Dominika Grabowska kom Hoffenheim yfir á 25. mínútu. Klara Buhl jafnaði hins vegar aðeins níu mínútum síðar. Alara Sehitler kom Bayern svo yfir í seinni hálfleik.
Hoffenheim var næstum því búið að jafna leikinn í 2-2 á 80. mínútu en Glódís átti góða björgun og sá til þess að það gerðist ekki.
Hoffenheim kommt gefährlich vor unser Tor, @glodisperla rettet aber in letzter Sekunde stark! 👊
— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) February 9, 2025
🔴 #TSGFCB | 1:2 | 80' pic.twitter.com/MkrysSVA3a
Pernille Harder innsiglaði svo sigurinn með þriðja marki Bayern á lokamínútu venjulegs leiktíma.
Bayern byrjaði tímabilið á fimm sigrum í röð, síðan tók við tap, sigur og tvö jafntefli en nú hefur liðið aftur unnið fimm deildarleiki í röð og endurheimt efsta sæti deildarinnar.
Það gæti hins vegar breyst á morgun þegar Frankfurt mætir botnliði Potsdam. Með sigri myndi Frankfurt jafna Bayern að stigum og taka toppsætið á betri markatölu.