Veður

Veður


Fréttamynd

Hættustigi aflýst á Bíldudal

Að höfðu samráði við snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands hefur verið ákveðið að aflýsa hættustigi vegna snjóflóðahættu á Bíldudal og er íbúum, sem þurftu að rýma heimili sín í gærkvöldi, heimilt að fara heim á ný.

Innlent
Fréttamynd

Viðbúnaðarstig fyrir vestan

Viðbúnaðarstigi vegna hláku sem eykur hættu á snjóflóðum hefur verið lýst yfir í byggðum á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum. Fylgst er með ástandinu.

Innlent
Fréttamynd

Hlýnunin að verða óumflýjanleg

Eftir tíu ár kann að vera orðið of seint að snúa við þeirri þróun sem kennd er við hlýnun jarðar. Afleiðingarnar, ef svo fer, verða gífurlegar og geta meðal annars leitt til bráðnunar Grænlandsjökuls og þess að Golfstraumurinn hætti að ganga en hann gerir Ísland byggilegt.

Erlent
Fréttamynd

Hús rýmd

Fjögur hús voru rýmd á Bíldudal seint í gærkvöld vegna snjóflóðahættu. Lögreglan á Patreksfirði segir að húsin séu við Gilsbakkagil og gripið hafi verið til þessa af öryggisástæðum.

Innlent
Fréttamynd

Vorið lofar ekki góðu

"Það er engin sérstök hjátrú um veðrið á bóndadeginum sjálfum en það er sagt að ef þorrinn er þurr og góa vindasöm þá mun vorið verða gott," segir Aðalheiður Hallgrímsdóttir hjá veðurklúbbnum í Dalbæ á Dalvík.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hætta á flóðum í Reykjavík

Talsvert frost hefur verið á landinu það sem af er vetri en á næstunni er spáð hlýindum um allt land. Í Reykjavík mun hitinn vera frá fimm og upp í átta til níu stig þegar best lætur.

Innlent
Fréttamynd

Margir fastir á Hellisheiði

Hjálparsveit skáta í Hveragerði var kölluð út um hádegi í gær til að aðstoða bíla sem voru í vandræðum á Hellisheiði. Margir bílar lentu í vandræðum í gær vegna ófærðar. Þá voru björgunarsveitarmenn úr Hveragerði beðnir um aðstoð innanbæjar í Hveragerði við að koma skólabörnum til síns heima og aðstoða heilbrigðisstarfsfólk við að komast leiðar sinnar.

Innlent
Fréttamynd

Snjóflóð lokaði veginum

Tíu metra breitt og tveggja metra djúpt snjóflóð féll á þjóðveginn á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar í gærkvöldi og lokaði honum. Enginn var á ferð um veginn þegar það féll og Vegagerðin ruddi veginn.

Innlent
Fréttamynd

Hellisheiði lokuð

Hellisheiði hefur verið lokað vegna slæmrar færðar að sögn Vegagerðarinnar. Fólk hefur þurft að skilja bíla sína eftir úti í vegakanti í morgun og hafa björgunarsveitarmenn unnið að því að koma ökumönnum til aðstoðar. Fólki er eindregið ráðið frá því að aka heiðina að svo stöddu.

Innlent
Fréttamynd

Veðurstofan ákveði ekki rýmingu

Átta sýslumenn og bæjarstjórar á Vestfjörðum hafa sent frá sér orðsendingu vegna umræðna um að Veðurstofan eigi ekki að taka ákvörðun um rýmingu húsa vegna hættu á snjóflóðum og skriðuföllum. Bent er á að Veðurstofan hafi ekki lögregluvald til að rýma hús heldur sé það hlutverk lögreglustjóra og almannavarnanefnda.

Innlent
Fréttamynd

Hálka víðast hvar

Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði, hálka og éljagangur á Suðurlandi og hálka og hálkublettir á Suðausturlandi. Hálka og skafrenningur er á Vesturlandi, á Vestfjörðum er hálka, snjóþekja og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði, ófært og stórhríð er á milli Bíldudals og Patreksfjarðar, þungfært og stórhríð er á Kleifarheiði og Klettshálsi.

Innlent
Fréttamynd

Ofsaveður á Hellisheiði

Ofsaveður gekk yfir Hellisheiði og Hveragerði í dag. Loka þurfti heiðinni fyrir umferð vegna veðurs og björgunarsveitarmenn hjálpuðu gangandi vegfarendum og skólabörn í Hveragerði. 

Innlent
Fréttamynd

Enn að heiman

Hjálmar Sigurðsson ábúandi á Hrauni í Hnífsdal og fjölskylda hans hafa ekki geta dvalið heima hjá sér síðan að snjóflóð féll á bæ þeirra í síðustu viku. Stór hluti af bænum eyðilagðist í flóðinu, en beðið er eftir efni sem pantað hefur verið til viðgerðar.

Innlent
Fréttamynd

Ófært í fjárhús vegna snjóflóðs

Björgunarsveitin Kópur á Bíldudal þurfti að aðstoða fjáreiganda inni í Auðahringsdal við að gefa sauðfé sínu í gær, þar sem snjóflóð hafði fallið á veginn heim að bænum, svo þangað var ófært.

Innlent
Fréttamynd

Ótti um snjóflóð

53 íbúar í Bolungarvík og Ísafjarðarbæ gátu ekki sofið í rúmum sínum í nótt vegna snjóflóðahættu. Alls voru rýmd 28 hús, bæði íbúðarhús og vinnustaðir. Þá voru vegir víða lokaðir eða takmarkanir settar á umferð vegna snjóflóðahættu úr bröttum hlíðum. Hættumat verður endurmetið nú strax í morgunsárið.

Innlent
Fréttamynd

Yfir hundrað íbúa rýmdu hús sín

Fimmtíu íbúar úr fimmtán húsum við Urðarstíg, Mýrar og Hóla á Patreksfirði þurftu að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu og leituðu íbúar til ættingja og vina í bænum. Í Bolungarvík voru sjö hús rýmd auk eins sveitabæjar og fimmtán hús voru rýmd í Ísafjarðarbæ.

Innlent
Fréttamynd

Hættan metin úr fjarska

Snjóflóðavakt hefur verið á Veðurstofunni í Reykjavík síðan snemma í gærmorgun, og helst er fylgst með Vestfjörðum þar sem ekki hefur verið svona mikill snjór í fjöllum síðan 1995. 

Innlent
Fréttamynd

Rúmlega 100 manns rýmdu hús sín

Lokið er rýmingu húsa sem ákveðnar hafa verið á Vestfjörðum. Alls hafa 103 íbúar í 37 húsum þurft að yfirgefa heimili sín í dag vegna snjóflóðahættu.  49 á Patreksfirði, 23 á Ísafirði, Hnífsdal og í dreifbýli Ísafjarðarbæjar og 31 á Bolungarvík og tveimur bæjum þar við. Almannavarnir munu fylgjast grannt með þróun mála í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Hálka og þung færð víða

Hálka og þung færð er víða. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er snjóþekja og snjókoma suðvestanlands og á Vesturlandi. Það er hálka á Holtavörðuheiði og á Norðurlandi og hálka og éljagangur er á Vestfjörðum. Kleifaheiði er þungfær og þæfingur á Hálfdáni.

Innlent
Fréttamynd

Hálka víðast hvar um landið

Hálka er suðvestanlands og éljagangur og snjóþekja á Vesturlandi. Þungfært er á Holtavörðuheiði og mjög slæmt veður. Á Norðurlandi er víða hálka og éljagangur.

Innlent
Fréttamynd

Kostnaðarsamur mokstur á Akureyri

Talsvert fannfergi er nú á Akureyri og er kostnaður bæjarfélagsins við snjómokstur ærinn. Það má áætla að hann kosti bæjarbúa árlega um 40 milljónir króna samkvæmt fréttavef Akureyrar en árið 2004 nam kostnaðurinn um eða yfir 48 milljónum.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja daga spáin var vitlaus

Þriggja daga veðurspá fyrir Norðurlöndin, áður en óveðrið mikla skall á fyrir rúmri viku, var arfavitlaus. Veðurskilyrðin suðvestur af Íslandi voru önnur en komu fram á reiknilíkani Evrópsku veðurstofunnar, sem staðsett er í Englandi.

Innlent
Fréttamynd

Eðlilegt að spár breytist

"Veðurspáin fyrir illviðrið í Skandinavíu stóðst ótrúlega vel og allar viðvaranir í sambandi við það voru góðar. Mér finnst það ekki frétt þó að þriggja daga spáin hafi ekki skilað sér," segir Magnús Jónsson veðurstofustjóri og segir spár oft breytast ótrúlega mikið frá degi til dags.

Innlent
Fréttamynd

Helstu þjóðvegir færir

Allir helstu þjóðvegir landsins eru færir. Nokkur snjókoma eða éljagangur er á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og á Norðurlandi vestra. Hálka er á vegum um allt land og flughálka í uppsveitum Árnes- og Rangárvallasýslu.

Innlent
Fréttamynd

Og fjallið það öskrar

Það var dimmt yfir Álftafirði fyrri part viku. Kalt í veðri og strekkingsvindur. Alhvítur snjórinn hafði ekki aðeins lagst af þunga yfir byggðina heldur líka á sálir fólksins. Það minntist hamfaranna ógurlegu 1995. Hafði ekki séð annan eins snjó síðan þá.

Innlent
Fréttamynd

Flughálka í uppsveitum Árnessýslu

Flughálka er víða í uppsveitum Árnessýslu. Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum. Snjóþekja er á Holtavörðuheiði og snjóþekja og éljagangur á Vatnsskarði. Hálka er á Öxnadalsheiði og snjóþekja á Mývatnsheiði, Mývatnsöræfum og Fjarðarheiði. Verið er að moka Vatnsskarð eystra og Breiðdalsheiði. Öxi er ófær.

Innlent
Fréttamynd

Allir gerðu miklu meira en þeir gátu

Sigríður Hrönn Elíasdóttir var sveitarstjóri í Súðavík þegar snjóflóðin féllu 1995. Áður hafði hún, í samráði við sýslumann og sérfræðinga Veðurstofunnar, látið rýma nokkur hús í þorpinu enda vofði snjóflóðahættan yfir. Það dugði ekki til. Flóðið féll annars staðar en reiknað var með og varð stærra og ógurlegra en áður hafði sést í Álftafirði. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Tíminn læknar ekki öll sár

Súðvíkingurinn Ómar Már Jónsson hefur verið sveitarstjóri Súðavíkurhrepps í rúm tvö ár. Hann var skipverji á Bessanum þegar flóðin féllu fyrir áratug. Ómar er bjartsýnn á framtíð Súðavíkur og segir stemninguna einstaka, sérstaklega yfir sumartímann, þegar íbúafjöldinn margfaldast. Gamla byggðin iðar þá af lífi og fjöri.

Innlent
Fréttamynd

Fljúgandi hálka víða um land

Fljúgandi hálka er víða um land eftir að rigna tók á svellbunka og hafa nokkur umferðaróhöpp þegar orðið en hvergi alvarleg slys. Bíll valt í gærkvöldi á þjóðveginum austan við Selfoss og annar í Þrengslum án þess að nokkurn sakaði alvarlega.

Innlent