Asahláka morgundagsins gæti ógnað stöðugleika í hlíðunum Þrátt fyrir að veðurútlitið fyrir daginn í dag sé með besta móti og að stöðugleiki í hlíðum Seyðisfjarðar hafi aukist til muna er veðurspáin fyrir morgundag, aðfangadag, alls ekki hagstæð. Blessunarlega er þó ekki útlit fyrir verulega úrkomu á Seyðisfirði samfara hlýindum sunnanáttarinnar. Innlent 23. desember 2020 14:16
Rúrik og Nathalia njóta lífsins í þrjátíu stiga hita í Brasilíu Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Rúrik Gíslason er í draumafríinu með kærustunni Nathalia Soliani en þau eru stödd við strönd rétt hjá borginni Salvador í Brasilíu. Lífið 23. desember 2020 13:31
Útlit fyrir rauð jól víðast hvar á landinu Það er útlit fyrir auða jörð víðast hvar á landinu þegar klukkan slær sex á aðfangadagskvöld vegna lægðar sem nálgast landið seint í kvöld. Jólin verða því líklegast rauð. Innlent 23. desember 2020 07:05
Sérfræðingar vanmátu aðstæður á Seyðisfirði Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar Veðurstofu Íslands, segir sérfræðinga stofnunarinnar hafa vanmetið aðstæður utan Búðarár á Seyðisfirði, þar sem stærsta skriða sem fallið hefur á þéttbýli á Íslandi féll síðdegis á föstudag. Innlent 22. desember 2020 17:41
Stuðningurinn verði til staðar fyrir íbúa „Þetta er auðvitað átakanlegt. Að sá þessar rosalegu hamfarir sem hér hafa orðið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún er nú stödd á Seyðisfirði með ráðherrum ríkisstjórnar sinnar, þar sem þau hafa verið að virða ástandið fyrir sér eftir miklar aurskriður í bænum. Innlent 22. desember 2020 12:18
Bjartviðri og allt að tólf stiga frost Það er hæð yfir landinu í dag með tilheyrandi hægviðri í flestum landshlutum nema á Austfjörðum þar sem verður norðvestan strekkingur. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Innlent 22. desember 2020 06:55
Ætlar að huga að jólamatnum og „hygge sig“ Hermann Svavarsson Seyðfirðingur beið komu sonar síns á Hótel hérað í dag en til stendur að halda aftur á Seyðisfjörð í dag. Aur og drulla er í námunda við hús hans á Seyðisfirði sem stendur þó enn. Innlent 21. desember 2020 15:02
Sakna þess að leika við vini sína á Seyðisfirði Frændsystkinin Aron Elvarsson tíu ára og Júlía Steinunn Ísleifsdóttir tólf ára reikna með því að mega fara heim til sín á Seyðisfjörð og sækja nauðsynjavörur í dag. Þau voru í heimsókn hjá vinkonu sinni að spila tölvuleik á föstudag þegar skriður féllu í bænum og rafmagnið fór af. Innlent 21. desember 2020 15:01
Ekki var hægt að fylgjast með hreyfingum sökum rigningar Hreyfingar höfðu verið við Búðará á Seyðisfirði dagana áður en stóra skriðan féll á föstudag. Spýjur höfðu myndast í fjallinu en ekki var hægt að fylgjast sérstaklega með hreyfingunum því mælar Veðurstofunnar virka aðeins í þurru veðri og góðu skyggni. Innlent 21. desember 2020 13:45
Vetrarsólstöður í dag og daginn fer að lengja á ný Vetrarsólstöður eru í dag og þar með stysti dagur ársins. Frá og með morgundeginum tekur því daginn að lengja. Innlent 21. desember 2020 08:03
Allmikil lægð í kortunum á aðfangadag „Eftir erfið veður síðustu daga, þótt sunnan- og vestanvert landið hafi sloppið ágætlega frá þessu, taka við mun rólegri dagar.“ Innlent 21. desember 2020 07:01
Synti út úr skriðunni eftir að hafa bjargað manni úr björgunarsveitarbíl „Ég sé skriðuna fara af stað. Hún byrjar að renna niður. Ég horfi niður og þar sé ég björgunarsveitarbíl sem var við lokunarpóst, sem ég veit að mun lenda í skriðunni. Eftir það sé ég bara björgunarsveitarbílinn. Þó svo að hús hafi farið fram hjá á sama tíma þá sá ég aldrei húsið, ég sá bara björgunarsveitarbílinn því ég vissi að hann væri mannaður.“ Innlent 20. desember 2020 16:25
Ráðherrar heimsækja Seyðisfjörð á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnir að því að fara til Seyðisfjarðar ásamt öðrum ráðherrum á þriðjudag til að meta aðstæður. Áður þurfa ráðherrar og fylgdarlið að fara í skimun fyrir kórónuveirunni. Innlent 20. desember 2020 14:55
Rýmingu aflétt að hluta á Seyðisfirði og bærinn kominn á hættustig Ofanflóðasérfræðingar Veðurstofu Íslands og samstarfsaðilar hafa metið hættu á frekari skriðuföllum á Seyðisfirði. Þeir íbúar sem búa utan áhættusvæða mega snúa aftur til Seyðisfjarðar í dag. Viðbúnaðarstig á Seyðisfirði hefur verið fært af neyðarstigi niður á hættustig. Innlent 20. desember 2020 14:36
Áfram neyðarstig á Seyðisfirði Neyðarstig verður áfram í gildi á Seyðisfirði og hættustig á Eskifirði. Þetta var ákveðið í dag eftir fund almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og lögreglu með ofanflóðasérfræðingum Veðurstofu Íslands, aðgerðarstjórn, vettvangsstjórn og fulltrúum mikilvægra innviða og stofnana á Austurlandi nú fyrir hádegi. Innlent 20. desember 2020 12:33
Skoða hvort hægt sé að aflétta hluta rýmingar Vonast er til að hægt verði að aflétta hluta rýmingar á Seyðisfirði í dag. Aðgerðastjórn og Veðurstofan fundaði í morgun klukkan tíu í samhæfingarstöð almannavarna varðandi næstu skref en endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin. Innlent 20. desember 2020 11:55
Funda um næstu skref klukkan tíu: Varðskipið Týr sótti þrennt sem varð innlyksa Nú klukkan tíu er að hefjast fundur í samhæfingarstöð almannavarna með aðgerðastjórn og Veðurstofunni um hver næstu skref verða á Seyðisfirði þar sem enn er neyðarstig í gangi og Eskifirði þar sem er hættustig. Innlent 20. desember 2020 09:40
Gul viðvörun og leiðindaveður á norðvestanverðu landinu Leiðindaveður verður á norðvestanverðu landinu í dag og fram eftir mánudagsmorgni með tilheyrandi hvassviðri og stormi. Búist er við töluveðri ofankomu svo skyggni og færð gætu farið úr skorðum. Innlent 20. desember 2020 07:44
Myndir frá Seyðisfirði sýna gríðarlega eyðileggingu Eyðileggingin í kjölfar aurskriðanna sem fallið hafa á Seyðisfjörð var áþreifanleg þegar fjölmiðlafólki var hleypt að bænum í dag. Innlent 19. desember 2020 16:40
„Ef maðurinn minn hefði hlaupið í hina áttina þá væri hann ekki hér með okkur“ Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri og fyrrum forseti bæjarstjórnar á Seyðisfirði, segir það vera kraftaverk að ekkert manntjón hafi orðið þegar aurskriðan féll í gær. Bjarki Borgþórsson, lögreglumaður og eiginmaður Hildar, var staddur nærri staðnum sem skriðan féll ásamt öðrum viðbragðsaðilum og mátti litlu muna að verr færi. Innlent 19. desember 2020 15:28
Rýming á Seyðisfirði og Eskifirði áfram í gildi og staðan endurmetin á morgun Rýming verður í gildi á Eskifirði að minnsta kosti til hádegis á morgun, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Austurlandi. Þá verður staðan á Seyðisfirði endurmetin í fyrramálið Innlent 19. desember 2020 15:00
Óvíst hvenær íbúar geta snúið aftur til Seyðisfjarðar Ekki liggur fyrir hvenær íbúar Seyðisfjarðar geta snúið aftur til síns heima eftir að bærinn var rýmdur í gærkvöldi. Stórar aurskriður féllu á bæinn og skemmdu minnst tíu hús. Innlent 19. desember 2020 11:45
„Verst af öllu er að þurfa að bíða en við verðum að vona það besta“ Páll Thamrong Snorrason segir aðgerðir á Seyðisfirði í gærkvöldi hafa gengið vel en fólk sé margt óttaslegið og kvíðið fyrir næstu skrefum. Innlent 19. desember 2020 10:34
Þar sem dagarnir eru stuttir en birtan stórkostleg „Það er svona eins og hvítt teppi sé að leggjast yfir landið, eins og það sé að leggjast í dvala. Þetta er svo fallegt land og sannkallaður ævintýraheimur.“ Lífið 19. desember 2020 09:31
Sér fyrir endann á úrkomu en áfram skriðuhætta Skriðuhætta verður áfram á austanverðu landinu þó nú sjái fyrir endann á þeirri rigningu sem hefur verið á svæðinu. Neyðarstig almannavarna er í gildi á Seyðisfirði og hefur bærinn verið rýmdur vegna skriðuhættu eftir að stórar skriður féllu í bænum. Innlent 19. desember 2020 07:18
Seyðfirðingar allir komnir með svefnpláss fyrir nóttina Seyðfirðingar eru allir komnir til Egilsstaða í fjöldahjálparstöð Rauða krossins sem opnuð var í grunnskólanum þar. Að sögn Rögnvaldar Ólafssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hafa allir fengið rúmpláss fyrir nóttina og enginn mun þurfa að halda til í skólanum í nótt. Innlent 18. desember 2020 21:44
Holræsin hafa ekki undan og slökkviliðið reynir að bjarga kjöllurum frá vatnsskemmdum Slökkviliðsmenn á Seyðisfirði hafa undanfarna daga átt fullt í fangi með að dæla vatni upp úr kjöllurum og að dæla vatn úr holræsum sem hafa ekki haft undan. Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri á Seyðisfirði segir að enn sé mikið eftir og að starf slökkviliðsins muni ekki hefjast af alvöru fyrr en íbúar hafa snúið aftur heim til sín. Innlent 18. desember 2020 20:08
Um 30 ár síðan heilt bæjarfélag var síðast rýmt Neyðarástand er í gildi á Seyðisfirði vegna aurskriða sem þar hafa fallið síðustu sólarhringa. Stór skriða féll á byggðina um klukkan hálf fjögur á föstudag sem hreif með sér hús sem jafnaðist nánast við jörðu. Innlent 18. desember 2020 19:06
Fjöldi fólks á Eskifirði þarf að yfirgefa hús sín vegna skriðuhættu Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Austurlandi og Veðurstofu Íslands, hefur lýst yfir hættustigi á Eskifirði vegna skriðuhættu. Óvissustig er á öllum Austfjörðum, neyðarstig á Seyðisfirði og nú hættustig á Eskifirði. Innlent 18. desember 2020 18:09
„Þetta var bara áfall“ Kristinn Már Jóhannesson, slökkviliðsmaður á Austfjörðum, var við störf í námunda við húsin sem urðu fyrir stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði um þrjúleytið í dag. Slökkviliðsmenn voru við dæluvinnu þegar drunurnar byrjuðu. Kristinn Már var að ganga frá slöngu með félögum sínum í slökkviliðinu. Innlent 18. desember 2020 17:47