Fylgir í fótspor föður síns í Ofurskálinni Líkt og fyrir tuttugu árum síðan mun Jeremiah Trotter spila fyrir Philadelphia Eagles í Ofurskálinni í kvöld. Í þetta sinn er það reyndar Jeremiah Trotter Jr. og hann mun ekki vera þjálfaður af Andy Reid eins og faðir sinn. 9.2.2025 12:15
„Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Jeremy Pargo spilaði sinn fyrsta leik fyrir Grindavík í Bónus deild karla síðasta fimmtudag. Sérfræðingarnir á Körfuboltakvöldi voru mjög hrifnir af hans frammistöðu. 9.2.2025 11:31
Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Jón Halldórsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem næsti formaður Handknattleikssambands Íslands. Hann er sá fyrsti sem lýsir yfir framboði. 9.2.2025 10:47
Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Jimmy Butler spilaði stórkostlega í sínum fyrsta leik fyrir Golden State Warriors, þrátt fyrir að hafa ekkert æft með liðinu áður. 9.2.2025 10:30
Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Miðherjinn Mark Williams féll á læknisskoðun og mun ekki leika með Los Angeles Lakers á tímabilinu, skipti hans frá Charlotte Hornets hafa verið felld úr gildi. 9.2.2025 09:30
Fjögurra ára bann fyrir að svindla samlöndu sína inn á ÓL í París Kýpverski fimleikadómarinn Evangelia Trikomiti hefur verið dæmd í fjögurra ára bann fyrir að hafa hjálpað samlöndu sinni, Veru Tugolukova, að komast inn á Ólympíuleikana í París síðasta sumar. 9.2.2025 08:01
Dagskráin í dag: Chiefs stefna á þriðju Ofurskálina í röð Gleðilegan Super Bowl sunnudag, úrslitaleikurinn um Ofurskálina fer fram í kvöld og verður í beinni útsendingu, ásamt veglegri upphitun, úr besta sætinu. Einnig má finna þrjá bikarleiki í fótbolta, tvö golfmót og einn NBA leik á dagskránni í dag. 9.2.2025 06:01
Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Þrátt fyrir að búa yfir stjörnuprýddu liði er Keflavík í bölvuðum vandræðum í Bónus deild karla. Engar framfarir var að sjá eftir þjálfaraskiptin og liðið gæti tapað fimm leikjum í röð í fyrsta sinn í sögunni. 8.2.2025 23:32
Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brasilíski vængmaðurinn Antony skoraði í öðrum leik sínum fyrir Real Betis í dag og hefur þar með skorað jafn mörg mörk og hann gerði í sautján leikjum fyrir Manchester United á tímabilinu. 8.2.2025 22:30
Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Brighton er komið áfram í sextán liða úrslit FA bikarsins eftir 2-1 sigur gegn Chelsea. Franski framherjinn Georginio Rutter kom að báðum mörkum heimamanna, sem lentu snemma undir. 8.2.2025 22:00