Hnýtingarnámskeið með Sigurði Pálssyni Sigurður Pálsson fluguhnýtari heldur námskeið fyrir þá sem eru að taka fyrstu skrefin í hnýtingum. Nemendum verða kennd undirstöðuatriðin í hnýtingu, að lesa fluguuppskriftir og allt um efni og áhöld. Námskeiðið eru fjögur kvöld og innifalið er efni og áhöld. Veiði 27. mars 2012 12:02
Nýr 10 ára samningur um leigu á Minnivallalæk Um helgina var gerður nýr 10 ára samningur um áframhaldandi leigu Strengja á Minnivallalæk í Landssveit sem þegar hafa haft hann í leigu í 20 ár svo þarna stefnir í 30 ára samningstíma! Samstarfið við Veiðifélag Minnivallalækjar hefur verið gott og fjöldi erlendra veiðimanna farinn að venja komur sínar í ánna. Veiði 27. mars 2012 11:56
Á að veiða eða sleppa Á að veiða og sleppa eða á að sleppa því að sleppa? Þórólfur Antonsson tók saman langtímagögn úr 3 Vopnfirskum ám til að leita orsaka mismunandi veiði í þeim. Meðal ályktana sem hann dregur af þeirri samantekt er að mögulega sé til ákveðinn kjörfjöldi af hrygningar-fiski og því geti verið til óþurftar að sleppa fiski í góðum árum. Þessa frétt fengum við frá SVAK. Veiði 26. mars 2012 11:23
Veiðin í Elliðavatni hefst 19.apríl Veiði í Elliðavatni mun hefjast á sumardaginn fyrsta, þann 19. apríl næstkomandi. Ákvörðun um þetta liggur fyrir hjá Veiðifélagi Elliðavatns. Veiðileyfi í Elliðavatn verða til sölu hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, bæði á skrifstofu félagsins og eins í vefsölunni á heimasíðu SVFR. Veiði 26. mars 2012 11:18
Gamalt deilumál í deiglunni Þetta kemur upp á hverju ári...vori/síðvetri. Stórurriðaveiðar í net eða á stöng fyrir stangaveiðitíma í Þingvallavatni og hvaða áherslur eru eiginlega í gangi við ræktun og nýtingu þessa frábæra fisks? Veiði 25. mars 2012 09:59
Ný mið á haglabyssur auðvelda veiðar Nú eru komin á markað ný mið á haglabyssur sem auðvelda mönnum að hitta bráðina og þessi búnaður á að virka það vel að þú hittir það sem er inní miðinu. Veiði 22. mars 2012 13:24
Hinn magnaði Dýrbítur Það er alltaf spurning þegar fyrstu köstin eru tekin á vorin, hvaða flugu á ég að setja undir? Það fer að vísu svolítið eftir því hvar þú ert að veiða og hvort þú sért að veiða í stöðuvatni eða í á. Heilt yfir, ef ég ætti að velja eina flugu til að byrja á þá hefur valið mitt alltaf verið nokkuð skýrt. Veiði 22. mars 2012 13:05
2 vikur í opnun! Nú eru aðeins rétt rúmar tvær vikur í opnun margra vinsælla veiðivatna og má sjá lista yfir þau hér fyrir neðan. Með hækkandi sól eykst spenningurinn hjá veiðimönnum og margir langt komnir með að hnýta flugur fyrir sumarið. Vinsælustu vorveiðivötnin hafa verið Vífilsstaðavatn og Meðalfellsvatn. Veiði 20. mars 2012 10:19
Opna fyrir veiði í ósasvæði Laxá í Ásum Félagið Salmon tails, sem er leigutaki Laxár á Ásum og Mýrarkvíslar er að kynna ansi spennandi nýjung, eða ósasvæði Laxár á Ásum sem liggur að hluta andspænis hinu rómaða silungasvæði Vatnsdalsár. Veiði 20. mars 2012 10:17
Kynning á leyndardómum Þingvallavatns Þann 22 mars verður fræðslunefndin í samstarfi við Guttorm P. Einarsson með kynningu á Þingvallavatni. Guttormur er veiðimaður til tugi ára hefur ódrepandi áhuga á fluguveiði í vötnum og á lífríkinu í kringum vötnin. Kynningin verður í sal SVFR og hefst kl.20:00 Veiði 20. mars 2012 10:14
Laxasetur opnar á Blönduós Laxasetur Íslands ehf. var stofnað á Blönduósi í júní í fyrra og er nú unnið að því af fullum þunga að setja setrið upp, en stefnt er að því að opna það á komandi sumri. Verkefnisstjórar eru Þuríður Helga Jónasdóttir og Kristín Arnþórsdóttir. Þær Þuríður og Kristín eru nú að safna munum til að setja upp á setrinu og hafa m.a. leitað til veiðimanna í þeim efnum, en ýmsa gamla muni sem tengjast lax- og silungsveiði vantar í safnið. Veiði 16. mars 2012 18:10
Almenn sala hefst á morgun hjá SVFR Almenn sala veiðileyfa á vefnum hefst að morgni dags þriðjudaginn 20 mars næstkomandi. Þangað til hafa eingöngu félagsmenn rétt til kaupa á vefsölunni hjá SVFR. Veiði 16. mars 2012 18:08
Kastmyndband með Klaus Frimor Undanfarin tíu ár hefur Klaus Frimor starfað á Íslandi sem leiðsögumaður og sem kastkennari, en yfir vetrarmánuðina hefur Klaus verið með kastnámskeið víðsvegar í Evrópu. Veiði 13. mars 2012 14:14
Hreggnasi endurnýjar samning um Grímsá Eftir nokkrar samningaumleitanir hefur Hreggnasi framlengt leigusamning sinn á Grímsá og Tunguá í Borgarfirði til næstu 3 ára. Leiguverð hækkar, en upphæðin er trúnaðarmál. Veiði 13. mars 2012 14:10
Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Árið 2011 jókst laxveiðin á Jöklu svæðinu um 62% frá fyrra ári og endaði laxveiðin í 565. Svæðið var veitt með 4 til 6 stöngum árið 2011. Samtals voru nýttir stangardagar 413 sem skiluðu 565 löxum eða 1,4 lax á hvern stangardag. Veiði 9. mars 2012 14:16
Kvikmyndahátíð veiðimanna RISE á laugardaginn Miðasala á RISE Fluguveiði Kvikmyndahátíð hófst formlega þann 10. febrúar í Veiðivon Mörkinni 6. Fyrirfram höfðu verið pantaðir vel yfir 100 miðar af þeim rúmlega 200 sem í boði eru og er nú farið að þynnast verulega í miðabunkanum. Veiði 8. mars 2012 12:11
Frábær dagskrá fræðslunefndar SVFR Nú er Fræðslunefnd félagsins farin á fullt og undirbúningur að hnýtingakvöldum þeirra félaga hafinn. Kvöldin hafa notið mikilla vinsælda og leiðbeinandi er sem fyrr hinn magnaði Sigurður Pálsson. Þessir skemmtilegu viðburðir standa félagsmönnum SVFR opnir og er velkomið að taka með sér gesti. Veiði 5. mars 2012 15:19
Ýmislegt um Sugurnar Á meðan stangaveiðimenn á Íslandi óttast uppgang sæsteinssugu í sunnlenskum fallvötnum, reyna indjánar að berjast fyrir verndun stofna á vesturströnd Bandaríkjanna. Meira um það hér og fleira um sugurnar. Veiði 2. mars 2012 10:29
Byssusýning 2012 á Stokkseyri Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri í samvinnu við verslunina Vesturröst verður haldinn laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. mars 2012 frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 Stokkseyri. Verður þar fjölbreytt úrval skotvopna til sýnis svo sem haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu frá landskunnum söfnurum m.a ein af haglabyssum Jóns Þorsteinssonar frá Ólafsfirði og Drífur Jóns Björnssonar frá Dalvik. Veiði 1. mars 2012 11:44
Hreindýraveiði á Grænlandi? Nú er úthlutun lokið vegna hreindýraveiða á Íslandi og líklega um 3.500 veiðimenn sem þurfa að bíta í það súra epli að hafa ekki fengið úthlutað dýri. En þeir veiðimenn sem vilja ekki missa af upplifuninni og jafnvel gera hana betri, ættu að skoða þessa frétt sem við fundum hjá Lax-Á. Það eru víðar hreindýr en á Íslandi sem betur fer. Veiði 27. febrúar 2012 14:45
Veiðin byrjar í Varmá 1. apríl Stangaveiði í Varmá og Þorleifslæk mun hefjast þann 1. apríl næstkomandi. Öll veiðileyfi frá og með opnunardegi verða aðgengileg á vefsölu SVFR sem opnar fyrstu viku marsmánaðar. Veiði 24. febrúar 2012 13:51
Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Þröstur Elliðason hjá Veiðiþjónustunni Strengjum er þessa dagana að bóka veiðimenn í árnar sem hann hefur á sínum snærum. Árangurinn sem hann hefur náð í ræktunarátaki í Breiðdalsá hin síðari ár og nú nýlega í Jöklu hefur verið mjög góður og er óhætt að segja að þeir veiðimenn sem upplifðu ævintýralega veiði í Jöklu á liðnu sumri geti varla beðið eftir dögunum sínum í þessari mögnuðu á. Við kíktum á Þröst og ræddum við hann um horfur sumarsins. Veiði 23. febrúar 2012 13:33
RISE kvikmyndahátíðin hefst 10. mars Miðasala á RISE Fluguveiði Kvikmyndahátíð hófst formlega þann 10. febrúar í Veiðivon Mörkinni 6. Fyrirfram höfðu verið pantaðir vel yfir 100 miðar af þeim rúmlega 200 sem í boði eru og er nú farið að þynnast verulega í miðabunkanum. Veiði 23. febrúar 2012 09:36
4.320 umsóknir um leyfi á hreindýr Umhverfisstofnun hefur borist 4.320 umsóknir um leyfi til hreindýraveiða. Endanlegur fjöldi er ekki enn ljós þar sem einhverjar umsóknir gætu verið á leiðinni í pósti. Heimilt verður að veiða 1009 dýr. Þegar allar umsóknir verða komnar í hús verður farið yfir þær með tilliti til hvort allir sem sækja um leyfi hafi tilskilin réttindi. Dregið verður úr gildum umsóknum í lok febrúar. Veiði 21. febrúar 2012 15:14
Batnandi útlit í Eyjafjarðará Stangaveiðimenn hafa eflaust flestir síðustu árin fylgst með niðursveiflu Eyjafjarðarár, a.m.k. með öðru eyranu eða auganu. Þessi fyrrum besta sjóbleikjuá landsins fór í hraða dýfu, svo mikla að hún var um tíma friðuð og sett í "gjörgæslu“. En nú virðast tímar vera bjartari. Veiði 20. febrúar 2012 14:24
Úthlutun veiðileyfa í Elliðaánum endurskoðað 2013 Í ár var óvenjumikill fjöldi umsókna um veiðileyfi í Elliðaánum og fengu færri en vildu. Það er því ljóst að breyta þarf um fyrirkomulag úthlutunar leyfa til að gefa sem flestum kost á að veiða í Elliðaánum. Rætt hefur verið að taka frá 2-3 vikur yfir sumartímann og veita ungum félagsmönnum og eldri félögum, ákveðinn forgang á þeim tíma. Veiði 20. febrúar 2012 14:22
Nóg að gera í bókunum hjá Lax-Á fyrir sumarið Það er mikið að gera hjá veiðileyfisölum landsins þessa dagana enda eru menn farnir að bóka sumarið og sumar ár þegar farnar eiga fáa daga lausa. Við tókum hús á Stefáni Sigurðssyni hjá Lax-Á til að heyra hvernig bókanir væru að ganga hjá þessum stærsta veiðileyfasala landsins. Veiði 17. febrúar 2012 12:47
Rétt rúmar 6 vikur í veiðitímabilið Það eru eflaust margir veiðimenn farnir að kíkja á græjurnar og sjá hvernig vetrardvöl í geymslunni hefur farið með þær. Núna eru rétt rúymar 6 vikur í að veiðin hefjist og eins og venjulega má reikna með fyrstu fréttunum úr Varmá strax um hádegisbil ef veður og veiði er í lagi. Veiði 14. febrúar 2012 12:09
Úthlutun lokið hjá SVFR Þá er formlegri úthlutun lokið hjá SVFR. Því miður, eins og alltaf, fengu ekki allir félagsmenn úthlutað á A-leyfin sín og þess vegna vill starfsfólk SVFR reyna að finna leyfi fyrir þessa félagsmenn úr þeim leyfum sem eftir eru áður en þau fara í almenna sölu. Veiði 14. febrúar 2012 10:25
Vesturröst með kastnámskeið Kastnámskeiðin hjá Vesturröst eru að fara í gang og þeir sem ætla að taka vel á veiðinni í sumar en eiga eftir að fullkomna kasttæknina ættu klárlega að kíkja á þetta námskeið. Veiði 7. febrúar 2012 10:52