Fótbolti

Ancelotti segir FIFA borga of lítið og ætlar ekki á HM fé­lags­liða

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Ancelotti hefur lítinn húmor fyrir lágum tilboðum.
Ancelotti hefur lítinn húmor fyrir lágum tilboðum. Charlotte Wilson/Offside/Offside via Getty Images

Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, segir liðið ekki ætla að taka þátt á heimsmeistaramóti félagsliða sem fer fram sumarið 2025. Peningarnir sem FIFA býður er langt frá því að teljast ásættanlegt tilboð.

Heimsmeistarakeppni félagsliða hefur síðustu árin farið fram í desember. Sjö lið hafa keppt sín á milli frá sex mismunandi heimsálfum.

FIFA hefur nú staðfest á fyrsta 32-liða mótið verði haldið í Bandaríkjunum sumarið 2025. Mótið mun hefjast 15. júní og ljúka 13. júlí.

Margir hafa sett sig upp á móti hugmyndinni og FIFA hefur verið gagnrýnt fyrir að huga ekki að leikjaálagi leikmanna.

Ancelotti er ekki hrifinn af hugmyndinni heldur en nefnir ekki leikjaálag í því samhengi.

„FIFA gleymir því að leikmenn og félög munu neita að taka þátt í mótinu. Einn leikur hjá Real Madrid er virði 20 milljóna [evra] og FIFA vill gefa okkur þá upphæð fyrir allt mótið. Nei takk. Líkt og við munu önnur félög hafna hugmyndinni,“ sagði Ancelotti í samtali við ítalska fjölmiðilinn Il Giornale.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×