Sauðá á Króknum svo til hætt að renna Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur sent frá sér áríðandi tilkynningu þar sem fram kemur að boð hafi borist þess efnis að Sauðá á Sauðárkróki sé hætt að renna að mestu leyti. Innlent 28. september 2021 15:36
Hentu upp hlaðborði í einum grænum fyrir farþega í rútuslysi Um sjötíu bandarískir ferðamenn sitja nú í vellystingum á Hótel Laugarbakka eftir að hafa tekið hressilega til matar síns á hlaðborði sem skellt var upp fyrir hópinn. Önnur af tveimur rútum hópsins fór út af veginum suður af Laugarbakka á bökkum Miðfjarðarár í hádeginu. Innlent 28. september 2021 15:19
Mikið um ökumenn í vandræðum, meðal annars á Kjalvegi Björgunarsveitir hafa fengið óvenjumikið af umferðartengdum verkefnum inn á sitt borð í dag á meðan vonskuveður gengur yfir norður- og vesturhluta landsins. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir það skjóta skökku við í ljósi þess að töluverðu púðri var eytt í að vara fólk við að vera á ferðinni á þessu svæðu í dag. Innlent 28. september 2021 14:39
Veturinn skall á með skömmum fyrirvara Veturinn skall á með skömmum fyrirvara á Akureyri í dag. Stórhríð skall á snemma morguns og varð jörðin ekki lengi að verða alhvít, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Innlent 28. september 2021 13:13
Spá ofsaveðri norðvestantil og viðvaranir í gildi á stærstum hluta landsins Spáð er norðvestanhríð norðan- og vestanlands í dag, en stórhríð á Ströndum og Vestfjörðum og rok eða jafnvel ofsaveður við Breiðafjörð. Appelsínugular viðvaranir taka gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra í dag og gilda fram á kvöld. Einnig er búið að gefa út gular viðvaranir víða annars staðar. Veður 28. september 2021 06:27
Viðbúin ef mikilvægir innviðir verða fyrir skakkaföllum á morgun Björgunarsveitir og almannavarnakerfið allt er í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem spáð er á morgun. Veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir flesta landshluta og óvissustigi almannavarna lýst yfir. Innlent 27. september 2021 19:43
Óvissustigi almannavarna lýst yfir vegna veðurs Vegna slæmrar veðurspár á morgun 28. september hefur ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, lýst yfir óvissustigi almannavarna í þessum umdæmum. Innlent 27. september 2021 17:51
Bíll endaði í sjónum á Ísafirði Bíll endaði út í sjó á Ísafirði í morgun vegna slæmrar færðar á vegum. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vestfjörðum var einn í bílnum og sakaði hann ekki. Lögreglan segir leiðindafærð á svæðinu en allt hafi gengið nokkuð vel þrátt fyrir það. Innlent 27. september 2021 11:57
Spá norðvestan stórhríð á Vestfjörðum og við Breiðafjörð Veðurstofa Íslands spáir nú norðvestan stórhríð á Vestfjörðum á morgun. Gera má ráð fyrir 18 til 25 m/s og talsverðri snjókomu, með skafrenningi og lélegu skyggni. Þá segir Veðurstofa hættu á foktjóni og um að ræða „alls ekkert ferðaveður“. Innlent 27. september 2021 10:56
Hvöss norðanátt með slyddu eða snjókomu fylgir krappri lægð Kröpp lægð þokast nú til vesturs fyrir norðan land og fylgir henni hvöss norðanátt með slyddu eða snjókomu norðvestantil á landinu. Gular viðvaranir eru í gildi Á Breiðafjarðarsvæðinu, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra. Seint í dag dregur þó úr vindi og úrkomu. Veður 27. september 2021 07:16
Gular veðurviðvaranir norðvestantil Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Breiðarfjarðarsvæðinu, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra vegna norðan hríðar. Veður 26. september 2021 14:21
Mögulega ekki greiðfært með atkvæði yfir fjallvegi í kvöld Kaldara og lygnara er í veðri víða á landinu í dag en veðurspár gerðu ráð fyrir fyrr í vikunni. Veðrið er því ólíklegt til að hafa áhrif á kjörsókn en gæti sett strik í reikninginn þegar flytja þarf atkvæði yfir fjallvegi í kvöld, að sögn veðurfræðings. Innlent 25. september 2021 11:34
Væta á köflum um sunnanvert landið Reikna má með vætu á köflum um landið sunnanvert í dag en úrkomuminna fyrir norðan. Fremur svalt í veðri. Austlæg og norðaustlæg átt í dag, fimm til þrettán metrar á sekúndu og allvíða skúrir eða slydduél, en dálítil rigning suðaustanlands. Veður 24. september 2021 07:17
Bætir í suðaustanáttina og rigning sunnan- og vestantil Það bætir í suðaustanáttina með morgninum, átta til fimmtán metrum á sekúndu, og má reikna með rigningu bæði sunnan- og vestantil. Þurrt verður að mestu um landið norðanvert fram undir kvöld og sums staðar slydda á fjallvegum. Veður 23. september 2021 07:04
Skúrir eða slydduél í flestum landshlutum Lægðin sem olli óveðri á landinu í gær er nú komin austur fyrir Jan Mayen, en nú í morgunsárið mælist enn hvassviðri úti við norðausturströndina. Þar dregur úr vindi á næstu klukkustundum. Veður 22. september 2021 07:26
„Miklu hvassara en maður bjóst við“ Björgunarsveitarmaður sem aðstoðaði ökumenn í vanda á Dynjandisheiði síðdegis segir veðrið í dag hafa verið mun verra en hann bjóst við. Aðstæður hafi verið afar erfiðar á heiðinni en fjórar björgunarsveitir komu að útkallinu. Innlent 21. september 2021 18:29
Bílar festast í óveðrinu Nokkuð hefur verið um það að bílar hafi fests í snjókomu á sunnanverðum Vestfjörðum nú eftir hádegi en björgunarsveitir þar sinna nú nokkrum slikum útköllum. Óveðrið sem gengur yfir landið skall á af alvöru eftir hádegi, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Innlent 21. september 2021 14:16
Landsmenn varaðir við ónauðsynlegum ferðalögum Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi víðast hvar á landinu, nema á Norðurlandi og í Breiðafirði þar sem gular viðvaranir eru í gildi. Um er að ræða aðra haustlægðina sem gengur yfir landið. Búast má við miklum vindum og snörpum vindhviðum, einkum við fjöll og háhýsi og fólk varað við því að ferðast milli landshluta. Veður 21. september 2021 11:36
Spá allt að 40 m/s undir Eyjafjöllum Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir stóran hluta landsins í dag og gul viðvörun á Breiðafirði og á Norðurlandi. Fólk er varað frá því að vera á ferðinni og þá ráðleggur Veðurstofa landsmönnum að ganga frá lausamunum. Á Suðurlandi má gera ráð fyrir talsverðri rigningu með tilheyrandi vatnavöxtum. Innlent 21. september 2021 06:45
Gular viðvaranir fyrir landið allt vegna djúprar og öflugrar lægðar Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir allt landið ef frá er talið höfuðborgarsvæðið á morgun, þriðjudag. Í fyrramálið er von á djúpri og öflugri lægð að landinu. Veður 20. september 2021 11:44
Aftakaveður í kortum á kjördag Veðurútlit fyrir kjördag, laugardaginn 25. september, er afleitt. Á hádegi verður ausandi rigning og hávaða rok, um og í kringum tuttugu metrar á sekúndu. Og ljóst að það mun hafa veruleg áhrif á kjörsókn. Innlent 20. september 2021 11:44
Getur farið yfir 30 metra á sekúndu í hviðum Lægð, sem í morgun var úti á Faxaflóa, er nú á leið norðaustur yfir landið. Henni fylgir vestan og norðvestan átta til fimmtán metrar, en í vindstrengjum nærri suðurströndinni mun vindstyrkurinn verða fimmtán til 23 metrum sekúndu upp úr hádegi og yfir þrjátíu í hviðum. Veður 20. september 2021 07:11
Von á næstu haustlægð í kvöld Í dag er spáð vestan og suðvestan 3 til 10 metrar á sekúndu, skýjað með köflum og stöku skúrum en sunnan 8 til 13 og bjartviðri fram eftir degi á Austurlandi. Hiti 7 til 13 stig, hlýjast austanlands. Veður 19. september 2021 07:51
Grá Esja minnti á að veturinn nálgast Sjá mátti ótvíræð merki þess að haust væri gengið í garð í morgun þegar snjór var kominn í hæsta hluta Esjunnar. Innlent 18. september 2021 14:06
Lægð nálgast úr suðaustri Landsmenn mega reikna með vestan- og norðvestan golu í dag og sums staðar vætu, einkum fyrir austan, en þurrt að kalla á suðvestanverðu landinu. Hiti veður sjö til fjórtán stig yfir daginn, hlýjast austantil og svalast á Vestfjörðum. Veður 17. september 2021 07:24
Allt að sautján stiga hiti fyrir norðan Landsmenn mega búast við suðlægri átt í dag, átta til þrettán metrum á sekúndu og víða rigningu, en úrkomlítið á Norðausturlandi. Hiti verður á bilinu tíu til sautján stig, hlýjast fyrir norðan. Veður 16. september 2021 07:22
Vætusamir dagar framundan Fremur vætusamt verður næstu daga og mun rigna í öllum landshlutum, þó mismikið og ekkert endilega á sama tíma heldur og eins munu koma kaflar þar sem dagpartar verða alveg þurrir. Veður 15. september 2021 07:18
Suðvestanátt og skúrir en strekkingsvindur á köflum Reikna má með suðvestanátt og skúrir á sunnan- og vestanverðu landinu í dag, með strekkingsvindi á köflum, en allvíða bjartviðri norðaustantil. Veður 14. september 2021 07:27
Fjöldi daga þar sem hitinn nær 50 gráðum hefur tvöfaldast Fjöldi þeirra daga þar sem hitastigið nær 50 gráðum eða meira einhversstaðar á jörðinni hefur tvöfaldast frá 9. áratugi síðustu aldar. Þetta sýnir ný rannsókn sem breska ríkisútvarpið lét vinna á heimsvísu. Erlent 14. september 2021 06:41
Minnkandi sunnanátt og skúrir seinni partinn Búast má við heldur minnkandi sunnanátt í dag, átta til fimmtán metrum á sekúndu og skúrir seinni partinn en þurrt að kalla norðaustanlands. Veður 13. september 2021 07:05