„Rými sem þarf að fylla og mér fannst liðið svara því vel“ Sigursteinn Arndal, þjálfari FH sem vann Sävehof 34-30 í Evrópudeildinni, var sáttur með svar sinna manna eftir erfiða viku og segir liðið vera að stíga skref í rétta átt. 22.10.2024 21:15
Uppgjörið: FH - Sävehof 34-30 | Frábær seinni hálfleikur skilaði fyrsta Evrópudeildarsigrinum FH vann sinn fyrsta leik í Evrópudeildinni gegn Savehof, 34-30. Gestirnir leiddu leikinn í fyrri hálfleik en heimamenn þéttu raðirnar í seinni hálfleik og unnu sterkan sigur. Savehof er enn stigalaust en getur bætt úr því þegar FH kemur í heimsókn til Svíþjóðar eftir viku. 22.10.2024 18:03
„Ég reyndi að standa mig eins og í öllum öðrum leikjum“ Matthias Præst Nielsen var í undarlegum aðstæðum í kvöld þegar hann lék með núverandi liði sínu Fylki, gegn framtíðarliði sínu KR. Matthias klæddi sig í treyju KR undir lok félagaskiptagluggans í sumar og skrifaði undir samning, sem tekur gildi þegar tímabilinu lýkur næstu helgi. Hann segir það hafa verið svolítið skrítið en reyndi að standa sig eins og í öllum öðrum leikjum. 20.10.2024 21:49
Uppgjörið: Fylkir - KR 0-1 | KR fagnaði sigri gegn tíu Fylkismönnum KR stökk yfir lækinn og vann Fylki með einu marki gegn engu. Fylkismenn misstu mann af velli í fyrri hálfleik. Vitað var fyrirfram að þeir væru fallnir og KR væri búið að bjarga sér frá falli. 20.10.2024 18:31
„Gæti verið minn síðasti leikur á laugardaginn“ „Ég bara veit það ekki. Veit ekki hvað ég mun gera eftir tímabilið, þarf bara að setjast niður eftir næstu helgi og spá í því hvað mig langar að gera,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Vals og markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Lokaleikur tímabilsins gegn ÍA næstu helgi gæti orðið hans síðasti á ferlinum. 19.10.2024 16:41
Uppgjörið : FH - Valur 1-1 | Gylfi klúðraði víti og FH stal stigi í uppbótartíma Valur gerði 1-1 jafntefli við FH í Kaplakrika. Allt stefndi í þægilegan sigur Vals þar til í uppbótartíma, sem var í meira lagi fjörugur. FH jafnaði þökk sé sjálfsmarki, Gylfi Þór Sigurðsson fékk síðan tækifæri til að tryggja sigur en klikkaði úr vítaspyrnu. 19.10.2024 13:17
„Hann var eitthvað að tala og svo lét hann höggin tala“ „Það var margt sem olli tapinu. Við mættum ekki með einbeitingu í þennan leik, það vantaði mikið upp á ákefðina og maður minn, það var mikið talað inni á vellinum í dag,“ sagði Courvoisier McCauley, leikmaður Hattar, eftir 113-84 tap gegn Grindavík í kvöld. Ekki nóg með að lið hans hafi fengið stóran skell, þá var McCauley kýldur í hálfleik. 18.10.2024 00:02
„Hann kýldi mig“ Það er sjaldan lognmolla þegar DeAndre Kane stígur inn á körfuboltavöll. Hann lenti í áflogum við leikmann Hattar í hálfleik, kýldi frá sér og kveðst sjálfur hafa verið kýldur. Grindavík vann leikinn 113-84 og Kane ætlar að „flengja“ Hattar-menn aftur þegar liðin mætast næst. 17.10.2024 23:28
„Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hafði helling að segja um DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, eftir 113-84 tap í Smáranum í kvöld. 17.10.2024 22:52
Uppgjörið: Grindavík - Höttur 113-84 | Grindavík enn með fullt hús stiga eftir stórsigur Grindavík vann stórsigur er liðið tók á móti Hetti í þriðju umferð Bónus deildar karla. Lokatölur 113-84 í Smáranum. Liðin höfðu bæði unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins. 17.10.2024 19:31