Will Still vill stilla áfram upp í Frakklandi Will Still hefur tekið við störfum sem aðalþjálfari RC Lens eftir að hafa verið látinn fara frá Stade de Reims. Ensku félögin Sunderland og Norwich sýndu honum mikinn áhuga en hann kaus að halda kyrru fyrir í Frakklandi. 11.6.2024 18:00
Sleikti sólina á snekkju en þurfti svo að drífa sig á EM Ian Maatsen hefur verið kallaður inn í hollenska landsliðshópinn fyrir Evrópumótið í Þýskalandi og mun því ekki lengur geta sleikt sólina á snekkju eins og hann hefur gert undanfarna daga. 11.6.2024 17:30
Ætlar að flúra Eiffel turninn á sig til að fagna titlinum Carlos Alcaraz stóð uppi sem sigurvegari opna franska meistaramótsins í tennis um helgina. Hann mun gera minninguna varanlega með húðflúri af Eiffel turninum. 10.6.2024 15:45
Kyrie Irving leyfir Luka Doncic ekki að axla ábyrgð á tapinu Kyrie Irving vill ekki láta Luka Doncic axla ábyrgð á tapi þeirra Dallas Mavericks manna gegn Boston Celtics í nótt. 10.6.2024 13:30
Reynir aftur að fá Bale til Wrexham: „Hann má spila golf hvenær sem er“ Rob McElhenney, eigandi velska félagsins Wrexham, hefur ekki gefið upp von um að Gareth Bale muni spila aftur fótbolta. 10.6.2024 13:01
Óskar Hrafn tekinn til starfa hjá KR Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur tekið við störfum hjá Knattspyrnudeild KR. 10.6.2024 12:53
Datt af hjóli og missir af EM Michal Sadileik, miðjumaður tékkneska landsliðsins og hollenska félagsins Twente, hefur dregið sig frá keppni á Evrópumótinu eftir að hafa dottið af hjóli. 10.6.2024 11:01
Fyrrum fyrirliði Liverpool liggur þungt haldinn á spítala Alan Hansen, fótboltagoðsögn og fyrrum fyrirliði Liverpool, liggur alvarlega lasinn á spítala. 10.6.2024 10:31
Ancelotti segir FIFA borga of lítið og ætlar ekki á HM félagsliða Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, segir liðið ekki ætla að taka þátt á heimsmeistaramóti félagsliða sem fer fram sumarið 2025. Peningarnir sem FIFA býður er langt frá því að teljast ásættanlegt tilboð. 10.6.2024 09:31
Ætlar ekki að tapa á móti Íslandi: „Síðasti leikur fyrir EM og við erum tilbúnir“ Tijjani Reijnders, miðjumaður AC Milan og hollenska landsliðsins, segir sigur Íslands gegn Englandi hafa sett Hollendinga upp á tærnar fyrir leik kvöldsins. 10.6.2024 09:00