Veiðivísir

Veiðivísir

Allt um stang- og skotveiði á Íslandi. Vetur, sumar, vor og haust.

Fréttamynd

Helgin var góð í Ytri Rangá

Helgin var ágæt í Ytri Rangá. Það var hvasst á laugardaginn og nær ómögulegt að kasta flugu en samt náðu veiðimenn að landa 22 löxum. Sunnudagurinn var mun betri, vindinn lægði og veiðimenn gátu kastað, en alls komu 53 laxar á land. Helstu svæðin sem voru að gefa yfir helgina eru þau sömu og undanfarið, en það eru svæði eitt, fjögur og sex.

Veiði
Fréttamynd

Rólegt í sjóbleikjunni á Eyjafjarðarsvæðinu

Fremur rólegt hefur í sjóbleikjunni á Eyjafjarðarsvæðinu það sem af er júlí. Kalt vor hefur seinkað leysingum og árnar verið mjög vatnsmiklar nú í júlí. Engin ástæða er þó til að örvænta því þótt bleikjan hafi verið fyrr á ferðinni síðustu árin verður það að teljast fremur undantekning en regla - á árunum í kringum 2000 var bleikjan yfirleitt ekki á ferðinni fyrr en eftir 20. júlí.

Veiði
Fréttamynd

Stórlaxaveiði á Bíldsfelli

Veiðimenn í Alviðru í Sogi settu í sjö laxa í gærmorgun og lönduðu þremur. Stórlaxaveiði hefur verið í Bíldsfelli síðustu tvo daga.

Veiði
Fréttamynd

Góð veiði á Jöklusvæðinu

Góð veiði hefur verið á Jöklusvæðinu undanfarna daga og eru komnir yfir 100 laxar á land. Meira vatn hefur verið í ánum heldur en á sama tíma og í fyrra ásamt því að fiskgengd hefur verið meiri.

Veiði
Fréttamynd

Annað tölublað af Veiðislóð komið út

Annað tölublað af Veiðislóð er komið út og kennir þar margra grasa eins og í fyrsta blaðinu. Fyrir fróðleiksþyrsta veiðimenn er þetta kærkomin viðbót því veiðimenn fá sjaldan nóg af því að lesa um veiðitengd málefni.

Veiði
Fréttamynd

Mikið af fiski í Soginu eftir stóra göngu í gær

Okkar maður við bakkann í Soginu, nánar tiltekið á Bíldsfellinu, Örn Geirsson ásamt félögum, voru búnir að landa 12 löxum en þeir byrjuðu veiðar í gær. Laxinn er allur grálúsugur og vel haldin. Laxarnir voru teknir í Neðra Horni, Efri garði, Neðri Garður, Tóft, Kofastreng og séð laxa í Sakkarhólma en ekki náð neinu þar.

Veiði
Fréttamynd

Ágætis gangur í Langadalsá

Langadalsá lítur vel út þessa daganna. Heildartalan er komin rétt yfir 50 laxa og nýr fiskur að skila sér í ánna undanfarna daga samkvæmt Sigga veiðiverði.

Veiði
Fréttamynd

Laxinn mættur í Lýsuna

Laxinn er mættur á vatnasvæði Lýsu, og að sögn heimamanna er útlitið mun betra heldur en undanfarin ár fyrir vestan.

Veiði
Fréttamynd

Síðasta vika sú besta í sumar

Það er svo sannarlega líf í tuskunum víða eftir stóra strauminn um síðustu helgi. Góðar göngur hafa verið víða og ekkert lát á líkt og féelagi okkar einn varð vitni að við Borgarfjarðarbrúna síðustu nótt.

Veiði
Fréttamynd

50 laxar á land í Ytri Rangá á morgunvaktinni í gær

Ytri Rangá er heldur betur að taka við sér. Við sögðum frá því í gær að þriðjudagurinn hafi verið besti dagurinn í sumar hingað til með 48 laxa. Miðvikudagurinn var svipaður með 45 laxa og 30 af þeim á morgunvaktinni. En morgunvaktin í dag, fimmtudag, kom með enn eina sprengjuna, 50 laxar á land og tæpur helmingur í Ægisíðufossi seinnihluta vaktarinnar.

Veiði
Fréttamynd

Veðurblíða í Víðidalnum, komnir 150 laxar á land

Heildarveiðin í Víðidal er kominn í 150 laxa ef kvöldvaktin í gær og morguninn í dag er tekinn með. Er þetta talsvert minna en í fyrra en eins og oft hefur verið sagt í sumar er veiðin um tveimur vikum seinna í sumar en undanfarin ár. Við heyrðum í þeim niðri veiðihúsi eftir vaktina í morgun og var sól og blíða á svæðinu eins og er búið að vera núna í viku og ef eitthvað er fer hitinn hækkandi.

Veiði
Fréttamynd

Elliðaárnar fullar af laxi

Konurnar í hópnum "Kastað til bata" voru við veiðar í Elliðaánum í morgun og luku veiðum núna klukkan 13:00. Það er óhætt að segja að veiðin hafi gengið vel því þær tóku kvótann og einhverja laxa í viðbót sem var sleppt aftur í ánna.

Veiði
Fréttamynd

Norðlingafljót opnar með 11 löxum

Norðlingafljót opnaði í vikunni og komu 11 laxar á land. Þessi á hefur nokkra sérstöðu þar sem laxinn gengur ekki í hana heldur er ekið frá Hafnará þar sem hann er veiddur í gildrur og ekið upp í fljótið.

Veiði
Fréttamynd

Veiðiflugur með kastnámskeið

Veiðiflugur héldu í vor kastnámskeið með Klaus Frimor sem hittu í mark hjá viðskiptavinum okkar og nú ætlum við að auka þjónustuna ennþá meira. Hilmar Hansson eigandi veiðiflugna verður með kastkennslu alla fimmtudaga í sumar á túninu fyrir neðan Langholtsskóla fyrir okkar viðskiptavini.

Veiði
Fréttamynd

Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið

Nú hafa nýjar tölur verið settar inná www.angling.is og það er athyglisvert að sjá hver veiðin hefur verið í þessari viku sem leið. Norðurá er ennþá efst og er fyrst ánna til að fara yfir 1000 laxa en það styttist í að Blanda og Þverá rjúfi þann múr líka. Veiðin greinilega farin af stað í Þverá og Blanda er líka á góðri siglingu.

Veiði
Fréttamynd

Plankað við bakkann

Allt "plank" æðið hefur ekki farið framhjá neinum sem er tengdur við rafmagn síðustu vikurnar og veiðimenn hafa greinilega ekki farið varhluta af því. Við fengum þessa mynd lánaða frá Jón Þór Júlíussyni hjá Hreggnasa þar sem hann plankar við óþekktan veiðistað.

Veiði
Fréttamynd

Rétt um 30 löxum landað í Svalbarðsá í morgun

Gott skot hefur komið í Svalbarðsá í morgun og það má því ætla að áin sé að vakna. Það virðist sem straumurinn síðast liðinn laugardag hafi gert sitt því fréttir eru að berast víða að um auknar laxagöngur og það verður gaman að sjá munin á veiðinni milli vikna. Það verða birtar nýjar tölur á morgun og þá sést best hvaða ár eru að skila sínu hingað til.

Veiði
Fréttamynd

Mokveiði í Mývatnssveit

Þrátt fyrir norðanátt er mokveiði í Laxá í Laxárdal og í Mývatnssveit. Meðalþungi silungsins er einnig með besta móti.

Veiði
Fréttamynd

Flottur lax úr Svartá

"Það var með eftirvæntingu sem ég fór í Svartá þar sem ég tók Maríulaxin minn á flugu fyrir hartnær 10 árum. Þessi á sem er svo falleg og krefjandi en alltaf skemmtileg og gefandi tók á móti okkur í glaða sólskyni og fallegu veðri en fáum fiskum hafði hugnast að ganga ennþá.

Veiði
Fréttamynd

Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá

Langá á Mýrum er hrokkin í gang og hefur veiðst mjög vel þar síðustu daga. Í gærmorgun kom 31 lax á land þar og var það besti morgunn í ánni í sumar. Nítján laxar náðust á miðsvæðinu, tíu á neðsta svæðinu og tveir á fjallinu. Þar með var Langáin komin í 410 laxa það sem af er sumri. Staðarhaldarinn Ólafur Finnbogason segir fiskinn í góðu ástandi, miklar göngur og vatnið í ánni mjög gott.

Veiði
Fréttamynd

Ytri Rangá að detta í gang

Það var fínn dagur í Ytri Rangá í gær en 30 löxum var landað. Helgin var í meðallagi en hún gaf 31 lax þar sem flestir komu á sunnudeginum, eða 23. Lax var að veiðast á nær öllum svæðum í gær en sterkustu staðirnir síðustu daga hafa verið Staurinn, Borg, Klöppin og Rángarflúðirnar.

Veiði
Fréttamynd

Góður dagur í Eystri Rangá

Besti dagur sumarsins var í gær í Eystri Rangá enda í fyrsta sinn í sumar sem áin er veiðanlega allan daginn. Morgunvaktin gaf 18 laxa og kvöldvaktin 26, alls 44 laxar á land.

Veiði
Fréttamynd

Góð vika í veiðivötnum og veiðin að aukast

Aðstæður í Veiðivötnum hafa lagast mikið síðustu vikuna, vötnin að hitna og flugan að minnka. Veiðin hefur tekið kipp upp á við samhliða því. Í 4. viku komu 2743 fiskar á land, sem er mjög gott miðað við sama tíma undanfarin ár.

Veiði
Fréttamynd

Kröfurnar miklar eftir góðærið

Það eru stórlaxar að skjóta upp kollinum út um allt, nú síðast höfðum við spurnir af einum 101 cm í Hofsá, þar sem veiði hefur gengið alveg bærilega.

Veiði
Fréttamynd

Hvar er laxinn sem á að vera mættur í Leirvogsá

Það er ótrúlegt þegar maður ber saman veiðina í nágrenni Reykjavíkur að sjá hvað vel gengur í Elliðaánum, sjá þó eitthvað af laxi í Korpu en að Leirvogsá sé ennþá ekki svipur hjá sjón miðað við "venjuleg" ár í ánni.

Veiði
Fréttamynd

Góð veiði á Arnarvatns- og Skagaheiði

Við heyrðum í nokkrum félögum sem voru að koma úr helgarferð þar sem einn dagur var tekinn á Arnarvatnsheiði og annar á Skagaheiði. Þeir lögðu af stað eldsnemma frá Blönduós á laugardagsmorgninum og byrjuðu á Arnarvatnsheiðinni.

Veiði