Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi er ólögmæt Árni Sæberg skrifar 27. júní 2023 16:48 Gjaldskrá sundlaugarinnar í Grímsnesi kemur til með að taka breytingum. Grímsnes- og Grafningshreppur Innviðaráðuneytið hefur úrskurðað að gjaldskrá sveitarfélagsins Grímsnes- og Grafningshrepps fyrir sundlaug og íþróttamiðstöðina Borg sé ekki í samræmi við jafnræðis- og meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar og þar af leiðandi ólögmæt. Málið sneri að því fyrirkomulagi sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. Björgvin Njáli Ingólfssyni, sem á sumarbústað í Grímsnes- og Grafningshreppi og sveið það að fá ekki að njóta sömu kjara og þeir sem eru með skráð lögheimili í sveitarfélaginu, vildi meina að gjaldskrá sundlaugarinnar stæðist ekki jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, meginregluna um bann við mismunun eftir búsetu og sömuleiðis að gjaldskráin sé ekki í samræmi við lögmætis- eða réttmætisreglu stjórnsýsluréttar. Því ákvað hann að kvarta til ráðuneytisins. Nú hefur ráðuneytið gefið út þau fyrirmæli í áliti sínu að sveitarfélagið breyti gjaldskrá sinni og færi hana í lögmætt horf. Sveitarfélagið taldi mismunun málefnalega Í svörum sínum vegna málsins taldi sveitarfélagið mismunun í gjaldskrá byggja á málefnalegum ástæðum, það er til að auka lýðheilsu íbúa og almenna hreyfingu. Jafnframt hélt sveitarfélagið því fram að rekstur sundlauga væri ólögbundið verkefni sveitarfélaga og því hefði það svigrúm til að ákvarða gjaldskrá. Þá taldi sveitarfélagið að ráðuneytið hefði ekki eftirlitshlutverk með ólögbundnum verkefnum sveitarfélaga. Í áliti innviðaráðuneytisins eru reifuð sjónarmið sem gilda um ólögbundin verkefni sveitarfélaga og gjaldtökuheimildir þeirra. Þá eru reifaðar grundvallarreglur sem gjaldtaka sveitarfélaga verður að byggja á, svo sem jafnræði og meðalhóf. Þá er rökstutt að það fellur undir eftirlitshlutverk ráðuneytisins að taka til skoðunar hvort sveitarfélög hafi gætt að almennum reglum stjórnsýsluréttar í ólögbundnum verkefnum. Ýmsar aðrar leiðir færar Ráðuneytið horfir til þess að þótt markmið að huga að lýðheilsu íbúa kunni að vera málefnalegt, þurfi að gæta að því að ganga ekki lengra en nauðsynlegt er til að ná markmiðinu. Ljóst sé að ýmsar leiðir væru til staðar til að ná því markmiði að auka lýðheilsu og auka hreyfingu íbúa sveitarfélaga, svo sem með veitingu sérstakra íþrótta- og frístundastyrkja. Í álitinu segir að ráðuneytinu telji auðséð að hægt væri að ná slíkum markmiðum með verkefnum sem ekki fela í sér mismunandi gjaldtöku fyrir almenning. Grímsnes- og Grafningshreppur Stjórnsýsla Sundlaugar Neytendur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Þetta tíðkast víðar en við höldum“ Nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps mun taka til skoðunar kvörtun frá sumarbúastaðareiganda sem segir ákvörðun sveitarfélagsins um að láta aðkomufólk borga hærra gjald en heimamenn fyrir íþróttir og sund brjóta í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrár. Sveitarstjórinn segir fyrirkomulagið ekki ólíkt Loftbrúnni svokölluðu og frístundastyrkjum. 29. september 2022 12:36 Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Málið sneri að því fyrirkomulagi sveitarfélagsins að láta þá sem ekki eru með lögheimili í sveitarfélaginu greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á Borg í Grímsnesi, samanborið við þá sem eru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu. Björgvin Njáli Ingólfssyni, sem á sumarbústað í Grímsnes- og Grafningshreppi og sveið það að fá ekki að njóta sömu kjara og þeir sem eru með skráð lögheimili í sveitarfélaginu, vildi meina að gjaldskrá sundlaugarinnar stæðist ekki jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, meginregluna um bann við mismunun eftir búsetu og sömuleiðis að gjaldskráin sé ekki í samræmi við lögmætis- eða réttmætisreglu stjórnsýsluréttar. Því ákvað hann að kvarta til ráðuneytisins. Nú hefur ráðuneytið gefið út þau fyrirmæli í áliti sínu að sveitarfélagið breyti gjaldskrá sinni og færi hana í lögmætt horf. Sveitarfélagið taldi mismunun málefnalega Í svörum sínum vegna málsins taldi sveitarfélagið mismunun í gjaldskrá byggja á málefnalegum ástæðum, það er til að auka lýðheilsu íbúa og almenna hreyfingu. Jafnframt hélt sveitarfélagið því fram að rekstur sundlauga væri ólögbundið verkefni sveitarfélaga og því hefði það svigrúm til að ákvarða gjaldskrá. Þá taldi sveitarfélagið að ráðuneytið hefði ekki eftirlitshlutverk með ólögbundnum verkefnum sveitarfélaga. Í áliti innviðaráðuneytisins eru reifuð sjónarmið sem gilda um ólögbundin verkefni sveitarfélaga og gjaldtökuheimildir þeirra. Þá eru reifaðar grundvallarreglur sem gjaldtaka sveitarfélaga verður að byggja á, svo sem jafnræði og meðalhóf. Þá er rökstutt að það fellur undir eftirlitshlutverk ráðuneytisins að taka til skoðunar hvort sveitarfélög hafi gætt að almennum reglum stjórnsýsluréttar í ólögbundnum verkefnum. Ýmsar aðrar leiðir færar Ráðuneytið horfir til þess að þótt markmið að huga að lýðheilsu íbúa kunni að vera málefnalegt, þurfi að gæta að því að ganga ekki lengra en nauðsynlegt er til að ná markmiðinu. Ljóst sé að ýmsar leiðir væru til staðar til að ná því markmiði að auka lýðheilsu og auka hreyfingu íbúa sveitarfélaga, svo sem með veitingu sérstakra íþrótta- og frístundastyrkja. Í álitinu segir að ráðuneytinu telji auðséð að hægt væri að ná slíkum markmiðum með verkefnum sem ekki fela í sér mismunandi gjaldtöku fyrir almenning.
Grímsnes- og Grafningshreppur Stjórnsýsla Sundlaugar Neytendur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Þetta tíðkast víðar en við höldum“ Nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps mun taka til skoðunar kvörtun frá sumarbúastaðareiganda sem segir ákvörðun sveitarfélagsins um að láta aðkomufólk borga hærra gjald en heimamenn fyrir íþróttir og sund brjóta í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrár. Sveitarstjórinn segir fyrirkomulagið ekki ólíkt Loftbrúnni svokölluðu og frístundastyrkjum. 29. september 2022 12:36 Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
„Þetta tíðkast víðar en við höldum“ Nýr sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps mun taka til skoðunar kvörtun frá sumarbúastaðareiganda sem segir ákvörðun sveitarfélagsins um að láta aðkomufólk borga hærra gjald en heimamenn fyrir íþróttir og sund brjóta í bága við jafnræðisákvæði stjórnarskrár. Sveitarstjórinn segir fyrirkomulagið ekki ólíkt Loftbrúnni svokölluðu og frístundastyrkjum. 29. september 2022 12:36