Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Meðal þess sem lögregla hefur haldlagt vegna umfangsmikils fjársvikamáls þar sem hundruðum milljóna var stolið af íslenskum bönkum eru bílar og rafmyntir. Ekki er útilokað að upphæðirnar reynist hærri en talið var í fyrstu. Þetta er meðal þess sem kom fram í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar í kvöld. Viðskipti innlent 3.11.2025 18:59
Gengi Alvotech hrynur Gengi hlutabréfa í íslenska líftæknifyrirtækinu Alvotech hefur lækkað um rúmlega 21 prósent frá því að markaðir hér á landi opnuðu í morgun. Þá hefur gengi félagsins í sænsku kauphöllinni lækkað um rúm 23 prósent. Félagið tilkynnti í gær að það fengi að svo stöddu ekki leyfi fyrir hliðstæðulyf við Simponi og lækkaði afkomuspá sína í leiðinni. Viðskipti innlent 3.11.2025 10:03
Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Íslenska líftæknifyrirtækið Alvotech fær ekki að svo stöddu markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir líftæknilyfið AVT05 sem er hliðstæðulyf við Simponi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Alvotech sendi frá sér í gærkvöldi í framhaldi af svarbréfi frá Lyfjastofnun Bandaríkjanna, FDA, sem hafði borist fyrirtækinu. Viðskipti innlent 3.11.2025 07:14
Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki 1.11.2025 08:24
Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Jólin geta verið erfiður tími fyrir þá sem hafa lítið á milli handanna eða eru í erfiðum aðstæðum. Við viljum taka virkan þátt í að bæta gleðina og stemninguna yfir jólin fyrir sem allra flesta, hvort sem það er með gjöfum eða einhverskonar stuðning fyrir þá sem þurfa mest á því að halda," segir Ásgeir Backman, framkvæmdastjóri BAUHAUS en BAUHAUS ætlar að gefa þremur málefnum jólagjafir að andvirði 500.000kr. hverju. Heildarverðmæti um 1.500.000 króna. Samstarf 31.10.2025 13:24
Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Byggingariðnaðurinn hefur sjaldan verið jafn lifandi og krefjandi og nú. Breyttar áherslur, ný tækifæri en um leið flóknari áskoranir gera það að verkum að fyrirtæki þurfa að vera bæði snögg og skynsöm í ákvörðunum. Framúrskarandi kynning 31.10.2025 11:30
Brim hlaut sjálfbærnisverðlaunin Listi Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2025 var birtur í gær við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll. Þar hlaut sjávarútvegsfyrirtækið Brim hvatningarverðlaun Creditinfo og Festu - miðstöðvar um sjálfbærni, fyrir framúrskarandi framlag til sjálfbærrar þróunar og þá einkum fyrir metnaðarfulla endurfjármögnun að fjárhæð 33 milljarða króna. Framúrskarandi fyrirtæki 31.10.2025 10:18
Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Bankastjóri Íslandsbanka segir of snemmt að skera úr um hvort að vaxtadómur Hæstaréttar eigi eftir að gera lán dýrari eða ódýrari á Íslandi. Hann á síður von á að sinn banki bjóði aftur upp á breytilega verðtryggða vexti. Viðskipti innlent 31.10.2025 09:30
Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Flugþjónustufyrirtækið ACE FBO sem var svipt starfsleyfi sínu á Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli síðasta vetur tilkynnti ekki um öryggisatvik sem því var skylt og braut reglur ítrekað. Áhættumat sem var unnið um starfsemina var sagt staðfesta að hún stæðist ekki kröfur um flugöryggi. Viðskipti innlent 31.10.2025 08:03
Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Fyrirtækið Hefring Marine hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands í ár. Fjármálaráðherra afhenti stofnendum fyrirtækisinsverðlaunin við hátíðlega athöfn í dag en fyrirtækið hefur þróað og markaðssett snjallsiglingakerfi sem nýtir rauntímagögn til að bæta öryggi, eldsneytisnýtingu og rekstur báta og smærri skipa. Viðskipti innlent 30.10.2025 23:24
Högnuðust um tæpa sjö milljarða Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 6,9 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2025. Arðsemi eign fjár var 12,2 prósent á ársgrundvelli, en var 12,9 prósent þegar leiðrétt er vegna varúðarfærslu vegna dómsmála. Viðskipti innlent 30.10.2025 18:29
Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Listi Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2025 var birtur í dag við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll. Þar voru veittar viðurkenningar og boðið upp á skemmtilega dagskrá. Framúrskarandi fyrirtæki 30.10.2025 16:01
Tilkynna breytingar á lánaframboði Íslandsbanki hefur tilkynnt breytingar á lánaframboði bankans vegna dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Tímabundið verða einungis óverðtryggð lán á föstum vöxtum í boði. Viðskipti innlent 30.10.2025 15:46
Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Athafnamaðurinn Sverrir Einar Eiríksson hefur sett veitingastaðinn Þrastalund á sölu og stefnir á að hefja uppbyggingu annars staðar á Suðurlandi. Þá selur hann sex íbúða hús í Reykjanesbæ á sama tíma. Viðskipti innlent 30.10.2025 15:06
Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Gera má ráð fyrir að um 50 þúsund heimili séu á leigumarkaði hér á landi og má ætla að þeim gæti fjölgað um fjögur til sex þúsund á næstu fimm árum. Viðskipti innlent 30.10.2025 14:47
Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Ísland í stóru myndinni er yfirskrift Nýsköpunarþings sem fram fer í Grósku milli klukkan 14 og 15:30 í dag. Viðskipti innlent 30.10.2025 13:33
Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður er látinn, 74 ára að aldri. Bjarni, sem gekk undir nafninu Bjarni Snæðingur, var frumkvöðull á sviði veitingarekstrar og starfaði meðal annars á Naustinu, Aski, Fljótt og Gott á BSÍ þar sem hann bauð meðal annars upp á „kjamma og kók“, auk þess að hann var viðloðandi Kaffistofu Samhjálpar. Viðskipti innlent 30.10.2025 13:03
Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Kristjana Arnarsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra, hefur sagt starfi sínu lausu sem verkefnastjóri kynningarmála hjá Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ). Þess í stað snýr hún sér að kynningarmálum Samtaka atvinnulífsins. Viðskipti innlent 30.10.2025 12:43
Verðbólguþróunin áhyggjuefni Aukin verðbólga milli mánaða er áhyggjuefni að mati hagfræðings hjá Íslandsbanka. Peningastefnunefnd Seðlabankans horfi til nýrrar mælingar og haldi vöxtum líklega óbreyttum í nóvember. Viðskipti innlent 30.10.2025 12:00
Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Stjórn Trúpí ehf. hefur samþykkt að greiða út fimmtíu milljónir króna í arð. Eini eigandi félagsins er tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin. Tekjur félagsins námu 78 milljónum króna í fyrra, samanborið við 30 milljónir árið áður. Viðskipti innlent 30.10.2025 11:28
80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Málmsteypa Þorgríms Jónssonar er rótgróið fyrirtæki sem hefur verið hluti af íslenskum iðnaði í rúmlega áttatíu ár. Fyrirtækið, hefur þróast úr litlum fjölskyldurekstri í tæknivædda iðnverksmiðju sem framleiðir járnvörur fyrir stóriðju og sveitarfélög um land allt. Málmsteypan fagnar viðurkenningu sem Framúrskarandi fyrirtæki 2025. Framúrskarandi kynning 30.10.2025 10:40
Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Verðbólga mælist nú 4,3 prósent, samanborið við 4,1 prósent í september. Verðbólga hefur ekki verið meiri síðan í janúar. Áhrif af gjaldþroti Play koma að litlu leyti inn í útreikning neysluverðs í mánuðinum. Viðskipti innlent 30.10.2025 09:13
Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi var 8,2 milljarðar króna samanborið við 7,9 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Arðsemi eiginfjár sem tilheyrir hluthöfum Arion banka var 16,0 prósent á fjórðungnum, samanborið við 16,1 prósent á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 30.10.2025 07:32
Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Ístak bauð lægst í útboði Nýja Landspítalans um innanhússfrágang og stýriverktöku í meðferðarkjarnanum við Hringbraut. Þrír tóku þátt í útboði um verkið og buðu allir yfir kostnaðaráætlun, sem eru rúmir tólf milljarðar króna. Viðskipti innlent 30.10.2025 07:11
Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst eyða óvissunni sem komin er upp á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Það verður gert með samráði við Seðlabanka Íslands um að hefja eins fljótt og auðið er birtingu vaxtaviðmiðs, sem getur legið til grundvallar verðtryggðum lánum. Vaxtaviðmiðið mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa. Viðskipti innlent 29.10.2025 16:40