Þrefaldur meistari stefnir á atvinnumennsku: „Langar að fara á LPGA í Bandaríkjunum“ Hulda Clara Gestsdóttir átti sannkallað draumasumar. Bráðlega heldur hún út á síðasta árið í háskóla, eftir það er stefnan sett á atvinnumennsku. 15.8.2024 09:31
Gallagher farinn frá Madríd og aftur til Chelsea Óvíst er hvort Atlético Madrid takist að fjármagna félagaskipti Conors Gallagher frá Chelsea. Samningar voru í höfn en Chelsea hefur kallað leikmanninn aftur til sín. 14.8.2024 15:46
Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá Stjórn KSÍ vísaði erindi KR frá, þar sem krafist var þess að KR yrði dæmdur sigur gegn HK eftir að leik liðanna var frestað á dögunum. 14.8.2024 13:33
Hybrid-völlurinn í Hafnarfirði: „Grasið hefur staðist allar væntingar og rúmlega það“ Blandað gras hefur verið tekið til notkunar í Hafnarfirði, það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Forystumaður í framkvæmdunum segir mikla ánægju með æfingar sumarsins og æft verði áfram á grasinu langt inn í veturinn. Hann er sannfærður um að innan fárra ára verði það lagt á keppnisvöll félagsins. 14.8.2024 10:00
„Nú tók ég skrefið í besta liðið á Íslandi“ Tarik Ibrahimagic er nýjasti leikmaður Íslandsmeistara Víkings. Hann fékk tilboð frá fleiri félögum en segist spenntur að spila fyrir besta lið á Íslandi. 14.8.2024 08:00
„Það er verið að bjóða manni út að borða hérna hægri, vinstri“ Atvinnumannaferillinn utan landsteina Íslands hefði varla getað byrjað betur hjá Adam Ægi Pálssyni, sem skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir ítalska liðið Perugia. Hann segir spennandi tíma framundan og hlutverk sitt vera það sama og alltaf, skora og leggja upp. 13.8.2024 10:30
Sænskur sóknarmaður sagður á leið til Vals fyrir sjö milljónir króna Albin Skoglund er sagður á leið til landsins í læknisskoðun áður en hann skrifar undir samning við Val, sem talið er að borgi um sjö milljónir króna fyrir leikmanninn. 12.8.2024 14:00
Ein af hverjum fimm glímir við átröskun: „Grafalvarlegur geðsjúkdómur og því ber að taka alvarlega“ Niðurstöður rannsóknar sem alþjóðlegu leikmannasamtökin FifPro standa að leiða í ljós að ein af hverjum fimm atvinnukonum í knattspyrnu glímir við átröskun. Næringarfræðingur segir niðurstöðurnar sláandi. Verkefnastjóri Leikmannasamtakanna berst fyrir auknu fjármagni í íþróttahreyfinguna og kallar eftir íþróttasálfræðingum til starfa hjá öllum félögum. 12.8.2024 09:31
Keppni heldur áfram á heimsleikunum: „Það er ekkert allt íþróttafólkið andlega tilbúið“ Heimsleikarnir í CrossFit hófust á fimmtudag en keppni var skyndilega hætt þegar Lazar Ðukic drukknaði. Umdeild ákvörðun var svo tekin í gær um að halda keppni áfram yfir helgina. Umboðsmaðurinn Snorri Barón segir íþróttafólk ekki allt andlega tilbúið til þess. 10.8.2024 08:00
Alfreð stýrði Þýskalandi í úrslitaleik Ólympíuleikanna Þýska handboltalandsliðið undir stjórn Alfreðs Gíslasonar mun keppa til úrslita á Ólympíuleikunum eftir 25-24 sigur gegn Spáni í æsispennandi undanúrslitaleik. Spánverjar munu því aftur leika um bronsið sem þeir unnu fyrir fjórum árum síðan. 9.8.2024 16:12