Tækling Toni Kroos eyðilagði Evrópumótið fyrir Pedri Vegna meiðsla mun spænski miðjumaðurinn Pedri ekki geta haldið áfram spilamennsku á Evrópumótinu. 7.7.2024 12:01
Nýliði Minnesota Vikings lést í bílslysi Khyree Jackson, nýliði Minnesota Vikings í NFL deildinni, og tveir fyrrum skólabræður hans létust í bílslysi aðeins 24 ára að aldri. 7.7.2024 11:30
Mótmælti sama brotinu tvisvar og var rekinn af velli Sergio Busquets átti vondan leik líkt og allt lið Inter Miami sem tapaði 6-1 gegn Cincinnati FC í toppslag MLS deildarinnar í nótt. 7.7.2024 10:46
Íþróttahjón opna apótek saman: „Þetta var búið að blunda í okkur í einhvern tíma“ Vignir Stefánsson lagði handboltaskóna á hilluna í vor eftir að hafa orðið Evrópubikarmeistari með Val. Í leit að nýjum ævintýrum hefur hann opnað apótek með eiginkonu sinni Hlíf Hauksdóttur, lyfjafræðingi og fyrrum knattspyrnukonu. 7.7.2024 10:00
Úrúgvæ sló Brasilíu út í vítaspyrnukeppni Brasilía er úr leik á Copa América eftir tap í vítaspyrnukeppni gegn Úrúgvæ, sem mætir Kólumbíu í undanúrslitum. 7.7.2024 09:19
Frederik fer frá Val og Ögmundur gengur til liðs við félagið Frederik Schram hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við Val sem rennur út eftir tímabilið. Ögmundur Kristinsson snýr heim úr atvinnumennsku og mun verja mark Valsmanna næstu þrjú árin. 5.7.2024 15:25
Sigdís Eva kveður uppeldisfélagið og fer til Svíþjóðar Sigdís Eva Bárðardóttir er farin frá uppeldisfélagi sínu Víkingi til sænska félagsins Norrköping. 5.7.2024 13:12
Bellingham í skilorðsbundið bann og sektaður fyrir klámfenginn fögnuð Jude Bellingham hefur verið dæmdur í eins leiks skilorðsbundið bann og fengið 30.000 evra sekt fyrir klámfengin fagnaðarlæti eftir jöfnunarmarkið gegn Slóvakíu. Hann má því spila átta liða úrslitaleikinn gegn Sviss á morgun. 5.7.2024 11:01
ÍTF í herferð gegn tölfræðiþjófum: „Þetta er langstærsti samstarfssamningur íslenskra félaga í heild sinni“ Ólögleg tölfræðisöfnun á sér stað á leikjum í Bestu deildinni. Hagsmunasamtökin Íslenskur toppfótbolti hafa hrundið af stað herferð gegn þjófunum sem laumast um og brjóta gegn vörðum réttindum íslenskra knattspyrnufélaga. 5.7.2024 10:00
Nýi styrktaraðilinn veðmálafyrirtæki sem stuðlaði hanaat og streymdi klámi NET88 er nýr styrktaraðili enska úrvalsdeildarfélagsins Crystal Palace. Sú nýjasta í langri röð veðmálasíðna sem auglýsir framan á treyjum knattspyrnufélaga. Ýmislegt efni hefur verið fjarlægt af síðunni eftir að styrktarsamningur var kynntur, en síðan auglýsti áður beinar útsendingar af klámi og bauð viðskiptavinum upp á að veðja á hanaat. 5.7.2024 08:31