Farið í yfir 60 verkefni í aftakaveðri á Austurlandi Nær allar björgunarsveitir á svæðinu milli Þórshafnar og Djúpavogs hafa verið kallaðar út á einhverjum tímapunkti í dag vegna óveðurs. Voru verkefnin orðin ríflega 60 talsins á Austurlandi um klukkan 16 í dag. Aftakaveður hefur verið í landshlutanum og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins. Innlent 9. janúar 2021 18:33
Vestanverðum Neskaupstað lokað fyrir umferð vegna aftakaveðurs Aftakaveður er á Austurlandi og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins. Búist er við því að veðrið taki að lægja eftir miðnætti en þangað til verður ekkert ferðaveður. Innlent 9. janúar 2021 16:22
„Hér er snarvitlaust veður“ Aftakaveður er á Austurlandi og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi á öllum austurhelmingi landsins. Bátar hafa losnað frá bryggju, rúður sprungið og þakklæðningar losnað. Innlent 9. janúar 2021 12:55
Ekkert ferðaveður á Austurlandi í dag Mjög slæmt veður er á austurhelmingi landsins og hríð á norðausturfjórðungnum. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á meðan ofsaveðrið gengur yfir, en búist er við að það taki að lægja eftir miðnætti. Innlent 9. janúar 2021 10:05
Appelsínugular viðvaranir og ekkert ferðaveður Gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi að stórum hluta landsins í nótt. Appelsínugular viðvaranir eru á miðhálendi og austurhluta landsins og ekkert ferðaveður. Innlent 8. janúar 2021 21:39
Appelsínugul viðvörun á stórum hluta landsins Almannavarnir vekja athygli á því að Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Norðausturlandi, Austurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á miðhálendinu sem tekur gildi klukkan tvö í nótt og gildir til klukkan 18 á morgun. Innlent 8. janúar 2021 13:57
Lélegt skyggni, hættuleg akstursskilyrði og hviður yfir 45 m/s Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirði og Suðausturland sem taka gildi í nótt og standa fram á annað kvöld. Innlent 8. janúar 2021 07:16
Frost allt að fimmtán stig á landinu og illviðri í kortunum Veðurstofan spáir suðlægri eða breytilegri átt í dag, víða fimm til þrettán metrum á sekúndu og léttskýjuðu. Þykknar upp vestantil á landinu eftir hádegi og frost þrjú til fimmtán stig þar sem kaldast verður inn til landsins. Veður 7. janúar 2021 07:16
Spá allt að fjórtán stiga frosti Það er tiltölulega rólegt veður þessa dagana með sterkar hæðir í kringum okkur en í dag er spáð norðvestlægri átt, fimm til þrettán metrum á sekúndu og bjartviðri. Innlent 6. janúar 2021 07:34
Hæg vestlæg átt með éljum og kólnandi veður Spáð er fremur hægri vestlægri átt í dag með éljum um vestanvert landið en dálítilli rigningu eða slyddu suðaustantil. Þurrt að mestu norðaustanlands og hiti kringum frostmark. Veður 5. janúar 2021 07:11
Ákveðinn útsynningur ræður ríkjum í veðrinu Ákveðinn útsynningur mun ráða ríkjum í veðrinu í dag og mun ganga á með dálitlum skúrum eða éljum á vestandverðu landinu. Eystra helst þó að mestu leyti bjart að því er segir í hugleiðingum á vef Veðurstofu Íslands. Innlent 4. janúar 2021 06:59
Reiknað með stormi á Norðausturlandi í kvöld Gul veðurviðvörun er í gildi á Norðausturlandi frá klukkan níu í kvöld og fram eftir nóttu. Íbúar á Eyjafjarðarsvæðinu eru hvattir til að tryggja lausamuni utandyra eða koma þeim í skjól fyrir kvöldið. Innlent 3. janúar 2021 07:57
Skyndihlýnun í austri vísbending um rólegri vetur á Íslandi Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur vekur athygli á því að nú um áramótin hafi skyndilega orðið vart við hlýnun í heiðhvolfinu yfir Austur Asíu. Um er að ræða þekkt fyrirbæri sem verður um það bil annan hvern vetur en Einar segir ekki alveg ljóst ennþá hvaða áhrif þessi skyndihlýnun muni hafa á veðurfar á Íslandi. Hann segir umrædda skyndihlýnun ekki vera beina afleiðingu loftslagsbreytinga. Innlent 2. janúar 2021 17:21
Ákveðin sunnanátt víða um land Í dag blæs ákveðin sunnanátt með rigningu eða súld víða um land, en helst lengst af þurrt fyrir norðan og austan og hlýnar smám sman í veðri. Innlent 2. janúar 2021 07:28
Hægviðrið olli þéttri reykjarþoku Árið 2021 hófst með hægviðri, en eins og margir hafa eflaust tekið eftir fylgdi veðrinu talsverð mengum á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 1. janúar 2021 08:46
Allt að tíu stiga frost í dag Í kvöld er útlit fyrir mjög hægan vind víðast hvar á landinu. Það hefur í för með sér að flugeldaryk safnast auðveldlega upp og loftgæði dvína hratt, að því er segir í athugasemd veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands um veðrið á gamlárskvöld. Innlent 31. desember 2020 08:40
Hitahvörf gætu myndað pottlok yfir Reykjavík á gamlárskvöld Búist er við talsverðri mengun á höfuðborgarsvæðinu ef veðurspár ganga eftir. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, ráðleggur þeim sem eru viðkvæmir fyrir að halda sig sem mest innandyra þar sem kjöraðstæður fyrir mengun gætu skapast. Innlent 30. desember 2020 22:20
„Við slíkar aðstæður á flugeldamengun sér enga undankomuleið“ Það er viðbúið að loftgæði verði léleg þar sem mikið af flugeldum verður skotið upp annað kvöld þar sem vindur verður afar hægur víðast hvar auk þess sem loftið yfir landinu verður nokkuð stöðugt. Innlent 30. desember 2020 08:21
Snjókoma með köflum og allt að tólf stiga frost Það verður breytileg átt í dag, þrír til tíu metrar á sekúndu en norðvestan tíu til fimmtán austast á landinu. Þá verður snjókoma með köflum norðvestan- og vestanlands fram á kvöld en yfirleitt þurrt í öðrum landshlutum. Innlent 29. desember 2020 07:13
Kjöraðstæður fyrir loftmengun í stilltu veðri á gamlárskvöld Búast má við köldu, stilltu og björtu veðri á öllu landinu á gamlárskvöld. Flugeldar munu því njóta sín vel en loftgæði verða líkast til mjög léleg. Innlent 28. desember 2020 18:57
Íslendingar agndofa yfir litadýrð á himnum Mikil litadýrð á himnum hefur vakið mikla athygli Íslendingar í morgunsárið. Svokölluð glitský hafa verið áberandi og hafa fjölmargir tekið myndir af þeim. Svo virðist sem glitský hafi sést víðsvegar um landið. Innlent 28. desember 2020 13:48
Glímum enn við leifarnar af norðanstormi gærdagsins Landsmenn munu í dag glíma við leifarnar af þeim norðanstormi sem var á landinu í gær. Útlit er fyrir norðan strekking eða allhvassan vind, en suðaustan- og austanlands eru vindstrengir sem væntanlega ná styrk hvassviðris eða jafnvel storms. Veður 28. desember 2020 06:56
Fleiri útköll vegna veðurs Fleiri björgunarsveitir hafa verið kallaðar út eftir hádegi vegna veðurs. Um foktjón er að ræða í öllum tilfellum en nokkrar beiðnir um aðstoð hafa meðal annars borist í Reykjavík. Innlent 27. desember 2020 14:50
Hvítá að komast í eðlilegt horf Hvítá í Borgarfirði er að komast í samt horf eftir mikið flóð síðustu daga. Áin flæddi yfir veginn að Hvítárbakka í gær og talið er að töluverðar skemmdir hafi orðið á veginum. Ekki hefur orðið tjón á húsum. Innlent 26. desember 2020 13:25
„Sólin gerir lítið sem ekkert gagn“ Búist er við norðan hvassviðri eða stormi með snjókomu og rigningu á morgun og taka gular veðurviðvaranir gildi um land allt í kring um miðnætti í kvöld. Hressileg suðvestanátt sem blés á landinu í gær er nú að ganga niður og tekið að draga úr éljum að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Innlent 26. desember 2020 10:30
Árið 2020 í myndum Ársins 2020 verður vafalítið minnst sem árs Covid-19 en þó gerðist margt annað markvert. Veður var oft vont, kjaradeilur harðar og mikið rætt um nýja stjórnarskrá. Jörð skalf á Reykjanesskaga og þá létu náttúruöflinn finna fyrir sér á Flateyri, Suðureyri og Seyðisfirði.Þegar eitthvað var að frétta voru ljósmyndarar og tökumenn Vísis og Stöðvar 2 á staðnum og fönguðu meðal annars þá stemningu sem myndaðist í samfélaginu þegar götur voru mannlausar, raðir langar og þjóðin á varðbergi gegn nýrri vá.Hér má sjá sýnishorn af myndunum sem prýddu umfjöllun okkar á árinu. Fréttaannáll Stöðvar 2 verður svo á dagskrá að loknum kvöldfréttum 30. desember, bæði á Stöð 2 og Vísi. Innlent 25. desember 2020 16:03
Þúsundir ljósmynda sem týndust í aurskriðunum fundust óskemmdar Þúsundir ljósmynda í eigu Tækniminjasafns Austurlands sem týndust í aurskriðunum á Seyðisfirði í síðustu viku fundust óskemmdar á Þorláksmessu. Hlé hefur verið gert á hreinsunarstarfi í bænum en því verður framhaldið eftir helgi. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að ástandið sé viðkvæmt en að vel sé fylgst með. Innlent 25. desember 2020 14:02
Stormur og gul viðvörun síðdegis Ansi hvöss suðvestanátt verður síðdegis og stormur suðvestantil á landinu. Gular viðvaranir hafa verið gefnar út en búist er við éljum eða slydduéljum á sama tíma vegna kólnandi veðurs. Innlent 25. desember 2020 09:09
Gular viðvaranir í kvöld og éljagangur á morgun Gular viðvaranir eru í gildi á landinu í kvöld og nótt vegna úrkomu og vinds. Suðvestan 15-25 m/s og mikil úrkoma á vestanverðu landinu í dag. Talsverð hlýindi en hægari vindur á Austurlandi fram á kvöld. Veður 24. desember 2020 11:05
Gular viðvaranir í gildi á aðfangadag Gular viðvaranir vegna veðurs taka gildi víða um land á morgun, aðfangadag. Búist er við talsverðri rigningu við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Samhliða má búast við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem hefur í för með sér aukna hættu á á flóðum og skriðuföllum. Innlent 23. desember 2020 18:41