Dagskráin í dag: Víkingur í Sambandsdeildinni og splunkunýtt gras í Kórnum Það er fjölbreytt og fjörug dagskrá að venju á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. 8.8.2024 06:01
Trúlofaði sig beint eftir keppni því hún hljóp á undir níu mínútum Alice Finot náði markmiði sínu og setti Evrópumet í þrjú þúsund metra hindrunarhlaupi. Hún fagnaði áfanganum með því að skella sér á skeljarnar biðja um hönd kærasta síns. 7.8.2024 23:00
Mótmælti þátttöku Lin Yu-Ting með handabendingum Lin Yu-Ting, hnefaleikakona sem hefur verið mikið til umræðu ásamt Imane Khelif, sigraði Yildiz Kahreman í undanúrslitum fjaðurvigtarflokksins. Yildiz mótmælti þátttöku hennar eftir keppni með handabendingum. 7.8.2024 22:24
Norðmenn úr leik og Slóvenar í undanúrslit í fyrsta sinn Handboltalandslið Slóveníu sló Noreg úr leik á Ólympíuleikunum með 33-28 sigri og komst áfram í undanúrslit í fyrsta sinn þar sem þeir munu mæta Danmörku. 7.8.2024 21:09
Heimsmethafinn í hindrunarhlaupi hrasaði harkalega Heimsmetshafinn í þrjú þúsund metra hindrunarhlaupi, Lamecha Girma frá Eþíópíu, hrasaði harkalega í keppni kvöldsins og var borinn af brautinni af sjúkraliðum. 7.8.2024 20:55
Sló Ólympíumet föður síns en horfði mjög óvænt á eftir gullinu Heimsmethafinn í kringlukasti, Mykolas Alekna, sló Ólympíumet sem faðir hans setti fyrir tuttugu árum. Hann horfði svo á metið falla skömmu síðar og endaði mjög óvænt í öðru sæti á eftir Jamaíkumanninum Roje Stona. 7.8.2024 20:34
Hundrað grömmum of þung og fær því ekki medalíu Vinesh Phogat átti að berjast um gullverðlaun í glímu á Ólympíuleikunum í kvöld en reyndist hundrað grömmum of þung þegar hún var vigtuð í morgun. Hún var samstundis dæmd úr leik og fær ekki silfurverðlaun. 7.8.2024 19:15
Bandýmaðurinn laus úr haldi eftir að hafa keypt kókaín af barni Ástralski bandýspilarinn Tom Craig var handtekinn í gærkvöldi fyrir að kaupa kókaín af aðila undir lögaldri. Hann segist iðrast gjörða sinna eftir að hafa verið sleppt úr haldi í dag. 7.8.2024 19:00
Fyrrum Englandsmeistari færir sig yfir í hnefaleikahringinn Danny Simpson, fyrrum leikmaður Leicester City og Manchester United, lagði skóna á hilluna fyrr á árinu. Hann hefur nú ákveðið að skipta um íþrótt og gerast hnefaleikakappi. Fyrsti bardaginn verður þann 31. ágúst gegn YouTube-stjörnunni Danny Aarons. 7.8.2024 18:31
Guardiola gerði grín að hárgreiðslu De Bruyne á fyrstu æfingunni Kevin De Bruyne er mættur aftur til æfinga með Manchester City eftir sumarfrí. Þjálfarinn Pep Guardiola var glaður að sjá hann en gerði aðeins grín að honum fyrir nýju hárgreiðsluna sem svipar mikið til Erlings Haaland. 7.8.2024 18:02