Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Flugfélagið Fly Play hf. hefur lokið við útgáfu breytanlegs skuldabréfs til tveggja ára en umframeftirspurn var eftir bréfunum. Fjórar vélar verða starfræktar frá Íslandi í vetur, undir maltnesku flugrekstrarleyfi. Viðskipti innlent 25.8.2025 17:31
Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Kínverska fjárfestinga- og fasteignafélagið Evergrande Group, sem var um langt skeið einn af hornsteinum kínverska hagkerfisins, var fjarlægt af mörkuðum í Hong Kong í morgun. Þar var fyrirtækið fyrst skráð fyrir sextán árum og varð fljótt eitt stærsta fasteignafélag heims. Viðskipti erlent 25.8.2025 16:26
Gunnar Ágúst til Dineout Gunnar Ágúst Thoroddsen hefur verið ráðinn forstöðumaður sölu og þjónustu hjá Dineout. Viðskipti innlent 25.8.2025 13:11
Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent 25.8.2025 11:01
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent 22.8.2025 17:03
Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært framkvæmdastjóra félags sem heldur utan um rekstur Icelandic Trading Company b.v, sem rekur netsölu með áfengi undir merkjum Smáríkisins. Viðskipti innlent 22.8.2025 14:08
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Pósturinn hefur ákveðið að loka fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna vegna breytinga sem stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa fyrirskipað á tollagjöldum. Viðskipti innlent 22.8.2025 12:18
„Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Í haust opnar BM Vallá nýja steypustöð í Reykjanesbæ. Um er að ræða steypustöð sem er hönnuð með áherslu á gæði, skilvirkni og háþróaða framleiðslutækni. Með opnun steypustöðvarinnar styrkir fyrirtækið þjónustu sína á Suðurnesjum og styður við framkvæmda- og atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Samhliða innleiðir BM Vallá nýjar lausnir til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum og stuðla að betri nýtingu hráefna. Samstarf 22.8.2025 11:57
Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Hjónin fyrrverandi Þorsteinn Már Baldvinsson og Helga S. Guðmundsdóttir, fyrrverandi eigendur Samherja, voru langtekjuhæst Íslendinga í fyrra. Þorsteinn hafði heildartekjur upp á 4,7 milljarða króna og Helga upp á 4,56 milljarða. Viðskipti innlent 22.8.2025 11:48
Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Prís stefnir á að opna fleiri verslanir á næstu árum sem myndi koma til með að efla samkeppni enn frekar á matvörumarkaði og valda auknu verðaðhaldi og lækkandi matarverði að mati ASÍ. Neytendur 22.8.2025 09:35
Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Framkvæmdastjóri Heimildarinnar segir það ekki réttmæta lýsingu á stöðu fjölmiðilsins að hann rói fjárhagslegan lífróður. Engu að síður þurfi að grípa til aðhaldsaðgerða vegna forsendubrests í rekstrinum eftir að Alþingi framlengdi ekki rekstrarstyrki til fjölmiðla. Blaðið kemur héðan í frá út mánaðarlega í stað vikulega áður. Viðskipti innlent 22.8.2025 09:24
Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Það er ekki langt síðan hugmyndin um að nýta gervigreind í tannlækningum þótti fjarlæg framtíðarsýn. En þróunin síðustu ár hefur fært þessa sýn inn í nútímann. Með lausnum eins og Oraxs frá íslenska fyrirtækinu ITHG Dental AI er orðið ljóst að gervigreindin er komin til að vera og að hún er þegar farin að breyta heilbrigðisgeiranum. Samstarf 22.8.2025 09:08
Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Það verður að segjast að enskan á ekki aðeins til mun fleiri starfslýsingar og titla fyrir atvinnulífið í samanburði við íslenskuna, heldur er hún líka fljót til að búa til alls kyns heiti yfir atriði og kenningar sem með einhverjum hætti virðast sýna sig á vinnumörkuðum víða; Hvar svo sem í heiminum það er. Atvinnulíf 22.8.2025 07:02
Skattakóngurinn flytur úr landi Skattakóngur síðasta árs miðað við launatekjur, Árni Sigurðsson hjá JBT Marel, hyggst flytjast búferlum til Chicago í Bandaríkjunum. Þar eru höfuðstöðvar JBT Marel en félagið er enn með starfstöðvar í Garðabæ eftir samruna John Bean Technologies og Marel í fyrra. Viðskipti innlent 22.8.2025 06:31
Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur gefið vilyrði fyrir að skrá sig fyrir hlutum í Arctic fish fyrir um tvo milljarða króna í hlutafjáraukningu félagsins. Félagið hefur boðað hlutafjáraukninguna til þess að bæta eiginfjárhlutfall sitt, en félagið tapaði um 637 milljónum króna á fyrri hluta þessa árs. Viðskipti innlent 21.8.2025 14:52
„Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Framboð húsnæðis á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa segir fjármálaráðherra. Hann segir húsnæðismál ríkisstjórnar, sem náðu ekki fram á vorþingi, verða í forgangi í haust. Viðskipti innlent 21.8.2025 13:31
Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Verslunin Prís í Kópavogi hefur verið ódýrust í samanburði verðlagseftirlits ASÍ frá opnunardegi verslunarinnar í ágúst í fyrra og verið vel undir verði annarra verslana allan þann tíma. Sem stendur er Prís um 6% ódýrara en Bónus og Krónan að meðaltali og 10% ódýrara en Nettó. Sælgæti frá Nóa Siríus heldur áfram að hækka í verði og áhugavert er að sjá lækkun á vöruverði hjá Krónunni við komu Prís á markaðinn. Neytendur 21.8.2025 12:58
Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Einkahlutafélagið Þórsmörk sem á meðal annars útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði um 340 milljónum króna í fyrra. Hlutafé var aukið um rúmar 266 milljónir í fyrra og heimild var nýlega veitt til að auka það um allt að 600 milljónir króna. Viðskipti innlent 21.8.2025 10:28
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Fjármálaráðherra boðar meira aðhald í fjármálafrumvarpi en hjá fyrri ríkisstjórnum. Hann segir ákvörðun seðlabanka um að halda stýrivöxtum óbreyttum hafa verið vonbrigði en gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Sjálfstæðisflokks, sem segir ríkisstjórnina skorta slagkraft. Viðskipti innlent 20.8.2025 22:04
Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Íslenska steinefnadrykkjafyrirtækið Happy Hydrate hefur hafið sölu á orkudrykkjum. Skammt er síðan stjórnarmaður í Ölgerðinni rakkaði drykkinn niður á samfélagsmiðlum, en fyrirtækin eru í virkri samkeppni. Viðskipti innlent 20.8.2025 18:05
Kaupa Gompute Advania hefur fest kaup á Gompute sem stofnað var árið 2002 og hefur verið í eigu hátæknifyrirtækisins atNorth. Frá þessu segir í tilkynningu þar sem fram kemur að Gompute sé leiðandi fyrirtækis á sviði gervigreindarinnviða og reksturs ofurtölva (HPC). Viðskipti innlent 20.8.2025 14:44
„Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Seðlabankastjóri biður almenning að sýna þolinmæði en peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun að stýrivextir haldist óbreyttir og verði áfram 7,5 prósent. Seðlabankinn spáir því að verðbólga aukist á næstu mánuðum. Viðskipti innlent 20.8.2025 13:32
Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins er afar ósáttur með ákvörðun peningastefnunefndar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir hlutina þróast í ranga átt. Viðskipti innlent 20.8.2025 11:57
Muni ekki hika við að hækka vexti Varaseðlabankastjóri peningastefnu segir peningastefnunefnd ekki munu hika við að hækka stýrivexti, ef það er það sem þarf til að ná verðbólgumarkmiði bankans. Viðskipti innlent 20.8.2025 11:29
Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Fjölmiðlanefnd hefur sektað Ríkisútvarpið um hálfa milljón króna vegna of langs auglýsingatíma fyrir Áramótaskaupið árið 2024. Auglýsing fyrir útvarpsstöð fjölmiðilsins varð þeim að falli. Viðskipti innlent 20.8.2025 11:03
Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Félagið Landsbyggð í eigu Kristjáns Vilhelmssonar og Leós Árnasonar hefur fest kaup á gömlu höfuðstöðvum Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68. Samkvæmt tilkynningu er kaupverð rúmir 1,2 milljarðar. Landsbyggð keypti fyrr í sumar einnig gamlar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti en félagið hefur komið að uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi undanfarin ár. Viðskipti innlent 20.8.2025 10:29