Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Aston Villa á­fram en vond bikarvika fyrir Spurs

Aston Villa er komið áfram í sextán liða úrslit FA bikarsins eftir 2-1 sigur gegn Tottenham. Morgan Rogers lagði fyrra mark heimamanna listilega vel upp og skoraði síðan sjálfur í seinni hálfleik. Mathys Tel skoraði sitt fyrsta mark fyrir Tottenham.

Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guð­laugs Victors

Liverpool er úr leik í FA bikarnum eftir 1-0 tap í fjórðu umferð, á útivelli gegn B-deildarliðinu Plymouth Argyle. Íslenski landsliðsmaðurinn og fyrrum leikmaður Liverpool, Guðlaugur Victor Pálsson, kom inn af varamannabekknum og hjálpaði til við að halda marki Plymouth Argyle hreinu. 

Glódís bjargaði marki og á­fram heldur sigur­ganga Bayern

Bayern Munchen lenti undir en tókst að snúa leiknum sér í vil og vinna 1-3 sigur á útivelli gegn Hoffenheim í fjórtándu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar. Glódís Perla Viggósdóttir bar fyrirliðaband Bæjara og tókst að bjarga marki. 

Erna hlaut silfur en Irma og Aníta brons

Erna Sóley Gunnarsdóttir, Aníta Hinriksdóttir og Irma Gunnarsdóttir komust allar á verðlaunapall í dag á Norðurlandameistaramótinu í frjálsíþróttum innanhúss.

Úlfarnir á­fram eftir öruggan útisigur

Wolverhampton Wanderers eru á leið í sextán liða úrslit FA bikarsins eftir 0-2 sigur gegn Blackburn Rovers. Joao Gomes og Matheus Cunha skoruðu mörkin með einnar mínútu millibili í fyrri hálfleik. 

Bald­vin stór­bætti eigið Ís­lands­met og tryggði sig inn á EM

Baldvin Þór Magnússon bætti eigið Íslandsmet í þrjú þúsund metra hlaupi innanhúss um rúmar fimm sekúndur. Hann hafði betur gegn Norðmanninum Filip Ingebrigtsen og stóð uppi sem sigurvegari á Norðurlandameistaramótinu. Í leiðinni tryggði Baldvin sér þátttökurétt á Evrópumótinu sem fer fram í Hollandi í næsta mánuði.

Fylgir í fót­spor föður síns í Ofurskálinni

Líkt og fyrir tuttugu árum síðan mun Jeremiah Trotter spila fyrir Philadelphia Eagles í Ofurskálinni í kvöld. Í þetta sinn er það reyndar Jeremiah Trotter Jr. og hann mun ekki vera þjálfaður af Andy Reid eins og faðir sinn.

Sjá meira