Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Kjartan kveður eftir tuttugu ára starf

Kjartan Briem, framkvæmdastjóri tæknisviðs Vodafone, hefur ákveðið að láta af störfum frá og með næstkomandi áramótum. Að þeim tíma loknum mun Kjartan hverfa til annarra verkefna að því er segir í tilkynningu til Kauphallar. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Herdís Magna er nýr formaður kúabænda

Herdís Magna Gunnarsdóttir frá Egilsstöðum á Héraði er nýr formaður Landssambands kúabænda. Hún er  33 ára og býr á Egilsstaðabúinu með manni sínum, Sigbirni Þór Birgissyni og drengjum þeirra. Herdís er fyrsta konan til að gegna stöðu formanns hjá kúabændum.

Innlent
Fréttamynd

Víðir ráðinn í stöðu Víðis

Guðmundur Víðir Reynisson, betur þekktur sem Víðir Reynisson, hefur verið ráðinn í stöðu yfirlögregluþjóns almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra.

Innlent