Gulu viðvaranirnar ætla engan enda að taka Þær gulu eru mættar á ný um land allt. Því miður er ekki átt við sólina í þetta sinn. Gular viðvaranir hafa verið birtar fyrir meirihluta landsins og ganga þær yfir í dag og á morgun. Veður 26. janúar 2023 15:36
Fengu loksins vistir í fyrsta sinn síðan 15. desember: „Forréttindi að fá að búa á svona stað“ Mæðgur sem búa á austasta býli landsins fengu loksins sendar til sín vistir á mánudag. Þær höfðu ekki fengið sendingu til sín síðan 15. desember síðastliðinn. Innlent 26. janúar 2023 10:55
Enn ein lægðin eys úrkomu úr sér sunnan- og vestantil Nú er enn ein lægðin að ausa úrkomu úr sér um landið sunnan- og vestanvert, en úrkomulítið er fyrir norðan og austan. Veður 26. janúar 2023 07:10
Gul viðvörun vegna storms Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms taka gildi á morgun allt frá Vestfjörðum til Norðurlands eystra. Innlent 25. janúar 2023 14:01
Vaxandi sunnanvindur og hlýindi og rigning á morgun Norðvestanátt er á landinu nú í morgunsárið, strekkingur eða allhvöss að styrk, en hvassari vindstrengir á Austfjörðum fram eftir morgni. Gul viðvörun er í gildi á Austfjörðum til klukkan 10. Veður 25. janúar 2023 07:12
Segja engan vilja bera ábyrgð á þrjátíu kílóa klaka sem féll á bílinn Par sem lenti í því óhappi að þrjátíu kílóa klakaklumpur féll af brú og á bílinn þeirra á ferð segja mildi að ekki varð stórslys. Þau eru ósátt með viðbrögð Reykjavíkurborgar sem segist ekki getað borið ábyrgð á atvikinu. Innlent 24. janúar 2023 21:00
Gul viðvörun á Austfjörðum í fyrramálið Gul veðurviðvörun verður á Austfjörðum í fyrramálið frá klukkan sex til klukkan tíu. Búist er við sterkum vindi þann tíma. Veður 24. janúar 2023 15:34
Útlit fyrir áframhaldandi umhleypingar út vikuna Útlit er fyrir suðvestan fimm til þrettán metrum á sekúndu með skúrum í dag, en þegar líður á daginn léttir til austanlands. Reikna má með að hiti verði á bilinu tvö til sjö stig. Veður 24. janúar 2023 07:23
Icelandair segir að ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir Óveðrið og óvenju mikil hálka á Keflavíkurflugvelli í gær réði því að flugvél Icelandair losnaði af festingum og rakst í landgang á vellinum að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs. Flugfarþegar hafi lengst þurft að bíða í tíu tíma í vélunum í gær vegna veðursins. Ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir. Innlent 23. janúar 2023 12:08
Hefðu ekki getað komið í veg fyrir lokun Reykjanesbrautar Starfshópur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið hægt að koma í veg fyrir að loka varð Reykjanesbraut vegna veðurs í desember. Fleiri tiltækar vinnuvélar hefðu þó getað stytt tímann sem var lokað og betur hefði mátt standa að snjómokstri. Innviðaráðherra mun veita Vegagerðinni heimild til að færa ökutæki við snjómokstur. Innlent 23. janúar 2023 11:31
Flugferðum aflýst á Heathrow vegna veðurs Raskanir eru á Heathrow flugvelli í dag vegna frosts og þoku en British Airways hefur þurft að aflýsa um 80 flugferðum vegna veðurs. Nóttin var sú kaldasta í meira en áratug. Engar raskanir virðast vera á ferðum félagsins til og frá Íslandi í dag. Erlent 23. janúar 2023 10:53
Bjart og kalt í dag og von á næstu lægð í kvöld Veðurstofan reiknar með strekkingssuðvestanátt norðantil á landinu fram eftir morgni, en að annars megi búast við hægum vindi í dag. Bjart veður og kalt. Veður 23. janúar 2023 06:55
Læstur úti léttklæddur, fjúkandi ljósastaurar og útköll björgunarsveita Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur staðið í ströngu en 62 mál voru skráð í dag. Veðrið virðist hafa verið í aðalhlutverki en stór hluti verkefna tengdust veðri og færð. Lögreglan þurft til dæmis að fjarlægja fokna ljósastaura og kalla til björgunarsveitir. Þá gistu níu manns í fangageymslum eftir nóttina. Innlent 22. janúar 2023 18:32
Fötluð kona föst í flugvél með stífluðu klósetti Fötluð kona hefur setið föst í vél Icelandair í rúmlega tíu klukkutíma. Vinir hennar sem komust úr vélinni segja klósettin í vélinni vera stífluð og að enginn matur sé þar. Það virðist sem fáir á flugvellinum nái einhverju sambandi við Icelandair til að nálgast upplýsingar um stöðu mála. Innlent 22. janúar 2023 16:59
Flugvél hringsnerist og rakst í landgang Flugvél Icelandair snerist á staðnum á Keflavíkurflugvelli vegna hálku og vinds. Vinstri vængur vélarinnar rakst í landgang við flugstöðina. Vélin var blessunarlega tóm og engan sakaði. Innlent 22. janúar 2023 15:04
Flugi aflýst og fólk enn fast í flugvélum níu tímum eftir lendingu Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllu flugi sínu til Norður-Ameríku og Evrópu utan flugs til Ósló og Kaupmannahafnar sem seinkað verður fram á kvöld. Aftakaveður er á flugvellinum svo ekki er talið öruggt að fara með stigabíla að flugvélum sem eru úti á vellinum. Farþegar sex véla sitja því enn fastir. Innlent 22. janúar 2023 14:39
Byrjað að opna vegi aftur Hið slæma veður sem herjað hefur á Íslendinga í dag er byrjað að ganga niður á suðvesturhorni landsins. Akstursskilyrði eru enn slæm víða og fjallavegir enn lokaðir. Þá gæti veður versnað frekar í öðrum landshlutum. Innlent 22. janúar 2023 14:29
Hurð rifnaði af flugvallarbíl Hurð rifnaði af bíl á Keflavíkurflugvelli fyrir skömmu. Vindhraði er mikill á vellinum og erfiðlega hefur gengið að ná fólki út úr flugvélum sem sitja þar fastar. Innlent 22. janúar 2023 14:04
Hafa nú verið í vélinni í um tólf klukkustundir Farþegar í flugi Icelandair frá New York í nótt hafa nú varið um tólf klukkustundum um borð í flugvélinni, þar af sex á flugbraut í Keflavík. Einn farþeganna segir stemninguna í vélinni merkilega góða miðað við aðstæður. Innlent 22. janúar 2023 12:19
Allt landið gult, vegum lokað og flugferðir felldar niður Appelsínugul viðvörun er í gildi á Suðvesturhorninu vegna veðurs og þá er gul viðvörun í gildi annarsstaðar á landinu. Hvassviðri er víða og eru akstursskilyrði að versna víðast á svæðinu. Innlent 22. janúar 2023 11:00
Stormur og dimm él væntanleg í fyrramálið Gul veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa. Veðrið á að versna í nótt og standa þangað til fram eftir degi á morgun, 22. janúar. Fréttir 22. janúar 2023 00:06
Klaki af þaki olli miklum skemmdum Klaki sem runnið hafði af þaki í Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur fór beint í gegnum framrúðu bíls sem lagt var í götunni. Innlent 21. janúar 2023 17:23
Stóra-Laxá ruddist fram: „Þetta var mjög tæpt“ Stóra-Laxá rauf stíflu við Laxárdal um klukkan 13 í dag. Ákvörðun um að rjúfa Skeiða- og Hrunamannaveg í sundur við brúna yfir Stóru-Laxá, sem er enn í smíðum, virðist hafa bjargað brúnni. Innlent 21. janúar 2023 15:59
Klakaklumpar skemmdu bíl í Vesturbænum Mikið magn klaka rann ofan af þaki fjölbýlishúss í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi með þeim afleiðingum að framrúða bíls skemmdist. Ljóst er að mikil hætta var á ferð. Innlent 21. janúar 2023 11:18
Litaveisla á morgunhimninum yfir Akureyri Akureyringar og nærsveitungar hafa heldur betur fengið sýningu í morgun. Stærðarinnar glitský hafa skreytt morgunhimininn. Innlent 21. janúar 2023 11:07
Frýs aftur í kvöld og él á morgun Kólna mun aftur á landinu öllu í dag og í kvöld mun frjósa aftur eftir mikla úrkomu undanfarna daga. Á morgun er svo von á vestan stormi með dimmum éljum. Innlent 21. janúar 2023 08:04
Ár flæddu hvergi yfir bakka sína á Suðurlandi Ekki flæddi yfir bakka neinna áa á Suðurlandi í dag og mikil rigning hafði hvergi teljanleg áhrif á svæðinu. Ölfusá við Selfoss hefur hagað sér vel en áfram verður þó fylgst grannt með rennsli árinnar en ekki hefur sést eins mikill ís í ánni í hálfa öld. Innlent 20. janúar 2023 21:30
„Ég er með ævintýri til að segja frá“ Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað út á skíðasvæðið í Hlíðarfjall við Akureyri í dag þegar önnur stólalyftan þar bilaði, með þeim afleiðingum að 21 skíðakappi sat fastur í á þriðja tíma í lyftunni. Ástralskur ferðamaður sem sat fastur var ánægður með viðbragð björgunaraðila. Innlent 20. janúar 2023 17:36
Aukið álag þegar líður á daginn Mikill viðbúnaður er hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins en búist var við miklu álagi vegna veðursins í dag. Börn voru til að mynda send heim úr Fossvogsskóla vegna leka frá þaki og inn í kennslustofur. Sigurjón Hendriksson, varðstjóri í aðgerðarstjórn slökkviliðsins segir álag á viðbragðsaðila vera mikið. Innlent 20. janúar 2023 13:42
„Við erum búin að vera með fötur, vatnssugur og moppur í allan morgun“ Ekki er kennslufært í Fossvogsskóla vegna leka og börnin á miðstigi hafa verið sent heim. Gripið hefur verið til þess að koma fötum fyrir í gluggum til þess að grípa vatnið. Innlent 20. janúar 2023 12:12