hún þokast til suðausturs í dag. Má reikna með að það verði norðan- og norðvestanátt á landinu, víða átta til fimmtán metrar á sekúndu og él, en bjart að mestu sunnantil.

Veður
Fréttamynd

Snjó­flóðið reyndist vera stór skafl

Björgunarsveitir á Tröllaskaga voru kallaðar út í dag um klukkan hálf tvö vegna snjóflóðs á Siglufjarðarvegi. Ofanflóðasérfræðingur á Veðurstofunni segir að öllum líkindum hafi ekki verið snjóflóð. Það sé afar slæm færð á veginum og óvissustig en tilkynningin hafi borist um hættu utan þess svæðis. 

Innlent
Fréttamynd

Víða dá­lítil snjó­koma eða él

Gera má ráð fyrir norðan kalda eða stinningskalda og dálitlum éljum eða snjókomu í dag, en þurrt að kalla suðvestanlands. Það mun lægja smám saman þegar líður á daginn og styttir víða upp. Kólnar svo í veðri með kvöldinu.

Veður
Fréttamynd

Hvöss austan­átt syðst á landinu

Gert er ráð fyrir hvassri austanátt syðst á landinu í dag , en talsvert hægari vindi annars staðar. Einnig verður úrkoma um mest allt land, snjókoma fyrir norðan en rigning eða slydda sunnan heiða.

Veður
Fréttamynd

Bætir í vind og úr­komu í nótt

Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri austlægri átt víðast hvar á landinu í dag. Það mun þó blása svolítið með suðurströndinni og má gera ráð fyrir strekkingi þar.

Veður
Fréttamynd

Hraun­breiðan orðin rúmir sex fer­kíló­metrar

Þrátt fyrir að dregið hafi úr krafti eldgossins eru ekki merki um að heildar kvikuflæði frá dýpi sé að minnka. Það er samanlagt magn sem safnast saman undir Svartsengi auk þeirra kviku sem flæðir upp á yfirborð í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni.

Innlent
Fréttamynd

Öllum rýmingum af­létt á Austur­landi

Hættustigi og rýmingum vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði hefur verið aflétt. Rýmingar sem gripið var til á Austurlandi hafi því verið aflétt að fullu. Óvissustig vegna snjófljóðahættu er enn í gildi á Austfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Vonskuveður um allt land og vegir víða ó­færir

Vonskuveður með mikilli snjókomu gengur yfir Austfirði og Norðurland en víða hefur snjóað og verið mjög hvasst um vestanvert landið. Vegir eru lokaðir um allt land og sums staðar væntir ekki fregna fyrr en á morgun.

Veður
Fréttamynd

Fólk á Aust­fjörðum sleppi því að vera á ferðinni

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi fundaði fyrir skemmstu með Veðurstofu og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum. Gert er ráð fyrir talsverðri úrkomu í nótt. Búið er að rýma svæði á Seyðisfirði og Neskaupstað. 

Innlent
Fréttamynd

Djúp lægð nálgast og við­vörun gefin út

Djúp lægð nálgast landið úr suðri og því verður vaxandi norðaustanátt á landinu í dag, 10 til 18 metrar á sekúndu um hádegi en 15 til 23 seinnipartinn, hvassast suðaustantil. Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir allt landið austanvert.

Veður
Fréttamynd

Kólnar aftur í kvöld og spáð stormi um helgina

Lægðin sem nú er að finna vestur af landinu og bar með sér snjókomubakka yfir vestanvert landið, hreyfist hægt og bítandi til vesturs og léttir í kjölfarið smám saman til. Í öðrum landshlutum er bjart með köflum en stöku él eru á víð og dreif.

Veður
Fréttamynd

Ó­venju­mikið af snjó­flóðum af manna­völdum

Það hefur verið óvenjumikið af snjóflóðum af mannavöldum síðustu daga. Um páskana og fyrir páska snjóaði mikið og blés í hvössum norðaustanáttum með þeim afleiðingum að mikill snjór safnaðist til fjalla. Vindflekar hafa byggst upp í flestum viðhorfum og veikleikar þróast innan snjóþekjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Líkur á erfiðum aksturs­skil­yrðum

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustan átta til þrettán metrum á sekúndu í dag og snjókomu á vestanverðu landinu. Hafa íbúar á höfuðborgarsvæðinu vaknað upp við hvíta jörð í morgun.

Veður