Veður

Veður


Fréttamynd

Spá „alvöru sunnan stormi“ á mánudag

Helgin verður heldur róleg þegar kemur að veðrinu þar sem bjart verður víða á landinu í dag og á morgun. Mánudagurinn verður þó í takt við lægðir síðustu mánaða þar sem spáð er sunnan stormi með talsverðri úrkomu.

Innlent
Fréttamynd

Kröpp lægð gengur yfir austan­vert landið

Kröpp lægð gengur nú yfir austanvert landið og veldur hún suðaustan hvassviðri eða stormi með rigningu austantil á landinu fram eftir morgni. Mun hægari vindur og úrkomuminna er í öðrum landshlutum.

Veður
Fréttamynd

Snjóskóflur, blásarar og sköfur seldust upp í illviðristíð

Varla hefur farið fram hjá nokkrum manni hversu illa viðraði á höfuðborgarsvæðinu í febrúar. Metfjöldi veðurviðvarana var gefinn út og snjó kyngdi niður. Illviðristíðin olli því að allur lager Húsasmiðjunnar af snjóskóflum, snjóblásurum og snjósköfum seldist upp í febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Metfjöldi viðvarana í febrúar

Veðurstofa Íslands hefur aldrei gefið út fleiri veðurviðvaranir í febrúar en í ár. Heildarfjöldi viðvarana var 117 en þar af voru sex rauðar.

Innlent
Fréttamynd

Suð­læg átt og slyddu­él vestan til

Lægðardrag er nú á hreyfingu norðaustur yfir austurhluta landsins og fylgir því suðaustanátt og dálítil rigning eða slydda öðru hvoru á austanverðu landinu í dag. Lægðardragið fjarlægist svo með kvöldinu og rofar þá til fyrir austan.

Veður
Fréttamynd

Húsa­­göturnar helsta úr­­­lausnar­efnið

Vond færð er víða í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu en klaki gerir þeim sem sinna snjómokstri erfitt fyrir. Tugir snjómoksturstækja aka nú um göturnar til að reyna að ryðja en hafa vart undan líkt og síðustu vikurnar.

Innlent
Fréttamynd

Hvass­viðri og rigning með til­heyrandi leysingum

Djúp lægð suðvestur af landinu veldur suðaustan hvassviðri og rigningu í dag með tilheyrandi leysingum, en á Norðurlandi hangir líklega þurrt fram á kvöld. Gular viðvaranir eru í gildi suðvestantil til um hádegis. Seinnipartinn og í kvöld fer að lægja, fyrst suðvestanlands.

Veður
Fréttamynd

Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna tíðarfars og veikinda

Borgarbúar hafa margir hverjir orðið varir við tafir á sorphirðu í Reykjavík en ýmsir þættir spila þar inn í, svo sem veður og Covid veikindi. Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar. 

Innlent
Fréttamynd

Þakklátar Rauða krossinum eftir svaðilför á heiðinni

Á fjórða tug manna gistu í fjöldahálparstöð Rauða krossins í Hveragerði í nótt eftir að hafa lent í vandræðum uppi á snjóþungri heiðinni. Ung kona sem sat föst í bíl sínum á Hellisheiði í 6 klukkustundir finnur til djúpstæðs þakklætis í garð Rauða krossins.

Innlent
Fréttamynd

Allar líkur á að meira verði um aftakaveður

Nauðsynlegt er að búa fólk undir breyttan heim þar sem loftslagsbreytingar af mannavöldum hafa nú þegar haft óafturkræfar afleiðingar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna. Tengiliður Íslands við nefndina segir allar líkur á því að aftakaveður verði algengara hér á landi og að nauðsynlegt sé að grípa til aðlögunaraðgerða.

Innlent