Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Landsnet hefur fengið um 4,2 milljarða króna lán frá Norræna fjárfestingabankanum til þess að fjármagna jarðstreng á Norðurlandi og nýja sæstrengi til Vestmannaeyja. Framkvæmdirnar eru sagðar eiga að auka orkuöryggi á svæðunum. Viðskipti innlent 17.9.2025 13:17
Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Sparisjóðurinn indó hefur lækkað vexti og býður nú útlánsvexti sem eru með því allra lægsta sem í boði er og án bullgjalda, eins og segir í tilkynningu. Samhliða lækka vextir á veltureikningum og sparibaukum. Með lækkuninni boðar indó enn frekari innreið á lánamarkað sem fylgt verður eftir á næstunni með nýjum lánavörum. Neytendur 17.9.2025 11:13
Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Laganemar við Háskóla Íslands munu áfram bjóða leigjendum upp á ókeypis ráðgjöf eftir að samkomulag náðist um áframhaldandi starfsemi Leigjendalínunnar svokölluðu. Alls leituðu um sjötíu leigjendur aðstoðar hjá Leigjendalínunni á síðasta skólaári og hafa algengustu spurningarnar um riftun leifusamninga og kröfur um tryggingafé. Viðskipti innlent 17.9.2025 10:36
Andri Sævar og Svava til Daga Andri Sævar Reynisson hefur verið ráðinn sérfræðingur í gagnagreiningu og þróun og Svava Helgadóttir tekur við stöðu gæða-, umhverfis- og öryggisstjóra. Viðskipti innlent 16.9.2025 13:53
Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Helga Kristín Gunnlaugsdóttir og Kristján Helgi Olsen Ævarsson hafa verið ráðin nýir vörumerkjastjórar hjá Ölgerðinni. Viðskipti innlent 16.9.2025 11:36
Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Sigurður Ágúst Einarsson hefur verið ráðinn í nýja stöðu framkvæmdastjóra verkfræðisviðs Coripharma. Viðskipti innlent 16.9.2025 10:17
Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Hildur Björk Hafsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect og tekur jafnframt sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Viðskipti innlent 16.9.2025 08:18
Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Eigendur Parka-appsins þurfa að lækka greiðslukröfu karlmanns sem greiddi fyrir rangt stæði um 3.500 krónur eða sem nemur vangreiðslugjaldi fyrirtækisins. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa þótti Parka ekki upplýsa með skýrum og áberandi hætti um innheimtu vangreiðslugjalds og fjárhæð þess. Neytendur 16.9.2025 06:32
Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Samstarf 16.9.2025 00:32
Birgir til Banana Birgir Hrafn Hafsteinsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri Banana, dótturfélags Haga hf., og hefur þegar tekið til starfa. Viðskipti innlent 15.9.2025 15:41
Nálgast samkomulag um TikTok Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að erindrekar frá Bandaríkjunum og Kína hefðu náð saman um frumdrög að samkomulagi um framtíð samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun ræða málið við Xi Jinping, kollega sinn í Kína, á föstudaginn. Viðskipti erlent 15.9.2025 14:30
Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Fyrrverandi ríkisendurskoðandi segir að munur á útboðsgengi hlutabréfa Íslandsbanka og núverandi markaðsvirði sé álíka mikill og gert sé ráð fyrir að fáist í ríkiskassann vegna veiðgjalda fyrir árið 2024. Hann spyr því hvort tilefni sé til þeirrar miklu ánægju sem mælst hefur með söluna. Viðskipti innlent 15.9.2025 13:42
Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Icelandair mun hefja flug til Feneyja á Ítalíu næsta sumar. Flogið verður þrisvar í viku frá 22. maí til 18. október, á þriðjudögum, föstudögum og sunnudögum. Borgin er þriðji áfangastaður Icelandair á Ítalíu, ásamt Róm og Mílanó. Viðskipti innlent 15.9.2025 13:11
Loka verslun Útilífs í Smáralind Útilíf hefur lokað verslun sinni í Smáralind. Verslunin var opnuð 2016 og sameinaðist þar starfsemi Útilífs sem áður hafði verið í Glæsibæ og á öðrum stað í Smáralind. Viðskipti innlent 15.9.2025 10:39
Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Páll Pálsson fasteignasali segir jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé frábær tími fyrir kaupendur því það sé mikið framboð og verð hækki ekki það mikið milli mánaða. Íbúðir í eldri byggingum seljist betur en í nýbyggingum. Páll fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðskipti innlent 15.9.2025 09:06
Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Ferðamaður sem bókaði pakkaferð á fjarlægar slóðir með íslenskri ferðaskrifstofu fær ferðina endurgreidda þótt hann hafi ekki óskað eftir afbókun fyrr en þremur dögum fyrir brottför. Verulegar breytingar sem ferðaskrifstofan gerði á hinni bókuðu ferð veittu ferðamanninum rétt til þess að mati kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Neytendur 15.9.2025 07:02
„Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Það dettur fæstum í hug einmanaleiki eða óöryggi, vöntun á tengslaneti eða vinkonum, þegar verið er að tala við Unni Maríu Pálmadóttur. Sem svo sannarlega er „do-er“ eins og það kallast á slæmri íslensku; Veður í málin og lætur verkin tala! Atvinnulíf 15.9.2025 07:02
Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Eigendur Arnarlands ehf., Landey ehf. og Fasteignafélagsins Akurey ehf., hafa ákveðið að ganga til samningaviðræðna við fasteignaþróunarfélagið Arcus ehf. um kaup félagsins á öllu hlutafé Arnarlands, sem á níu hektara land á Arnarneshálsi í Garðabæ. Gert er ráð fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði á svæðinu. Viðskipti innlent 13.9.2025 13:40
„Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Dellukallinn Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita fasteignafélags, er ekkert fyrir að dúlla sér á morgnana. Er ýmist kominn út á augnabliki eða korteri. Guðni segist frekar myndi velja að vera með Tinna í flugsætinu við hliðina á sér en Elon Musk. Atvinnulíf 13.9.2025 10:00
Play sé ekki að fara á hausinn Heimildir fréttastofu herma að flugmenn Play hafi ráðist í óformlega verkfallsaðgerð í morgun. Forstjórinn segir fund í kjölfar aðgerðanna eingöngu hefðbundinn starfsmannafund. Sérfræðingur skilur að starfsmenn félagsins hafi áhyggjur af stöðu mála. Viðskipti innlent 12.9.2025 20:02
Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Lögmaður í Reykjavík hefur nýtt sér heimsendingarþjónustu Wolt í síðasta skipti. Mælirinn fylltist þegar stóran hluta af pöntun vantaði í vikunni. Í fyrri pöntun hafði vantaði pítsusneið í pítsukassa. Wolt biðst afsökunar á þessum misbrestum. Neytendur 12.9.2025 19:02
Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Bílaleigu á Íslandi hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini sínum tæpa hálfa milljón króna í kjölfar þess að hafa rukkað hann um ýmsan kostnað í kjölfar þess að hann hafði fyrir dælt dísil á bílaleigubílinn sem knúinn var bensíni. Ástæðan er að upplýsingar og merkingar hafi ekki verið nægilega skýrar um að bensínbíl væri að ræða. Neytendur 12.9.2025 14:05
Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, boðaði til starfsmannafundar í morgun þar sem hann fór yfir starfsmannamál og þær breytingar sem þegar hafa verið boðaðar á rekstri félagsins. Hann segir í sjálfu sér ekkert markvert hafa komið fram á fundinum. Aflýsing flugs til Parísar með fimmtán mínútna fyrirvara í morgun var vegna veikinda áhafnarmeðlims og tengist fundinum ekki. Viðskipti innlent 12.9.2025 11:23
Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Advania í kjölfar breytinga á skipuriti fyrirtækisins. Margrét Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri vaxtar og viðskiptaþróunar, og Hinrik Sigurður Jóhannesson, framkvæmdastjóri mannauðs og ferla, yfirgefa fyrirtækið. Viðskipti innlent 12.9.2025 11:12