Gefa út gular viðvaranir fyrir nær allt landið Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir nær allt landið á morgun vegna hvassviðris eða storms og hríðar. Fyrstu viðvaranirnar taka gildi snemma í fyrramálið og gilda einhverjar fram á kvöld. Veður 1. febrúar 2023 11:06
Appelsínugular og rauðar viðvaranir aldrei verið fleiri Veðurstofa Íslands gaf út 456 veðurviðvaranir á síðasta ári samkvæmt samantekt Veðurstofunnar. Innlent 1. febrúar 2023 07:33
Hvessir í kvöld og má búast við stormi til fjalla á morgun Útlit er fyrir norðaustan fimm til tíu metra á sekúndu og él á Norður- og Austurlandi í dag. Reikna má með hægari vindi og nokkuð björtu veðri sunnan heiða. Frost verður á bilinu núll til sjö stig. Veður 1. febrúar 2023 07:14
Skoða hvers vegna farþegum var vísað út í óveðrið Farþegar Strætó, sem voru á ferð með leið 18 í átt að Spönginni í gærkvöldi, lentu í því leiðinlega atviki að vera vísað út úr vagninum við Ingunnarskóla í Grafarholti vegna ófærðar. Farþegunum var ekki boðið að fara með vagninum í skjól og þurftu þeir að fá aðstoð björgunarsveita til að komast leiðar sinnar. Innlent 31. janúar 2023 13:52
Rafmagn fór líklega af í Eyjum vegna bilunar í tengimúffu Vestmannaeyjastrengur 3 bilaði í gærkvöldi með þeim afleiðingum að rafmagnslaust var í eyjunni í um klukkustund. Þegar ljóst varð að bilunin væri umfangsmeiri en áætlað var var ákveðið að setja Vestmannaeyjastreng 1 í rekstur. Innlent 31. janúar 2023 11:56
Þurftu að losa fjölda fastra bíla Hátt í tvö hundruð björgunarsveitarmenn tóku þátt í tugum verkefna vegna óveðursins í gær. Flest útköllin snérust um fasta bíla sem voru inni á lokunarsvæðum. Innlent 31. janúar 2023 11:24
Viðvaranir áfram í gildi fram eftir morgni Appelsínugul viðvörun er enn í gildi á Suðurlandi og verður fram til klukkan 10 samkvæmt vef Veðurstofunnar. Innlent 31. janúar 2023 06:48
Meira en tíu bílar fastir í Grafarvogi vegna færðar og útköll um allt land Upplýsingafulltrúar Landsbjargar og almannavarna segja daginn hafa gengið vel fyrir sig. Mest sé um lítil verkefni og greinilegt að fólk hafi hlustað á veðurviðvaranir. Innlent 30. janúar 2023 22:20
Hafa áhyggjur af strandaglópum Veðrið er farið að versna og eru appelsínugular og gular viðvaranir í gildi víða. Búið er að loka nokkrum vegum á Suður- og Suðausturlandi vegna veðurs. Almannavarnir hafa mestar áhyggjur af því að fólk verði strand og komist ekki leiðar sinnar. Innlent 30. janúar 2023 17:54
Rafmagnsleysið í Vestmannaeyjum líklega vegna veðurs Rafmagnslaust varð í Vestmannaeyjum, Landeyjum og Vík eftir að Rimakotslína 1 leysti út skömmu eftir klukkan fjögur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti er svæðið nú keyrt með varaafli og ættu því flestir að vera komnir aftur með rafmagn. Bilunin er líklega vegna veðurs. Innlent 30. janúar 2023 17:24
Veginum um Hellisheiði lokað Veginum um Hellisheiði hefur nú verið lokað. Hvalfjarðargöngum var lokað í stutta stund en hafa þau nú verið opnuð aftur. Innlent 30. janúar 2023 17:14
Loka vegköflum undir Eyjafjöllum, við Reynisfjall og á Lyngdalsheiði Veginum undir Eyjafjöllum sem liggur frá Markarfljóti til Víkur í Mýrdal hefur verið lokað. Þá hefur veginum við Reynisfjall verið lokað, sem og Lyngdalsheiði. Innlent 30. janúar 2023 15:27
Samhæfingarstöð almannavarna virkjuð og öllu innanlandsflugi aflýst Samhæfingastöð Almannavarna var virkjuð á hádegi vegna lægðarinnar sem gengur yfir í dag en óvissustig almannavarna er í gildi vegna veðurs. Gular og appelsínugular verða í gildi á nánast öllu landinu fram á nótt. Búist er við að vegum verði lokað og breytingar hafa verið gerðar á flugáætlun. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir stutt í næstu lægð. Íþróttaæfingar hafa víða verið blásnar af. Innlent 30. janúar 2023 12:03
Reikna með hviðum að 55 metrum á sekúndu Veður fer hratt versnandi á Suðurlandi upp úr hádegi. Í Mýrdal og undir Eyjafjöllum verður ofsaveður og má reikna með hviðum, 40 til 55 metrum á sekúndu, milli klukkan 14 og 18 í dag og litlu síðar í Öræfum. Veður 30. janúar 2023 08:05
Djúp lægð skellur á landið eftir hádegið Ört dýpkandi lægð nálgast nú landið úr suðvestri og má því reikna með vaxandi austanátt, 18 til 25 metrum á sekúndu síðdegis og víða snjókoma. Hvassara verður syðst á landinu fram á kvöld með talsverðri ofankomu. Veður 30. janúar 2023 07:34
Veðrið versni mjög eftir hádegi Óvissustigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna slæmrar veðurspár. Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi nánast á landinu öllu klukkan tólf á morgun. Veðurfræðingur segir að veðrið taki að versna mjög hratt eftir hádegi. Innlent 29. janúar 2023 23:01
Icelandair flýtir flugi vegna óveðursins Icelandair hefur tekið ákvörðun um að flýta brottfarartíma nokkurra flugferða vegna slæmrar veðurspár á morgun. Mælt er með því að farþegar fylgist vel með. Innlent 29. janúar 2023 22:08
„Þetta er óþekkjanlegt“ Mikið tjón varð hjá ábúendum á bænum Skollagróf í Hrunamannahreppi þegar gríðarlegt krapaflóð varð í Hvítá aðfaranótt föstudags. Bóndi segir svæðið óþekkjanlegt og man ekki eftir öðru eins flóði. Innlent 29. janúar 2023 20:30
Tólf veðurviðvaranir næstu tvo daga Appelsínugular og gular veðurviðvörunum ráða ríkjum á morgun og hinn á meirihluta landsins. Búist er við snjókomu sums staðar ásamt stormi og lélegu skyggni víða. Veður 29. janúar 2023 10:49
Slydda eða snjókoma verður að rigningu Spáð er sunnan 8 til 15 metrum á sekúndu og slyddu eða snjókomu í dag en það hlýnar með rigningu víða um land. Úrkomumest verður á Suður- og Vesturlandi en fram eftir morgni má búast við snjókomu fyrir norðan. Hiti 2 til 7 stig eftir hádegi í dag með hægari suðvestanátt síðdegis og kólnar smám saman með skúrum og síðar slydduéljum. Veður 28. janúar 2023 07:59
Segir atburði síðustu helgar ekki hafa áhrif á aflýsingar dagsins Öllu flugi Icelandair í morgun var aflýst vegna veðurs en mikið hvassviðri var á landinu í nótt og í morgun. Verklag félagsins er óbreytt eftir að farþegar þurftu að sitja í vélum félagsins tímunum saman um síðustu helgi. Innlent 27. janúar 2023 13:16
Vestlæg átt og sums staðar stormur Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt í dag, hvassviðri og sums staðar stormi. Reikna má með slydduéljum eða éljum en dregur svo úr ofankomu þegar líður á daginn. Veður 27. janúar 2023 07:11
„Það verður alveg vel hvasst“ Veðurfræðingur segir að gera megi ráð fyrir miklu hvassviðri á morgun. Líklegt sé að færð spillist og töluverð úrkoma verður nánast á landinu öllu. Stormurinn sé strax farinn að láta á sér kræla. Innlent 26. janúar 2023 23:03
Icelandair aflýsir nánast öllu flugi Icelandair hefur aflýst öllu flugi frá Bandaríkjunum í dag, þann 26. janúar, vegna veðurs. Flugi til og frá Evrópu á morgun hefur einnig verið aflýst, að undanskildum flugum til og frá Tenerife og Alicante. Tafir gætu orðið á þeim flugferðum. Innanlandsflugi á morgun hefur jafnframt verið aflýst. Innlent 26. janúar 2023 17:59
Gulu viðvaranirnar ætla engan enda að taka Þær gulu eru mættar á ný um land allt. Því miður er ekki átt við sólina í þetta sinn. Gular viðvaranir hafa verið birtar fyrir meirihluta landsins og ganga þær yfir í dag og á morgun. Veður 26. janúar 2023 15:36
Fengu loksins vistir í fyrsta sinn síðan 15. desember: „Forréttindi að fá að búa á svona stað“ Mæðgur sem búa á austasta býli landsins fengu loksins sendar til sín vistir á mánudag. Þær höfðu ekki fengið sendingu til sín síðan 15. desember síðastliðinn. Innlent 26. janúar 2023 10:55
Enn ein lægðin eys úrkomu úr sér sunnan- og vestantil Nú er enn ein lægðin að ausa úrkomu úr sér um landið sunnan- og vestanvert, en úrkomulítið er fyrir norðan og austan. Veður 26. janúar 2023 07:10
Gul viðvörun vegna storms Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms taka gildi á morgun allt frá Vestfjörðum til Norðurlands eystra. Innlent 25. janúar 2023 14:01
Vaxandi sunnanvindur og hlýindi og rigning á morgun Norðvestanátt er á landinu nú í morgunsárið, strekkingur eða allhvöss að styrk, en hvassari vindstrengir á Austfjörðum fram eftir morgni. Gul viðvörun er í gildi á Austfjörðum til klukkan 10. Veður 25. janúar 2023 07:12
Segja engan vilja bera ábyrgð á þrjátíu kílóa klaka sem féll á bílinn Par sem lenti í því óhappi að þrjátíu kílóa klakaklumpur féll af brú og á bílinn þeirra á ferð segja mildi að ekki varð stórslys. Þau eru ósátt með viðbrögð Reykjavíkurborgar sem segist ekki getað borið ábyrgð á atvikinu. Innlent 24. janúar 2023 21:00