Fréttamaður

Auður Ösp Guðmundsdóttir

Auður Ösp er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Heyrðu, hún er fundin“

Fanney Ýr Gunnlaugsdóttir var ungabarn þegar hún var ættleidd frá Sri Lanka. Eftir að hafa horft á sjónvarpsþættina Leitin að upprunanum kviknaði hjá henni löngun; hún vildi finna blóðmóður sína. Hana grunaði hins vegar aldrei að það ættu einungis eftir að líða tvær vikur þar til að móðir hennar kæmi í leitirnar. Atburðarásin var að mörgu leyti lygileg.

Gifti sig á Ís­landi og upp­götvaði gat á markaðnum

Hin bandaríska Ann Peters féll fyrir Íslandi í fyrstu heimsókn sinni til landsins árið 2010. Röð atvika leiddi til þess að hún settist að hér á landi og í dag rekur hún fyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagningu brúðkaupa fyrir erlenda ferðamenn.

Lítill loðnubátur flutti 440 manns í einni ferð

„Fyrst hélt ég að það væri að gjósa fyrir utan eyjuna og ég var bara að dást að þessu sköpunarverki, hvað það var fallegt. Þetta var náttúrulega ógnarfallegt og tilkomumikið. En svo þegar ég áttaði mig á að þetta var á eyjunni sjálfri, þá fór ég að skelfast. En í raun hafði maður ekki mikinn tíma til að hugsa um þetta, atburðarásin var svo hröð,“ segir Ragnheiður Einarsdóttir.

„Rétti tíminn er núna“

Hermann Helguson og Sigríður Guðbrandsdóttir létu langþráðan draum rætast fyrir fimm mánuðum og héldu af stað í átta mánaða reisu um Asíu. 

Lá milli heims og helju eftir mislingasmit

Sveinbjörn Bjarnason var á fimmtánda ári þegar hann smitaðist af mislingum. Þetta var árið 1959, tæpum aldarfjórðungi áður en byrjað var að bólusetja börn gegn mislingum hér á landi. Margir fengu mislinga án þess að bera skaða af.  Þannig var það ekki í tilfelli Sveinbjarnar. Mislingarnir kostuðu hann næstum lífið. 

„Ég á ekkert DNA í syni mínum“

Aðalbjörgu Evu Sigurðardóttur dreymdi um að verða móðir alla tíð. Hún stóð á fertugu, einhleyp og barnlaus, og hún vissi að ef hún ætlaði að láta drauminn um barn verða að veruleika þá gæti hún ekki beðið. Ferlið sem leiddi til þess að sonur hennar, Sigurður Hrafn, kom í heiminn reyndist hins vegar langt, sársaukafullt og kostnaðarsamt.

„Ég var al­gjör­lega búinn og orku­laus“

„Ég er allt í einu bara á leiðinni niður í hafsdjúpið. Það eina sem komst að var að reyna að komast upp á yfirborðið. En ég var ekkert á leiðinni þangað. Það var allt á hvolfi og ég komst ekkert út,“ segir Júlíus Víðir Guðnason háseti sem taldi að hann væri að fara niður á hafsbotn með flutningaskipinu Suðurlandi þegar það var að sökkva fyrir norðan heimskautsbaug á aðfangadagskvöld árið 1986.

„Ég skil að fólki sé mis­boðið“

Sú var tíðin að dæmdir kynferðisbrotamenn áttu auðsótta leið að uppreist æru hjá forseta Íslands. Á uppreisnarárinu 2017 ofbauð landsmönnum þessi möguleiki og áður en árið var úti hafði lögunum verið breytt. Ríkisstjórnin var sömuleiðis sprungin eftir að í ljós kom að faðir forsætisráðherra hafði mælt með uppreist æru fyrir mann sem braut kynferðislega á stjúpdóttur sinni yfir tólf ára tímabil.

Á annarri hendi í gegnum lífið eftir hræði­legt slys

Ingibjörg Ólafsdóttir var sextán ára starfstúlka í hraðfrystihúsi í Sandgerði þegar hún varð fyrir alvarlegu vinnuslysi. Þetta var árið 1977. Afleiðingarnar voru þær að fjarlægja þurfti af henni hægri handlegginn ofan við olnboga og lífið varð aldrei samt. Síðan er liðin tæplega hálf öld og Ingibjörg segir málið óuppgert enda átti að vera óhugsandi að slysið myndi gerast hefði öryggisbúnaður notaður. 

„Hluti af mér dó með honum“

„Ég er enn að syrgja pabba í dag og ég hætti því aldrei. Sorgin fylgir manni alla tíð,“ segir Dagmar Øder Einarsdóttir. Hún var á táningsaldri þegar faðir hennar, Einar Öder Magnússon lést af völdum krabbameins. Hann var einungis 52 ára gamall.

Sjá meira