Dagskráin í dag: Skotaslagur, golfmót og tímabilið að hefjast hjá Ísaki Það er úr ýmsu að velja þennan sunnudaginn á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. 4.8.2024 06:00
Malacia aftur meiddur og missir mikið úr Tyrell Malacia, vinstri bakvörður hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United verður frá í að minnsta kosti tvo mánuði eftir að hafa meiðst aftur á hné. 3.8.2024 22:16
Fjöldi líflátshótana borist skipuleggjanda opnunarhátíðarinnar Skipuleggjandi opnunarhátíðar Ólympíuleikanna hefur kært til lögreglu líflátshótanir sem honum hafa borist. Borgarstjóri Parísar hefur lýst yfir fullum stuðningi við hann. 3.8.2024 13:01
Stigahæsti Íslendingur sögunnar hitti úr öllum skotum í lokaumferðinni Hákon Þór Svavarsson átti frábæra lokaumferð í leirdúfuskotfimikeppni Ólympíuleikanna. Hann komst ekki áfram í úrslit en kvaddi með því að hitta úr 25 af 25 skotum og stimplaði sig út sem stigahæsti Íslendingur sögunnar. 3.8.2024 11:58
Hart slegist eftir leik Frakklands og Argentínu Rígur Frakklands og Argentínu stendur í hæstu hæðum og slagsmál brutust út eftir leik þjóðanna á Ólympíuleikunum í gær. 3.8.2024 11:30
Þýskaland bar sigur úr býtum í æsispennandi leik gegn Spáni Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í handboltalandsliði Þýskalands lögðu Spán 33-31 í æsispennandi viðureign í næst síðustu umferð riðlakeppninnar á Ólympíuleikunum. 2.8.2024 15:37
Marokkó áfram í undanúrslit eftir stórsigur gegn Bandaríkjunum Knattspyrnulandslið Marokkó er komið áfram í undanúrslit Ólympíuleikanna eftir afar öruggan 4-0 sigur gegn Bandaríkjunum. 2.8.2024 15:05
Króatískir lærisveinar Dags steinlágu fyrir Svíum Króatíska handboltalandsliðið undir stjórn Dags Sigurðssonar steinlá fyrir því sænska, 38-27, í leik liðanna á Ólympíuleikunum. 2.8.2024 13:45
Giannis forðaði Grikkjum frá heimsendingu Körfuboltalið Grikklands forðaðist það að vera sent heim af Ólympíuleikunum með 77-71 sigri gegn Ástralíu. 2.8.2024 13:30
Hákon Þór í 22. sæti eftir fyrsta keppnisdag Hákon Þór Svavarsson situr í 22. sæti þegar þrjár umferðir af fimm hafa verið spilaðar í undanrásum leirdúfuskotfimi á Ólympíuleikunum. Síðustu tvær umferðirnar fara fram í fyrramálið. 2.8.2024 13:01