Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Buffet hættir sem for­stjóri við lok árs

Warren Buffet hefur tilkynnt að hann muni láta af störfum sem forstjóri fyrirtækis síns, Berkshire Hathaway, við lok þessa árs. Buffet tilkynnti á ársfundi fyrirtækisins að Greg Abel myndi taka við af honum. Buffet er fjórði ríkasti maður heims.

Viðskipti erlent


Fréttamynd

Engar við­ræður fyrr en Trump fellir niður tolla

Ráðamenn í Kína segjast vera að skoða tilboð frá Bandaríkjamönnum um viðræður vegna umfangsmikilla tolla sem Donald Trump hefur beitt á kínverskar vörur. Kínverjar segja þó að viðræður geti ekki hafist fyrr en ríkisstjórn Trumps felli niður tolla og sýni þannig að þeir hafi í alvöru vilja til viðræðna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Þetta er ömur­leg staða“

Íslenskir framleiðendur eru milli steins og sleggju vegna krafa nýs rekstraraðila Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Rekstraraðilinn setji fyrirtækjum afarkosti um að lækka verð sitt gríðarlega.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tap á Vinnslu­stöðinni og fjár­festingar settar á ís

Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum var rekin með hálfs milljarðs króna tapi í fyrra. Félagið hefur aðeins einu sinni áður verið rekið með tapi síðasta aldarfjórðung. Félagið hefur slegið nauðsynlegum fjárfestingum í skipakosti þess á frest vegna áforma stjórnvalda um veiðigjöld.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stað­festa að gjöf í formi bankakorts er skatt­skyld

Yfirskattanefnd hefur staðfest að allar gjafir fyrirtækja til starfsmanna í formi inneignarkorta hjá viðskiptabönkum séu skattskyldar. Fyrirtækjum ber þannig að halda eftir staðgreiðslu af gjöfum starfsmanna og greiða tryggingargjald vegna þeirra. Fyrirtæki ber að greiða á þriðja tug milljóna vegna þessa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þau vilja stýra ÁTVR

Nítján sóttu um lausa stöðu forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Athygli vekur að aðstoðarforstjórinn og helsti talsmaður stofnunarinnar um árabil er ekki á meðal umsækjenda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kemur til móts við bíla­fram­leið­endur vegna tolla

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að koma til móts við bílaframleiðendur þar í landi og reyna að milda áhrif tolla hans á starfsemi þeirra. Þannig vill hann gefa þeim meiri tíma til að flytja framleiðslu aftur til Bandaríkjanna en Trump ætlar þó að halda háum tollum á innflutta bíla og bílaíhluti.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Amazon í sam­keppni við SpaceX í geimnum

Starfsmenn Amazon og United Launch Alliance skutu í gær upp fyrstu 27 gervihnöttunum í nýrri gervihnattaþyrpingu Amazon. Þyrping þessi ber nafnið Kuiper og á á endanum að vera mynduð með að minnsta kosti 3.236 gervihnöttum sem gera eiga fólki á jörðu niðri kleift að fá aðgang að netinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta árs­fjórðungi

Forstjóri Emblu Medical, áður Össur, segir óvissu vegna tolla en að þörfin fyrir hjálpartæki verði áfram mikil. Hagnaður jókst miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra og má rekja góðan rekstrarhagnað, samkvæmt tilkynningu, til  aukinnar hagkvæmni í framleiðslu ásamt kostnaðaraðhaldi í rekstri.

Viðskipti innlent