Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Hugur minn er bara hjá henni“

„Vigdís er borin út af, sem veit aldrei á gott. Hún er uppi á spítala núna“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, um meiðsli sem miðvörðurinn Vigdís Edda Friðriksdóttir varð fyrir á Hlíðarenda.

„Við erum að byggja upp á­kveðinn kúltúr“

„Auðvitað er ég vonsvikinn, ég bjóst við fara í fimmta leikinn, en ég er alveg gríðarlega stoltur af öllu sem við gerðum“ sagði Borche Illievski, þjálfari ÍR, fljótlega eftir að liðið féll úr leik í úrslitakeppninni eftir tap gegn Stjörnunni. Borche tók við liðinu á slæmum stað fyrr í vetur, kom því í úrslitakeppnina og gengur stoltur frá tímabilinu. Hann heldur áfram þjálfun ÍR og nú hefst samtal við stjórnina um enn frekari fjárfestingar og uppbyggingu.

Upp­gjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undan­úr­slit

Stjarnan er komin í undanúrslit eftir 74-80 sigur á útivelli í fjórða leik gegn ÍR. Stjarnan var með fína forystu allan leikinn en missti hana niður í fjórða leikhluta, aðeins eitt stig þegar ein mínúta var eftir. Nær komst ÍR hins vegar ekki og liðið er á leið í sumarfrí.

„Sýna þeim að þau gerðu mis­tök að segja samningnum upp“

Berglind Björg Þorvalsdóttir er mætt heim til Breiðabliks eftir vondan viðskilnað við Val, staðráðin í að sanna sig á ný eftir erfitt tímabil í fyrra. Hún kemur inn í mótið í ár í góðu formi, ekki misst af æfingu eða leik á undirbúningstímabilinu.

„Við erum búnir að brenna skipin“

Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans einstaklega skemmtilega tegund af fótbolta skilaði KR hádramatísku 3-3 jafntefli gegn Val. Hann segir mistök einu leiðina til að læra, liðið mætti missa boltann sjaldnar, en frá leikfræðinni mun hann aldrei hörfa. Líkt og Hernán Cortés árið 1519 er Óskar búinn að brenna öll sín skip.

„Þetta er fyrir utan teig“

Hólmar Örn Eyjólfsson var rekinn af velli með rautt spjald fyrir brot í uppbótartíma, sem dómarinn hélt að hefði verið inni í vítateig. Hólmar hélt fyrst að það væri verið að dæma aukaspyrnu fyrir Val, svo var ekki, en brotið átti sér stað fyrir utan teig. Engu að síður steig Jóhannes Kristinn Bjarnason á vítapunktinn og tryggði KR 3-3 jafntefli.

„Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“

Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson og leikmenn Vals eru á leiðinni í sumarfrí ef þeir vinna ekki gegn Grindavík í Smáranum í kvöld. Finnur segir liðið hafa saknað Kára Jónssonar þegar líða fór á síðustu leiki, þrátt fyrir það hafi leikirnir verið í járnum og liðið þurfi einfaldlega að halda betur einbeitingu þegar mest á reynir.

Sjá meira