„Ég held að það sé bara mjög góður möguleiki á að komast áfram“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir sína menn hafa sýnt fagmannlega frammistöðu í 2-0 sigrinum gegn Egnatia í gær og telur þá eiga mjög góðan möguleika á sigri í næstu umferð gegn Flora Tallinn frá Eistlandi. 2.8.2024 12:30
Segir heimsmetið ómögulegt afrek og líkir við lyfjamisnotkun Austur-Þjóðverja Ástralski sundþjálfarinn og fyrrum Ólympíufarinn Brett Hawke sakar kínverska sundmanninn Pan Zhanle um lyfjamisnotkun eftir að hann stórbætti eigið heimsmet í hundrað metra skriðsundi og synti sekúndu hraðar en næsti maður í lauginni. 2.8.2024 11:31
Uppgjörið: Egnatia - Víkingur 0-2 [1-2] | Afar öruggur sigur í Albaníu Víkingur er komið áfram í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar eftir 2-0 sigur ytra gegn KF Egnatia frá Albaníu. Víkingar sneru taflinu vel við eftir að hafa tapað fyrri leiknum 1-0 og voru mun betri aðilinn í dag. 1.8.2024 17:30
Tilboð samþykkt í Gallagher en launakröfurnar gætu reynst of háar Conor Gallagher vildi ekki skrifa undir samningsframlengingu við Chelsea og félagið hefur því samþykkt tilboð í hann frá Atletico Madrid. Gallagher er talinn spenntur fyrir skiptum til höfuðborgar Spánar en launakröfur hans gætu reynst of háar. 1.8.2024 16:46
Keppinautar virða Kínverjann ekki viðlits: „Mér leið eins og hann liti niður til okkar“ Kínverski sundmaðurinn Pan Zhanle stórbætti heimsmetið í hundrað metra skriðsundi. Hann segir skorta virðingu hjá keppinautum sínum, sem tala ekki við hann og virtust skvetta vatni á þjálfara hans. 1.8.2024 15:31
Alfreð Finnbogason ráðinn til starfa hjá Breiðabliki Alfreð Finnbogason hefur verið ráðinn til starfa sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks. Ferill hans sem atvinnumaður verður enn í forgangi en það mun breytast eftir aðstæðum. 1.8.2024 10:42
„Þetta eru Ólympíuleikarnir, þá vill maður alls ekki gefast upp“ Guðlaug Edda Hannesdóttir varð í gær fyrst Íslendinga til að keppa í þríþraut á Ólympíuleikunum. Hún kláraði keppnina þrátt fyrir meiðsli, er stolt af sínum afrekum þrátt fyrir að hafa viljað ná betri niðurstöðu og vonast til að geta byggt á því fyrir framtíðina. 1.8.2024 10:02
„Bíddu bara þangað til þú sérð þessi lið eftir nokkur ár“ „Hæstánægður, við erum í frábæru formi þannig að þegar við erum í færi á að vinna leiki þá gerum við það,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkings, eftir 3-2 endurkomusigur sinna kvenna gegn FH í kvöld. 31.7.2024 21:23
West Ham leitar að framherja og vill fá Füllkrug West Ham hefur hafið viðræður við Borussia Dortmund um kaup á þýska landsliðsframherjanum Niklas Füllkrug. 31.7.2024 16:16
Lærifaðir og liðsfélagi fordæmir svipubeitingu Dujardin Carl Hester, stjórnarmaður í alþjóðasambandi tamningamanna, lærifaðir Charlotte Dujardin og liðsfélagi hennar á síðustu þremur Ólympíuleikum hefur fordæmt þjálfunaraðferðir sem hún beitti. 31.7.2024 14:01