Fréttamynd

Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir

Meðal þess sem lögregla hefur haldlagt vegna umfangsmikils fjársvikamáls þar sem hundruðum milljóna var stolið af íslenskum bönkum eru bílar og rafmyntir. Ekki er útilokað að upphæðirnar reynist hærri en talið var í fyrstu. Þetta er meðal þess sem kom fram í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar í kvöld.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Gengi Alvotech hrynur

Gengi hlutabréfa í íslenska líftæknifyrirtækinu Alvotech hefur lækkað um rúmlega 21 prósent frá því að markaðir hér á landi opnuðu í morgun. Þá hefur gengi félagsins í sænsku kauphöllinni lækkað um rúm 23 prósent. Félagið tilkynnti í gær að það fengi að svo stöddu ekki leyfi fyrir hliðstæðulyf við Simponi og lækkaði afkomuspá sína í leiðinni.

Viðskipti innlent


Fréttamynd

Bauhaus styrkir góð mál­efni fyrir jólin

„Jólin geta verið erfiður tími fyrir þá sem hafa lítið á milli handanna eða eru í erfiðum aðstæðum. Við viljum taka virkan þátt í að bæta gleðina og stemninguna yfir jólin fyrir sem allra flesta, hvort sem það er með gjöfum eða einhverskonar stuðning fyrir þá sem þurfa mest á því að halda," segir Ásgeir Backman, framkvæmdastjóri BAUHAUS en BAUHAUS ætlar að gefa þremur málefnum jólagjafir að andvirði 500.000kr. hverju. Heildarverðmæti um 1.500.000 króna.

Samstarf
Fréttamynd

Brim hlaut sjálf­bærnis­verð­launin

Listi Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2025 var birtur í gær við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll. Þar hlaut sjávarútvegsfyrirtækið Brim hvatningarverðlaun Creditinfo og Festu - miðstöðvar um sjálfbærni, fyrir framúrskarandi framlag til sjálfbærrar þróunar og þá einkum fyrir metnaðarfulla endurfjármögnun að fjárhæð 33 milljarða króna. 

Framúrskarandi fyrirtæki
Fréttamynd

Högnuðust um tæpa sjö milljarða

Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 6,9 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi 2025. Arðsemi eign fjár var 12,2 prósent á ársgrundvelli, en var 12,9 prósent þegar leiðrétt er vegna varúðarfærslu vegna dómsmála.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjarni Geir Al­freðs­son mat­reiðslu­maður látinn

Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður er látinn, 74 ára að aldri. Bjarni, sem gekk undir nafninu Bjarni Snæðingur, var frumkvöðull á sviði veitingarekstrar og starfaði meðal annars á Naustinu, Aski, Fljótt og Gott á BSÍ þar sem hann bauð meðal annars upp á „kjamma og kók“, auk þess að hann var viðloðandi Kaffistofu Samhjálpar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

80 ára fyrir­tæki í örum breytingum og vexti

Málmsteypa Þorgríms Jónssonar er rótgróið fyrirtæki sem hefur verið hluti af íslenskum iðnaði í rúmlega áttatíu ár. Fyrirtækið, hefur þróast úr litlum fjölskyldurekstri í tæknivædda iðnverksmiðju sem framleiðir járnvörur fyrir stóriðju og sveitarfélög um land allt. Málmsteypan fagnar viðurkenningu sem Framúrskarandi fyrirtæki 2025.

Framúrskarandi kynning
Fréttamynd

Eyða ó­vissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði

Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur hyggst eyða óvissunni sem komin er upp á lánamarkaði í kjölfar dóms Hæstaréttar í Vaxtamálinu svokallaða. Það verður gert með samráði við Seðlabanka Íslands um að hefja eins fljótt og auðið er birtingu vaxtaviðmiðs, sem getur legið til grundvallar verðtryggðum lánum. Vaxtaviðmiðið mun byggja á vöxtum ríkisskuldabréfa.

Viðskipti innlent