Fréttamynd

Elvar kemur inn fyrir Elvar

Snorri Steinn Guðjónsson hefur ákveðið að kalla á Elvar Ásgeirsson vegna meiðsla Elvars Arnar Jónssonar í sigrinum á Ungverjum í gær.

Handbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Þarf að beisla Einar að­eins en líst vel á sam­starfið

Elliði Snær Viðarsson og Einar Þorsteinn Ólafsson voru óvænt í mjög stóru varnarhlutverki í leik Íslands gegn Ungverjalandi á EM í handbolta í gærkvöldi. Elliði lýsir Einari sem frekar villtum leikmanni, sem tekur mikið pláss, en líst ljómandi vel á samstarfið.

Handbolti


Fréttamynd

Holur hljómur í gagn­rýni Dana á Guð­mund eftir á­kvörðun dagsins

Eftir að hafa gagn­rýnt áherslu Guð­mundar Guð­munds­sonar, fyrr­verandi lands­liðsþjálfara Dan­merkur, á vídjófundi og sagt um menningar­mun á að­ferðum hafi verið að ræða, hafa Danir í dag hætt við æfingu fyrir mikilvægan leik á EM gegn Frökkum á morgun til þess að horfa á fleiri upp­tökur af leikjum sínum og Frakka.

Handbolti
Fréttamynd

Svona meiddist Elvar

Elvar Örn Jónsson spilar ekki meira á Evrópumótinu í handbolta, eftir að hafa handarbrotnað þegar hann varðist gegn leikmanni Ungverjalands í gærkvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Segir Napoli ekki nógu gott fyrir sex­tán liða úr­slit

Antonio Conte skilur ekkert í því hvernig Napoli gat gert jafntefli við FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni í gærkvöldi, eftir að hafa verið marki yfir og manni fleiri. Hann segir liðið ekki vera á því getustigi sem þarf til að komast í sextán liða úrslit.

Sport
Fréttamynd

Elvar úr leik á EM

Elvar Örn Jónsson tekur ekki frekari þátt á Evrópumóti karla í handbolta eftir að hafa meiðst í 24-23 sigri Íslands á Ungverjalandi í lokaleik liðsins í riðlakeppninni í gærkvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út

Ísland tekur tvö stig með sér í milliriðlakeppnina á EM, eftir sigurinn gegn Ungverjalandi í gær. Milliriðillinn verður spilaður í Malmö og búist er við því að miðar á leiki Íslands seljist hratt upp.

Handbolti
Fréttamynd

Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin

Lisandro Martínez, miðvörður Manchester United, hefur skorað á Paul Scholes og Nicky Butt að endurtaka gagnrýni sína augliti til auglitis eftir að þeir sögðu að Erling Haaland myndi láta varnarmann Manchester United líta út eins og „lítið smábarn“ í Manchester-slagnum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Vitum ekki um tvo fyrstu mót­herjana fyrr en annað kvöld

Íslenska karlalandsliðið í handbolta fer með tvö stig í milliriðilinn á EM í handbolta og fyrsti leikurinn þar er á föstudaginn. Það er ljóst eftir frábæran sigur á Ungverjum í kvöld en við vitum þó ekki enn hver mótherjinn verður í þessum fyrsta leik.

Handbolti
Fréttamynd

Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu

Tindastóll varð að sætta sig við sex stiga tap á móti króatíska félaginu Dinamo Zagreb á Sauðárkróki í kvöld í næstsíðasta leik sínum í riðlakeppni Norður-Evrópu-deildarinnar.

Körfubolti