Fótbolti

Tæk­ling Toni Kroos eyði­lagði Evrópumótið fyrir Pedri

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Toni Kroos var miður sín eftir að hafa tæklað Pedri niður og neytt hann af velli.
Toni Kroos var miður sín eftir að hafa tæklað Pedri niður og neytt hann af velli. Jürgen Fromme - firo sportphoto/Getty Images

Vegna meiðsla mun spænski miðjumaðurinn Pedri ekki geta haldið áfram spilamennsku á Evrópumótinu.

Pedri var neyddur af velli snemma leiks í átta liða úrslitum gegn Þýskalandi eftir að Toni Kroos tæklaði hann niður. 

Um óviljaverk var að ræða og Kroos fékk ekki gult spjald fyrir frá dómaranum, hann bað Pedri svo innilega afsökunar meðan hlúið var að honum á vellinum. 

Spænska knattspyrnusambandið staðfesti svo að Pedri hefði tognað alvarlega í liðbandi við vinstra hnéð og myndi ekki taka meiri þátt í mótinu.

Kroos birti færslu á Instagram eftir leikinn þar sem hann baðst fyrirgefningar, sagði Pedri frábæran leikmann og óskaði honum alls hins besta í endurhæfingunni.

Pedri mun ekki fara heim til Spánar heldur vera áfram í Þýskalandi og „hjálpa liðinu að uppfylla drauminn á annan hátt“.


Tengdar fréttir

Óvænt hetja bjargaði Spáni frá vító

Gestgjafar Evrópumótsins, Þjóðverjar, eru úr leik eftir dramatískt tap í átta liða úrslitum gegn Spáni í kvöld, 2-1, í framlengdum leik.

Fyrir­liðinn Morata ekki í banni í undan­úr­slitunum

Álvaro Morata, fyrirliði Spánar, verður til taks þegar Spánn mætir Frakklandi í undanúrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu. Það virtist sem Morata hefði fengið gult spjald og yrði því í leikbanni en það var á misskilningi byggt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×