Einhleypan: „Ætla að verða saksóknari þegar ég verð stór“ „Ég er sveitalúði í grunninn en hef búið á malbikinu um nokkurt skeið. Er til einhver titill sem nær yfir það?“ segir María Sjöfn Árnadóttir Einhleypa vikunnar þegar hún er spurð hvernig hún myndi titla sig. 20.1.2021 19:56
„Þetta er auðvitað bara fáránlega fallega sungið“ Þau voru nokkur Bubbalögin sem gestir Ingó spreyttu sig á í nýjasta þætti Í kvöld er gigg. Söng- og leikkonan Íris Hólm gaf þar ekkert eftir en hér að neðan er hægt að sjá hana syngja Bubbalagið Sumarið er tíminn með miklum krafti og innlifun. 19.1.2021 21:21
Saflát kvenna: Hvað er það að skvörta? „Það er alltaf erfitt að vera að bera saman fullnægingar, svolítið eins og að bera saman sársauka. En ef þú spyrð konur sem hafa upplifað skvört-fullnægingar þá lýsa þær henni yfirleitt sem mjög kröftugri og djúpri fullnægingu, en það er samt sem áður mjög einstaklingsbundið,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. 19.1.2021 19:52
„Maður sem tekur ákvarðanir og framkvæmir þær er fljótur að kveikja hjá mér áhuga“ „Ég opna kannski ekki samtölin á því að spyrja hvort menn séu með mótefni en ég viðurkenni alveg að maður veltir því fyrir sér hvort þeir séu á útopnu um allar trissur. Maður sigtar svo út þá sem eru þess virði að hitta en að sjálfsögðu hlýði ég Víði,“ segir Guðlaug Helga Björnsdóttir í viðtali við Makamál. 18.1.2021 20:06
Bjössi Sax stal senunni með laginu Careless Whisper Saxófónleikarinn og gleðipinninn Bjössi Sax lét ekki sitt eftir liggja síðasta föstudagskvöld í þættinum Í kvöld er gigg sem er á dagskrá Stöðvar 2. Mikið líf og fjör var í þættinum og sannkölluð partýstemmning á meðal gesta. 17.1.2021 22:48
Einhleypan: Glatað og einmanalegt að vera einhleypur á tímum Covid „Ég var nýkominn úr sambandi þegar ég flutti í karabíska hafið þar sem lítið eða ekkert var um einhleypar stelpur. Mánuði síðar skall á útgöngubann sem varði meira og minna allan tímann sem ég var þarna. Svo kom ég heim til Íslands í miðri þriðju bylgjunni,“ segir Þór Örn Flygenring Einhleypa vikunnar. 17.1.2021 19:00
Skiptar skoðanir á afdrifum trúlofunarhringsins eftir sambandsslit Í síðustu viku spurðu Makamál lesendur Vísis um álit þeirra á því hvað verður um hringinn ef trúlofun er slitið. Samkvæmt niðurstöðunum var ekki mikill munur og því greinilegt að sjá að lesendur hafa mjög mismunandi skoðun á þessu máli. 16.1.2021 21:31
Móðurmál: Í lífshættu eftir fyrri bráðakeisara en ákvað að reyna leggangafæðingu „Þetta er náttúrulega mjög sérstök staða. Að vera sagt upp í fæðingarorlofi og í raun lítið hægt að gera á meðan maður veit ekki alveg hver næstu skref eru. En ég ætla ekki að láta þetta verða kvíðavald í lífinu heldur ætla bara að njóta með mínum og sjá hvort að svarið komi ekki bara til mín með vorinu,“ segir Steinunn Edda Steingrímsdóttir í viðtalsliðnum Móðurmál. 16.1.2021 11:00
Sjáðu stórkostlegan flutning Bjössa í Mínus á Bubbalaginu Trúir þú á engla Það var mikið líf og fjör í fyrsta þætti seríu tvö af Í kvöld er gigg og hefur úrval gesta sjaldan verið fjölbreyttara. Gleðigjafinn og Rolling Stones aðdáandinn Sverrir Þór Sverrisson, eða Sveppi, var meðal gesta ásamt söngvurunum Begga í Sóldögg og Íris Hólm. 15.1.2021 20:07
Lagið Esjan í hugljúfum flutningi Einars Ágústs Það er óhætt að segja að fyrstu þáttaröðinni af Í kvöld er gigg hafi verið lokið með pompi og prakt. Á nýársdag var sýndur sérstakur áramótaþáttur með einvalaliði tónlistarfólks sem heillaði áhorfendur upp úr skónum með einstökum flutningi og líflegri framkomu. 15.1.2021 13:01