Fótbolti

Glódís bjargaði marki og á­fram heldur sigur­ganga Bayern

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Fyrirliðinn Glódís Perla átti stórfínan leik í dag. 
Fyrirliðinn Glódís Perla átti stórfínan leik í dag.  Boris Streubel/Getty Images

Bayern Munchen lenti undir en tókst að snúa leiknum sér í vil og vinna 1-3 sigur á útivelli gegn Hoffenheim í fjórtándu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar. Glódís Perla Viggósdóttir bar fyrirliðaband Bæjara og tókst að bjarga marki. 

Dominika Grabowska kom Hoffenheim yfir á 25. mínútu. Klara Buhl jafnaði hins vegar aðeins níu mínútum síðar. Alara Sehitler kom Bayern svo yfir í seinni hálfleik. 

Hoffenheim var næstum því búið að jafna leikinn í 2-2 á 80. mínútu en Glódís átti góða björgun og sá til þess að það gerðist ekki. 

Pernille Harder innsiglaði svo sigurinn með þriðja marki Bayern á lokamínútu venjulegs leiktíma.

Bayern byrjaði tímabilið á fimm sigrum í röð, síðan tók við tap, sigur og tvö jafntefli en nú hefur liðið aftur unnið fimm deildarleiki í röð og endurheimt efsta sæti deildarinnar.

Það gæti hins vegar breyst á morgun þegar Frankfurt mætir botnliði Potsdam. Með sigri myndi Frankfurt jafna Bayern að stigum og taka toppsætið á betri markatölu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×