Fréttamynd

Freyr lætur af störfum sem for­stjóri Kapps

Freyr Friðriksson, stofnandi og eigandi Kapps ehf. hefur ákveðið að hætta sem forstjóri félagsins og verður stjórnarformaður þess. Ólafur Karl Sigurðarson, sem gegnt hefur stöðu aðstoðarforstjóra Kapps, síðastliðið rúmt ár, tekur við sem forstjóri.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ingvar Freyr nýr hag­fræðingur BHM

BHM hefur ráðið Ingvar Frey Ingvarsson í stöðu hagfræðings BHM. Hann kemur til BHM frá Læknafélagi Íslands en þar áður starfaði hann sem hagfræðingur hjá Samorku og hjá Samtökum verslunar og þjónustu. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sonur tekur við af föður hjá Klöppum

Þorsteinn Svanur Jónsson tekur við starfi forstjóra hugbúnaðarfyrirtækisins Klappa, sem hann tók þátt í að stofna, á föstudag. Fráfarandi forstjóri, faðir Þorsteins, er sagður vinna áfram að vexti og þróun félagsins.

Viðskipti innlent


Fréttamynd

Icelandair setur nokkur met

Icelandair hefur aldrei flutt fleiri farþega en á síðasta ári en í heildina var fjöldinn um 5,1 milljónu og er það átta prósentum meira en árið 2024. Þá var desember stærsti desembermánuðurinn í sögu Icelandair en þá flutti flugfélagið 344 þúsund farþega.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Neyt­endur eigi meira inni

Eldsneytisverð hefur lækkað hressilega eftir áramót en neytendur eiga frekari lækkun inni, segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Rekstrarkostnaður bíla hækki hjá flestum og sérstaklega hjá þeim sem reka eyðslugranna bíla.

Neytendur
Fréttamynd

Costco lækkaði í morgun og bætti svo í

Eldsneytisverð hjá Costco lækkaði í morgun í takti við innleiðingu kílómetragjalds. Athygli vekur að verðið lækkaði í tvígang og leit um tíma út fyrir að munurinn á milli Costco og annarra söluaðila yrði lítill sem enginn. Nú kostar lítrinn 171,1 krónu á bensíni og 193,3 krónur á dísel hjá Costco. Lækkunin á bensíni í prósentutölum er ívið meiri en hjá samkeppnisaðilum.

Neytendur
Fréttamynd

Þetta var mest skráða ein­staka bíl­tegundin 2025

Alls voru 14.556 nýir fólksbílar skráðir á nýliðnu ári sem jafngildir 42 prósenta aukningu milli ára. Aukningin var að stórum hluta drifin áfram af nýskráningum einstaklinga en auk þess jukust nýskráningar hjá ökutækjaleigum og öðrum fyrirtækjum milli ára eftir rólegt ár 2024. Kia var mest skráða einstaka bílategundin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Sterkar vís­bendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu

Sterkar vísbendingar eru um að breytingar sem boðaðar eru í nýrri lánastefnu ríkisins geti leitt til lægri fjármagnskostnaðar ríkisins. Þetta segir fjármála- og efnahagsráðherra sem kynnti nýja stefnu í lánamálum ríkisins í gær. Stefnunni er einkum ætlað að bregðast við uppgjöri ÍL-sjóðs fyrr á árinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afsláttardagar skýri skyndi­lega hækkun bensínverðs

Forstjóri Atlantsolíu segir lok afsláttardaga skýra hvers vegna bensínverð hækkaði skyndilega á nokkrum stöðvum olíufélagsins í gær. Það hafi ekkert að gera með tilvonandi skattabreytingar. Samkvæmt samkeppnislögum megi olíufélögin aftur á móti ekki gefa upp hver verðlækkunin verði um áramótin fyrr en ný lög taka gildi. Lækkað bensínverð muni liggja fyrir á miðnætti á nýársnótt.

Neytendur
Fréttamynd

Að­laga lána­mál ríkisins að breyttum að­stæðum

Ný stefna í lánamálum ríkisins á að tryggja að lánsfjárþörf og fjárhagslegum skuldbindingum ríkissjóðs sé mætt með lágmarkskostnaði, með tilliti til varfærinnar áhættustefnu. Sett eru fram ný viðmið um skiptingu lána, þar sem gert er ráð fyrir að óverðtryggð lán nemi um 45 prósentum af lánasafni, verðtryggð lán um 40 prósentum og lán í erlendri mynt um 15 prósentum.

Viðskipti innlent