Fréttamaður

Árni Sæberg

Árni er viðskiptafréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum heyrum við í formanni bæjarráðs Reykjanesbæjar sem segir mál fjölskyldu í bænum, sem bera á út úr húsi sínu á föstudag, vera harmleik. Bærinn hafi fyrst heyrt af málinu í fréttum í gær. Útgerðarmaður sem keypti húsið fyrir níu mánuðum hefur staðið undir öllum kostnaði við eignina frá því hann keypti hana á uppboði fyrir níu mánuðum á einungis þrjár milljónir.

Gjald­­skrá sund­laugarinnar í Gríms­nesi er ó­lög­mæt

Innviðaráðuneytið hefur úrskurðað að gjaldskrá sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir sundlaug og íþróttamiðstöðina Borg sé ekki í samræmi við jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar og þar af leiðandi ólögmæt.

Prigoz­hin kominn á áfangastað

Aleksander Lúkasjenka, forseti Belarús, tilkynnti fyrir skömmu að Jevgeníj Prigozhin væri kominn til landsins. Útlegð hans til landsins var hluti af samkomulagi um endalok skammvinnrar uppreisnar Wagner-málaliðahóps hans um helgina.

Segir á­sakanirnar blöndu af rang­færslum og ó­sannindum

Árni Heimir Ingólfsson sver af sér allar ásakanir Bjarna Frímanns Bjarnasonar í hans garð. Í september í fyrra steig Bjarni Frímann fram og sakaði Árna Heimi um að hafa brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall.

Brynhildur áfram í Borgó

Brynhildur Guðjónsdóttir hef­ur verið end­ur­ráðin sem leik­hús­stjóri Borg­ar­leik­húss­ins frá og með 1. ágúst næstkomandi til 31. júlí árið 2027.

„Það er ekki sjálf­stætt mark­mið að Ís­land verði enda­stöð“

Formenn ríkisstjórnarflokkanna sammælast um það að nauðsynlegt sé að gera meira í málefnum útlendinga. Katrín Jakobsdóttir segir engan efast um það að aukinn fjöldi hælisleitenda, og ekki síst innflytjenda, valdi álagi á alla innviði. Bjarni Benediktsson segir Sjálfstæðisflokkinn vilja að fleira fólki sé snúið við strax við komuna til landsins og vill koma móttökubúðum upp nálægt landamærunum. Sigurður Ingi Jóhannsson kallar eftir opnu samtali við alla þjóðina um málaflokkinn.

Bankinn hafi brugðist trausti

Fjármálaráðherra segir ljóst af sátt Íslandsbanka og Seðlabanka Íslands að Íslandsbanki hafi brugðist því trausti sem honum var sýnt þegar ákveðið var að hann myndi sjálfur sjá um útboð á hlut ríkisins í bankanum.

Banka­sýsla ríkisins lýsir yfir miklum von­brigðum

Í fréttatilkynningu segir að Bankasýsla ríkisins lýsi yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Íslandsbanka við útboð á 22,5 prósent eignarhlut ríkisins í bankanum, í ljósi þess sem fram kemur í nýgerðri sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Boðað verður til hluthafafundar vegna málsins.

Sjá meira