"Veðurguðir greiða gamla skuld" Ástþór Jóhannsson leigutaki og staðarhaldari við Straumfjarðará hefur þann skemmtilega sið að senda okkur ca tvær skýrslur á hverju sumri þar sem hann tekur saman gang mála. Að þessu sinni ríkir mikil gleði í pistlinum! Veiði 2. ágúst 2011 09:34
Veiðitölur úr Andakílsá Nú þegar að um þriðjungur veiðitímans er liðinn í Andakílsá hafa veiðst rúmlega 70 laxar. Heita má að þetta séu eðlilegar veiðitölur úr ánni. Veiði 2. ágúst 2011 09:32
1.715 laxar komnir úr Norðurá Mjög góð veiði hefur verið í Norðurá í Borgarfirði síðari hluta júlímánaðar og hafa hollin verið að fá 100-150 laxa á þremur dögum. Enn er lax að ganga. Veiði 1. ágúst 2011 19:05
Tröllin farin að sýna sig á Nessvæðinu Í morgun veiddist 25 punda hængur á Nesveiðum. Nú er farið að bera nokkuð á stórlöxunum sem einkenna þetta magnaða veiðisvæði. Veiði 1. ágúst 2011 19:03
Hugleiðingar um netaveiði á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár Þessa grein er að finna á vef þeirra Lax-Á manna og er góð lýsing á því sem velflestir veiðimenn sem leggja leið sína árnar á þessu vatnasvæði eru að hugsa: Veiði 1. ágúst 2011 10:48
60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Eystri Rangá hefur verið að skila 60-80 löxum á land á dag þrátt fyrir að áin sé stundum lituð hluta úr degi. Ef áin væri hrein allann daginn væru 100 + laxa dagarnir orðnir margir því mikið af laxi hefur verið að ganga síðustu daga. Veiði 1. ágúst 2011 09:24
63 laxar á eina stöng í Grímsá Veiði hefur glæðst til muna í Borgarfjarðaránum eftir vætutíð að undanförnu og er Grímsá þar engin undantekning. Góð veiði hefur verið í ánni að undanförnu en fáir hafa sennilega gert betur en bræðurnir Eggert og Þórir Halldórssynir frá Stykkishólmi sem fengu 63 laxa á ,,rúmlega“ eina stöng dagana 23. til 26. júlí sl. Þeir bræður veiða víða en Grímsáin er í sérstöku uppáhaldi enda hefur hún reynst þeim gjöful í áranna rás. Veiði 1. ágúst 2011 09:16
54 laxar komnir úr Andakílsá Holl sem lauk veiðum þann 28 júlí fékk sjö laxa á tveimur dögum og þar af voru sex laxar lúsugir. Þessir laxar komu úr Nátthagahyl, Efri Foss og nýjum veiðistað. Laxar sáust varla á öðrum stöðum í ánni. Veiði 31. júlí 2011 13:01
Frábær skilyrði og góð veiði í Kjósinni. Mikið af laxi í Langá Félagarnir Sævar Haukdal og Rögnvaldur Jónsson voru í síðasta holli í Laxá í Kjós og enduðu með 21 lax á stöngina. Skilyrðin í ánni voru að þeirra sögn frábær. Áin í góðu vatni og fiskur að ganga af krafti, en sérstaklega var mikið af laxi á frísvæðinu frá Káranesfljóti og upp fyrir Hurðarbakshyl. Efsta svæðið hefur verið rólegast en er þó að koma hægt og rólega inn núna þegar fiskurinn dreifir sér um ánna. Veiði 31. júlí 2011 08:36
300 laxa vika í Selá Veiðin í Selá heldur áfram að vera eins og hún hefur verið frá opnun, alveg ótrúlega góð! Síðasta vika gaf 300 laxa sem er alveg ótrúleg tala miðað við það sem er að gerast í ánum í kring og í raun á landinu öllu. Áin var ekki sein til eins og víða og tveggja ára laxinn er ennþá rúmlega helmingur aflans. Veiði 31. júlí 2011 08:32
9 kg lax úr Eystri Rangá í morgun Eystri Rangá var í 59 löxum í gærdag og hefur náð að hreinsa sig síðan í byrjun vikunar. Í morgun var búið að skrá 25 laxa í bók og veiðimenn en eftir að skila sér niðri veiðihús. Það má einnig bæta við að 9kg lax veiddist í morgun og er það stærsti lax sumarsins hingað til í Eystri en við fáum því miður ekki mynd af drekanum fyrr en í kvöld eða á morgun. Veiði 29. júlí 2011 16:47
Góðir kostir í veiðileyfum um helgina Núna þegar veðurspá helgarinnar liggur fyrir fara margir að hugsa um hvert þeir eigi að fara og veiða. Það eru margir spennandi kostir í boði og það þarf ekki að kosta mikið. Við tókum saman nokkra veiðileyfasala og skoðunum hvaða spennandi kostir eru í boði um helgina, og þá sér í lagi það sem kostar ekki mikið Veiði 29. júlí 2011 14:28
Klaus Frimor bætir við flugukastnámskeiðum Klaus Frimor bætir við nokkrum flugukastnámskeiðum á Rauðavatni í ágúst. Það komust færri að en vildu á námskeiðin í vor og nú bætir hann við einhendunámskeiðum 18 og 20 ágúst og tvíhendunámskeiði 19 ágúst. Veiði 29. júlí 2011 14:23
Fréttir frá veiðisvæðunum í Borgarfirði Holl sem lauk veiðum á aðalsvæði Hítarár þann 27/7 hjó nærri veiðimeti árinnar því 81 lax veiddist í hollinu. Mjög góður gangur er í ánum á Vesturlandi. Veiði 29. júlí 2011 10:03
80 laxa dagur úr Ytri Rangá Ytri Rangá og vesturbakki Hólsár voru í 80 löxum í gærdag þrátt fyrir leiðindarok seinnipart dags. Matti veiðivörður sagði okkur að svæði sjö væri komið í gang ásamt því að Gullfossbreiðan á svæði tíu er alltaf að gefa meira og meira. Veiði 29. júlí 2011 09:21
Veiðidónar á ferð í Blöndu Á morgunvaktinni á svæði 1 í Blöndu veiddist lax í Damminum með þennan ófögnuð kræktan í kviðinn. Ekki leikur vafi á því að veiðiþjófar hafa verið á ferðinni þarna í nótt sem leið og notað þetta agn. Veiðiverði hefur að sjálfsögðu verið gert viðvart og má búast við aukinni veiðivörslu í framhaldi af þessu. Veiði 29. júlí 2011 09:19
Laxá í Dölum að vakna til lífsins Eftir mikla tregðu er Laxá í Dölum vöknuð til lífsins. Að sögn Árna Friðleifssonar sem er á staðnum þá er kominn fiskur um alla á í kjölfar rigningar. Veiði 28. júlí 2011 16:18
100 laxar í gegnum teljarann í Leirvogsá á einum degi! Síðastliðinn sólarhring hafa 100 laxar gengið teljarann í Leirvogsá. Veiðin hefur verið róleg fram til þessa en nú eru væntanlega góðir tímar framundan. Veiði 28. júlí 2011 14:48
Innsend frétt úr Korpunni Það hefur verið fínn gangur í Korpunni í sumar, í gær miðvikudaginn 17. júlí voru komnir á land 110 laxar á land og 12 sjóbirtingar. Það eru ennþá stórar torfur af laxi sem dólar um í sjónum, hnusar af ósnum og bíður eftir réttum aðstæðum til þess að renna sér upp í ánna, það verður virkilega gaman að sjá hvað gerist núna þegar bleyta er í kortunum enda var farið að örla á vatnsleysi og ekki er áin vatnsmikil fyrir. Veiði 28. júlí 2011 11:29
Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Þá eru komnar nýjar tölur frá Landsambandi veiðifélaga og Norðurá heldur sínu fyrsta sæti. Þess ber að geta fyrir þá sem eru að rýna í tölurnar í fyrsta skipti að það er ekki endilega heildartalan sem skiptir máli heldur hversu margir laxar það eru sem koma á stöngina. Veiði 28. júlí 2011 09:51
Ágæt bleikjuveiði í Litluá Ágæt bleikjuveiði hefur verið í Litlá í sumar í bland við urriðann. Eru þær margar vænar og algeng stærð 45 til 50 sm. Einnig hafa ágætir urriðar komið á land og veiddist um daginn 71 sm urriði sem áætlaður var um 11 pund. Veiði 28. júlí 2011 09:48
Góðar göngur í Mýrarkvísl Nú er komin almennlegur kraftur í göngurnar í Mýrarkvísl og er lax í flestum hyljum á svæði 1-2 og nokkrir hrikalegir hafa sloppið. Veiði 28. júlí 2011 09:46
Enn einn stórlaxinn úr Víðidalnum Þrátt fyrir að veiðin sé nokkuð róleg enn sem komið er í Víðidalnum eru þar þó nokkrir drekar á sveimi. Þessi sem hér sést á mynd er 100 cm langur og tók hann Green Brahan no. 14 í Harðeyrarstreng. Veiðimaðurinn er Konstantin Kravchenko og óskum við honum til lukku með þennan fallega fisk. Veiði 28. júlí 2011 09:43
Lifnar loksins yfir Stóru Lax-á Við heyrðum góðar fréttir úr Stóru Laxá sv. I og II. Í gær komu sjö laxar á land og veiðimenn misstu annað eins. Laxinn var að taka á öllu svæðinu. Eru þetta góðar fréttir fyrir Stóru Laxá sem hefur verið eins og svo margar aðrar ár seinni í gang en undanfarin ár. Veiði 28. júlí 2011 09:40
Guð er í nótt á Þingvöllum Atli Bergmann hefur í vor og sumar farið sannkölluðum hamförum á veiðislóð. Bleikja og urriði í hundruða tali auk vænna sjóbirtinga og stórlaxa eru á afrekaskránni. Atli fékk lax lífs síns í Svartá um daginn. Veiði 28. júlí 2011 09:00
Blanda komin yfir 1.100 laxa Þó að laxveiðin í Blöndu hafi ekki verið eins mikil í sumar og á tveimur síðustu árum hefur veiðin verið þokkaleg. Samkvæmt upplýsingum frá Lax-á hafa veiðst um 1.100 laxar. Veiði 28. júlí 2011 05:00
Innsend frétt frá veiðihóp sem var koma úr Veiðivötnum "Við félagarnir vorum að veiðum í Veiðivötnum á dögunum og veiddist bara ágætlega þrátt fyrir að lenda í leiðindar veðri í tvo hálfa daga. Þrátt fyrir það er fiskurinn enn til staðar í vatninu þannig að það er um að gera að láta sig hafa það að reyna. Veiði 27. júlí 2011 14:12
Holl með 81 lax úr Hítará I Við heyrðum af holli sem lauk veiðum nýlega í Hítará I og lokatalan er allsvakaleg! 81 lax sem er met í Hítará. Það hafa verið að detta í ánna stórar göngur eins og víðar á Mýrunum, sem skilar sér í þessari frábæru veiði. Veiði 27. júlí 2011 13:32
Skemmtilegur leikur hjá Veiðihorninu Veiðihornið í Síðumúla hefur bryddað upp á skemmtilegum og nýstárlegum getraunaleik. Það er í sjálfu sér ekkert nýstárlegt við getraunir, en hvernig þessi leikur er settur upp er skemmtilegt nýnæmi. Og verðlaunin eru flott. Veiði 27. júlí 2011 13:10
Veiðidagbók Strengja komin í gagnið Loksins hefur rafræna veiðidagbókin í Breiðdalsá komist í lag eins og sjá má vefnum hjá www.strengir.is . Og veiðin er komin yfir 300 laxa og að langmestu leyti vænn tveggja ára lax sem hefur veiðst enn, á bilinu 70-85 cm og í áberandi góðum holdum þetta sumarið. Veiði 27. júlí 2011 10:41