Lára kveður skjáinn Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2021 15:48 Lára segir Ferðastiklurnar standa uppúr annars afskaplega lifandi tíma á fjölmiðlum. Lífið er núna, segir Lára sem útilokar ekki að hún komi einhvern tíma aftur nálægt fjölmiðlum en það verður ekki næstu árin. Svo mikið er víst. Lára Ómarsdóttir fréttamaður hefur sent félögum sínum á RÚV ohf kveðjupóst og tilkynnt að hún sé á förum. Lára hefur sagt upp á RÚV. Hún er að taka síðustu vaktina á fréttastofunni núna í dag. Henni bauðst óvænt starf sem er of spennandi að hafna. Eitthvað nýtt dæmi, krefjandi og lærdómsríkt. Svo segir í kveðjubréfi hennar og Lára segir að svona sé þetta, nákvæmlega, í samtali við Vísi. Hún segist ekki geta greint frá því að svo stöddu hvað hún er að fara að taka sér fyrir hendur. Hún þurfi að ganga frá einhverjum málum áður en hún getur gert það heyrinkunnugt. Lára hefur nú verið í tólf ár hjá RÚV, bæði á almennum fréttavöktum og í fréttaskýringaþættinum Kveik. „Það er kominn tími til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Lára þar sem hún er á leið uppá Hellisheiði. Sem verður síðasti vettvangur fréttamennsku hennar, í bili í það minnsta kosti. Lára, sem er afar vinsæll sjónvarpsmaður, á að baki langan feril í fjölmiðlum. Sem hófst á hinni sögufrægu NFS-sjónvarpsstöð árið 2005. „Svo þegar NFS var lagt niður var ég áfram á Stöð 2, kom svo aðeins við á Mogganum og 24 stundum. Svo lenti ég inn á RÚV í mars 2009. Og er eiginlega búin að gera allt sem mig hefur langað til þar.“ Gos og læti Spurð um hvað standi uppúr segir Lára það hljóti að vera þættirnir Ferðastiklur. „Að fá að fara um allt land, hitta fólk og vera í íslenskri náttúru. Það held ég að hljóti að standa upp úr. Þó margt annað hafi verið skemmtilegt. Það var svona mitt.“ Lára í Holuhrauni. Hún segir það hafa verið mikið ævintýri, að fjalla um það mikla gos.skáskot Lára segir að allt hafi verið jákvætt við þá dagskrárgerð, henni hafi alls staðar verið ótrúlega vel tekið. Hún nefnir einnig Holuhraunsgosið. Og öll þau skipti sem hún fór þangað. Það var mikið ævintýri. Lára fjallaði um gosið nánast áður en það hófst og þar til yfir lauk sem var um mánaðarmótin febrúar/mars 2015 en gosið hófst seint í ágúst 2014. „Eitt stærsta hraungos síðan land byggðist. Ég fór þangað margoft. Svo endað ég á því að gera með Ragnari Santos heimildarmynd um gosið, einstaklega gaman að vinna þetta allt saman. Svæðið norðan Vatnajökuls er flottasta og fallegasta svæði landsins og mér finnst alltaf gaman að koma þangað. Mikið ævintýri líka.“ Ofboðslega lifandi starf Lára segist vilja nefna það til viðbótar; allt þetta fólk sem hún hefur kynnst, unnið með og kynnst í gegnum þetta starf - ómetanlegt. „Þetta er mjög lifandi starf, ofsalega skemmtilegt fólk og mikið fjör í kringum þetta einhvern veginn, læti og hasar.“ Og þú munt þá væntanlega sakna þess? „Já, þetta verður allaveganna mikil breyting. En, mér finnst þetta samt frábært tækifæri til að prófa eitthvað annað og læra eitthvað nýtt. Ég þarf alltaf að vera að ögra mér. Það þýðir ekkert að vera hrædd við að taka skrefið, stundum bara að kýla á það. Lífið er núna,“ sagði Lára á leið uppá Hellisheiði. Vistaskipti Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Lára hefur sagt upp á RÚV. Hún er að taka síðustu vaktina á fréttastofunni núna í dag. Henni bauðst óvænt starf sem er of spennandi að hafna. Eitthvað nýtt dæmi, krefjandi og lærdómsríkt. Svo segir í kveðjubréfi hennar og Lára segir að svona sé þetta, nákvæmlega, í samtali við Vísi. Hún segist ekki geta greint frá því að svo stöddu hvað hún er að fara að taka sér fyrir hendur. Hún þurfi að ganga frá einhverjum málum áður en hún getur gert það heyrinkunnugt. Lára hefur nú verið í tólf ár hjá RÚV, bæði á almennum fréttavöktum og í fréttaskýringaþættinum Kveik. „Það er kominn tími til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Lára þar sem hún er á leið uppá Hellisheiði. Sem verður síðasti vettvangur fréttamennsku hennar, í bili í það minnsta kosti. Lára, sem er afar vinsæll sjónvarpsmaður, á að baki langan feril í fjölmiðlum. Sem hófst á hinni sögufrægu NFS-sjónvarpsstöð árið 2005. „Svo þegar NFS var lagt niður var ég áfram á Stöð 2, kom svo aðeins við á Mogganum og 24 stundum. Svo lenti ég inn á RÚV í mars 2009. Og er eiginlega búin að gera allt sem mig hefur langað til þar.“ Gos og læti Spurð um hvað standi uppúr segir Lára það hljóti að vera þættirnir Ferðastiklur. „Að fá að fara um allt land, hitta fólk og vera í íslenskri náttúru. Það held ég að hljóti að standa upp úr. Þó margt annað hafi verið skemmtilegt. Það var svona mitt.“ Lára í Holuhrauni. Hún segir það hafa verið mikið ævintýri, að fjalla um það mikla gos.skáskot Lára segir að allt hafi verið jákvætt við þá dagskrárgerð, henni hafi alls staðar verið ótrúlega vel tekið. Hún nefnir einnig Holuhraunsgosið. Og öll þau skipti sem hún fór þangað. Það var mikið ævintýri. Lára fjallaði um gosið nánast áður en það hófst og þar til yfir lauk sem var um mánaðarmótin febrúar/mars 2015 en gosið hófst seint í ágúst 2014. „Eitt stærsta hraungos síðan land byggðist. Ég fór þangað margoft. Svo endað ég á því að gera með Ragnari Santos heimildarmynd um gosið, einstaklega gaman að vinna þetta allt saman. Svæðið norðan Vatnajökuls er flottasta og fallegasta svæði landsins og mér finnst alltaf gaman að koma þangað. Mikið ævintýri líka.“ Ofboðslega lifandi starf Lára segist vilja nefna það til viðbótar; allt þetta fólk sem hún hefur kynnst, unnið með og kynnst í gegnum þetta starf - ómetanlegt. „Þetta er mjög lifandi starf, ofsalega skemmtilegt fólk og mikið fjör í kringum þetta einhvern veginn, læti og hasar.“ Og þú munt þá væntanlega sakna þess? „Já, þetta verður allaveganna mikil breyting. En, mér finnst þetta samt frábært tækifæri til að prófa eitthvað annað og læra eitthvað nýtt. Ég þarf alltaf að vera að ögra mér. Það þýðir ekkert að vera hrædd við að taka skrefið, stundum bara að kýla á það. Lífið er núna,“ sagði Lára á leið uppá Hellisheiði.
Vistaskipti Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira