Hiti allt að 24 stigum norðaustantil Spáð er suðvestan átta til þrettán metrum á sekúndu norðvestan- og vestanlands, og einnig með suðausturströndinni, en hægari breytileg átt annarsstaðar. Skýjað og úrkomulítið verður á vesturhelmingi landsins en dálítil rigning norðvestantil. Veður 8. júlí 2021 07:11
Áfram hlýtt í veðri næstu daga Engar stórar breytingar verða á veðrinu næstu daga, en þó má búast við smá vætu um landið norðvestanvert. Áfram verður hlýtt í veðri og fer hiti víða yfir tuttugu stig þar sem sólin nær að skína um landið austanvert. Veður 7. júlí 2021 07:05
Hlýtt loft ættað suður úr höfum yfir landinu Fremur hægar suðlægar áttir verða ríkjandi í dag og víða verður þungbúið, en bjartara austast á landinu. Birtir heldur til norðaustan- og austanlands þegar líður á daginn, en áfram skýjað og úrkomulítið um landið vestanvert. Veður 6. júlí 2021 07:09
Víða þungbúið með þoku en rofar til þegar líður á morguninn Það stefnir í breytilega átt í dag, þrír til átta metrar á sekúndu. Þungbúið verður með þoku víða í morgunsárið, en rofar til þegar líður á morguninn. Veður 5. júlí 2021 07:07
Þokan á undanhaldi en gosmóðan hangir áfram yfir Það er þokuloft víða um land í dag, einkum á Norður- og Austurlandi, en því ætti að létta með hækkandi sólu þegar líður á daginn. Útlit er fyrir að gosmóða frá eldgosinu á Reykjanesi, sem legið hefur yfir Suðurlandi og suðvesturhorninu sé þó ekki á undanhaldi fyrr en á morgun. Innlent 4. júlí 2021 07:49
Loftsteinn mældist á jarðskjálftamælum Jarðskjálftamælingar Veðurstofu Íslands á Suðvesturlandi sýna mjög stuttan en afar greinilega púls milli klukkan 22:44 og 22:48 í gærkvöldi. Hann entist í innan við tvær sekúndur og líklegt er talið að loftsteinn hafi valdið honum. Innlent 3. júlí 2021 10:43
Stefnir í fallegan sumardag Í dag stefnir í fallegan sumardag víða um land, bjart veður, hægan vind og hlýtt veður, einkum inn til landsins. Innlent 3. júlí 2021 08:01
Alls ekkert fár í Fnjóskadal og bóndinn saknar dýragarðsgesta Guðbergur Egill Eyjólfsson, sem rekur dýragarðinn Daladýrð, segir fullfært vera í Fnjóskadal en að enginn komi í dalinn af ótta við vatnavexti í Fnjóská. Innlent 2. júlí 2021 14:57
„Blöðrur myndast, ofboðslegur kláði og svo klórar maður sig til blóðs í svefni“ Um leið og hlýna tók á landinu mætti lúsmýið og það er í stuði. Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, er öll útbitin af lúsmýi. Hún býr á Selfossi og lýsingar hennar á þessum ófögnuði fá hárin til að rísa á höfði blaðamanns. Innlent 2. júlí 2021 14:02
Sumarveður í öllum landshlutum um helgina Útlit er fyrir um og yfir fimmtán stiga hita í öllum landshlutum um helgina. Hlýjast verður á Norðausturlandi þar sem jafnframt hefur dregið úr vatnavöxtum. Innlent 2. júlí 2021 12:01
Þoka spillir blíðunni á höfuðborgarsvæðinu Mikið þokuloft hangir nú yfir höfuðborgarsvæðinu og kemur í veg fyrir að höfuðborgarbúar geti notið blíðviðrisins sem ríkir á vesturhluta landsins. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands óttast að þokan eigi eftir að hanga yfir borginni í allan dag. Veður 2. júlí 2021 11:29
Hættustigi vegna vatnavaxta á Norðurlandi eystra lýst yfir Gífurlegir vatnavextir eru í ám og vötnum á svæðinu. Innlent 1. júlí 2021 16:20
Áfram spáð auknum leysingum í hlýindum norðan- og austantil Veðurspá gerir ráð fyrir að á vestanverðu landinu, þar sem sólin er á bak við ský, verði frekar svalt í veðri í dag og átta til þrettán gráðu hiti. Áfram verður þó sól og hlýtt austantil með hita allt að 26 stigum. Veður 1. júlí 2021 07:08
Gríðarlegir vatnavextir valda vegaskemmdum á Norðurlandi Gríðarlegir vatnavextir á norðanverðu landinu hafa víða gert skráveifu í vegakerfinu. Illugastaðavegur í Fjóskadal er farinn í sundur á um tveggja kílómetra kafla innan við Illugastaði og Eyjafjarðarbraut eystri er farin í sundur við Þverá. Innlent 1. júlí 2021 06:41
Hugsanlegt að vegir rofni og brýr skemmist í Eyjafirði Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur varað fólk í Eyjafirði að vera á ferðinni á þjóðveginum að óþörfu. Búast megi við miklum áframhaldandi vatnavöxtum þar og í Þingeyjarsveit. Innlent 30. júní 2021 23:13
Gríðarlegir vatnavextir fyrir norðan: Flæddi inn á tjaldsvæði við Vaglaskóg Gríðarlegir vatnavextir eru í Þingeyjarsveit vegna leysinga og hefur Fnjóská flætt yfir bakka sína og inn á tjaldsvæðið við Vaglaskóg. Vatnsmagn í Glerá er einnig gífurlegt og segir umsjónaraðili virkjana í ánni að hér séu á ferð mestu sumarleysingar í mannaminnum. Innlent 30. júní 2021 17:22
Ferðamenn streyma í hitann á Austurlandi Hitinn gæti náð allt að 27 stigum í Fljótsdalshéraði á Austurlandi í dag. Hnúkaþeyrinn hefur leikið við þann landshluta og mun halda því áfram fram að helgi. Ferðamenn hafa þefað uppi veðrið og þyrpast nú þangað. Innlent 30. júní 2021 10:56
Hiti að 27 stigum austanlands Gular viðvaranir standa til kvölds fyrir Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra, en reikna má með fremur hægum vindi á suðvesturhorninu og á Austfjörðum í dag. Veður 30. júní 2021 07:12
Skyndilegum dauðsföllum fjölgar vegna hitabylgjunnar Fjöldi fólks hefur látist af völdum hitabylgjunnar sem nú gengur yfir Kanada. Lögreglu hafa borist 130 tilkynningar vegna skyndilegra dauðsfalla frá því á föstudag en í flestum tilvikum er um að ræða eldra fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Erlent 30. júní 2021 06:55
Gular viðvaranir norðvestantil en að 26 stiga hiti fyrir austan Allhvasst verður á norðvestanverðu landinu í dag og einnig á norðaustanverðu landinu á morgun – sunnan og suðvestan tíu til átján metrar á sekúndu og hviður um þrjátíu metrar á sekúndu í vindstrengjum við fjöll. Veður 29. júní 2021 07:28
Heiðarleg atlaga að Íslandsmetinu í hita í kortunum Það stefnir í steikjandi hita á Austfjörðum á morgun og gæti hitinn náð 29 stigum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur greinir frá þessu á síðu sinni Bliku og lýsir því sem heiðarleg atlaga að íslenska hitametinu sé í farvatninu. Innlent 28. júní 2021 15:53
Víða hæglætisveður en þoka eða lágskýjað framan af degi Landsmenn mega reikna með hæglætisveðri víða um landið í dag, en þoku eða lágskýjuðu framan af degi og gæti jafnvel haldast út daginn við sjávarsíðuna. Inn til landsins léttir til þegar líður á daginn og verður fallegasta veðrið þar sem sólin nær að bræða skýin af landinu. Veður 28. júní 2021 07:17
Hitamet fellur í Kanada Hitabylgja gengur nú yfir Norður-Ameríku og í Kanada féll met í gær þegar hitamælirinn í þorpi einu í Bresku Kólombíu fór í 46,1 gráðu. Erlent 28. júní 2021 06:54
„Ein stór bomba“ á tjaldsvæðum landsins um helgina Mikill fjöldi fólks heimsótti tjaldsvæði landsins um helgina. Veðurblíða lék við landann víðs vegar um land í gær. Innlent 27. júní 2021 15:38
Hiti í kringum tuttugu stig fyrir austan út vikuna Hlýtt loft verður á öllu landinu næstu daga. Það verður þó langhlýjast fyrir austan þar sem hiti verður í kring um 20 stig og gæti farið upp í allt að 25 stig í dag. Veður 27. júní 2021 09:00
Glampandi sól og allt að 24 stiga hiti Þrátt fyrir mikið hvassviðri og appelsínugular og gular viðvaranir fyrir norðan fyrri part dags verður glampandi sól víðast hvar á landinu í dag. Langhlýjast verður austanlands þar sem hiti fer upp í 24 stig í dag. Veður 26. júní 2021 08:46
„Fólki er eindregið ráðið frá því að ferðast með aftanívagna“ Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Breiðafjörð, Strandir og norðurland vestra og Norðurland eystra. Þá er gul viðvörun í gildi á Vestfjörðum, miðhálendi og Suðausturlandi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur varar við hvassviðri. Innlent 25. júní 2021 09:00
Víða vindasamt á landinu og appelsínugular viðvaranir í gildi Reikna má með allhvassri eða hvassri suðvestanátt í dag, en hvassviðri eða stormi norðvestantil á landinu og austur í Eyjafjörð. Einnig hvessir verulega allra syðst, sem og í Öræfasveit. Veður 25. júní 2021 07:17
Appelsínugul viðvörun á þremur svæðum Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna hvassviðris á þremur svæðum. Áður voru gular viðvaranir í gildi á sömu svæðum, en áfram eru gular viðvaranir í gildi á þremur öðrum svæðum. Veður 24. júní 2021 16:34
Gul viðvörun víðs vegar um land Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun á miðhálendinu, Norðurlandi eystra, Ströndum, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum og í Breiðafirði. Veður 24. júní 2021 10:17